Úkraínski Neymar mígur utan í Arsenal Úkraínski kantmaðurinn Mykhaylo Mudryk, sem sló í gegn í sigri Shakhtar Donetsk á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, hefur gefið Arsenal hressilega undir fótinn. Enski boltinn 9. september 2022 08:30
„Munum aldrei hætta að syrgja brottför Messi“ Xavi Hernández, þjálfari karlaliðs Barcelona í fótbolta, segir að félagið jafni sig seint á brottför Lionels Messi til Parísar. Þörf sé þó á því að líta til framtíðar. Fótbolti 8. september 2022 14:00
Strax búinn að toppa mínútur Helga Sig en á töluvert í að ná Árna Gauti og Eið Smára Hákon Arnar Haraldsson spilaði síðasta hálftímann er FC Kaupmannahöfn tapaði 3-0 gegn Borussia Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn var. Þar með varð Hákon Arnar 15. Íslendingurinn til að leika í deild þeirra bestu. Fótbolti 8. september 2022 12:02
„Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA“ „Það var náttúrulega bara ótrúleg tilfinning að koma inn í svona stórum leik, hvað þá í Meistaradeildinni. Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA. Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um innkomu sína í leik Borussia Dortmund og FC Kaupmannahafnar á þriðjudaginn var. Fótbolti 8. september 2022 09:31
Lewandowski fyrstur til að skora þrennu fyrir þrjú félög í Meistaradeild Evrópu Robert Lewandowski er heldur betur að njóta lífsins í Katalóníu um þessar mundir en Barcelona festi kaup á þessum magnaðamarkahrók fyrr í sumar. Hann hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu með því að hlaða í þrennu í 5-1 sigri Börsunga. Fótbolti 8. september 2022 07:30
Fékk sér Meistaradeildar húðflúr fyrir 14 árum en lék sinn fyrsta leik í kvöld Giovanni Simeone, leikmaður Napoli, lék sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu gegn Liverpool fyrr í kvöld og skoraði sitt fyrsta mark eftir hafa spilað í þrjár mínútur. Napoli vann leikinn 4-1. Fótbolti 7. september 2022 23:26
Klopp: Úlfarnir geta ekki hætt að hlæja að okkur Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið sitt verði að enduruppgötva sig eftir 4-1 tapið gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu fyrr í kvöld. Fótbolti 7. september 2022 23:00
Napoli ekki í miklum vandræðum með Liverpool Napoli vann öruggan 4-1 sigri á heimavelli gegn lánlausu liði Liverpool í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 7. september 2022 21:30
Hasar og dramatík í Madríd | Tvenna Richarlison kláraði Marseille Fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu er formlega lokið. Atletico Madrid vann hádramatískan 2-1 sigur á Porto, Tottenham vann tveggja marka sigur á Marseille á meðan Club Brugge vann Bayer Leverkusen óvænt, 1-0. Fótbolti 7. september 2022 21:15
Sané sá um Inter Bayern München vann 0-2 útisigur gegn Inter á San Siro í C-riðli Meistaradeildar Evrópu þar sem Leroy Sané sá um mörkin. Fótbolti 7. september 2022 20:59
Lewandowski skoraði þrennu í fyrsta Meistaradeildarleiknum með Barcelona Robert Lewandowski var frábær í 5-1 sigri Barcelona á Viktoria Plzen í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 7. september 2022 20:45
Rangers fékk skell í endurkomunni | Öruggur sigur hjá Sporting í Frankfurt Fyrstu tveimur leikjunum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið en Ajax og Sporting unnu þar stórsigra. Fótbolti 7. september 2022 18:45
Stuðningsmönnum Liverpool ráðlagt að klæðast ekki treyju liðsins í Napolí Seinna í kvöld verður Liverpool í heimsókn hjá Napoli í fyrsta leik beggja liða í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Enska félagið ráðleggur öllum stuðningsmönnum sem fylgdu liðinu til Ítalíu að hafa varan á. Fótbolti 7. september 2022 18:00
Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. Fótbolti 7. september 2022 13:01
Blóðugt Meistaradeildarkvöld: Annar þjálfari rekinn eftir slæmt tap Red Bull Leipzig hefur vísað Domenico Tedesco úr starfi þjálfara liðsins eftir slæmt 4-1 tap á heimavelli fyrir Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann er annar þjálfarinn sem missir starfið eftir tap í gærkvöld. Fótbolti 7. september 2022 11:31
Ekkert fær Håland stöðvað Norski framherjinn Erling Braut Håland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Englandsmeistara Manchester City. Hann hefur raðað inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og á þriðjudag skoraði hann tvö mörk í öruggum 4-0 sigri á Sevilla. Fótbolti 7. september 2022 09:00
„Okkur skorti hungur og ákafa“ Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0. Fótbolti 7. september 2022 07:31
De Bruyne: Veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur Kevin De Bruyne, leikmaður Englandmeistara Manchester City, hefur lagt upp fimm mörk í sjö leikjum í öllum keppnum það sem af er tímabils. Hann lagði upp fyrsta mark City er liðið vann 4-0 útisigur gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu fyrir Norðmanninn Erling Baut Haaland. Enski boltinn 7. september 2022 07:02
Madrídingar völtuðu yfir Celtic í síðari hálfleik | Shaktar Donetsk vann stórsigur Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í kvöld með átta leikjum. Spánarmeistarar Real Madrid unnu öruggan 0-3 útisigur gegn skoska liðinu Celtic og Shaktar Donetsk gerði góða ferð til Þýskalands og vann 1-4 útisigur gegn RB Leipzig. Fótbolti 6. september 2022 22:38
Englandsmeistararnir völtuðu fyrir Sevilla Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 0-4 útisigur er liðið heimsótti Sevilla í fyrstu umferð riðlekppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 6. september 2022 20:42
Mbappé skoraði tvö er PSG vann stórleikinn Kylian Mbappé skoraði bæði mörk Paris Saint-Germain er liðið vann 2-1 sigur gegn Juventus í stórleik fyrstu umferðar Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 6. september 2022 20:40
Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. Fótbolti 6. september 2022 18:46
Hákon kom inn af bekknum í tapi FCK gegn Dortmund Íslendingalið FC Kaupmannahöfn mátti þola 3-0 tap er liðið heimsótti Borussia Dortmund í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 6. september 2022 18:35
Bröndby-bullur réðust á stuðningsmenn FCK í Þýskalandi FC Kaupmannahöfn hefur í kvöld keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Það fer hins vegar ekki vel af stað. Fótbolti 6. september 2022 13:45
Eldheit framlína PSG verður erfið viðureignar Meistaradeild Evrópu fer af stað í dag með átta leikjum. Paris Saint-Germain á stórleik umferðarinnar sem fer fram í kvöld. Fótbolti 6. september 2022 13:00
Real Madríd talið líklegast til að vinna Meistaradeild Evrópu Tölfræðiveitan Gracenote telur líklegast að Real Madríd vinni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla á þessari leiktíð og verji þar með titil sinn. Samkvæmt útreikningum veitunnar eru þrjú lið sem bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Fótbolti 5. september 2022 23:30
Hætta við 700 milljarða samning við UEFA Rafmyntarmiðlarinn Crypto.com hefur hætt við fyrirhugaðan 495 milljón dollara samning við UEFA sem styrktaraðili Meistaradeildar Evrópu. UEFA leitar áfram nýs styrktaraðila eftir að hafa slitið samstarfi við Gazprom. Fótbolti 1. september 2022 13:30
Í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Ronaldo spilar ekki í Meistaradeildinni Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fullyrti á blaðamannafundi í dag að með komu Antony og Martin Dubravka yrðu ekki frekari breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir lok félagaskiptagluggans. Enski boltinn 31. ágúst 2022 14:30
Casemiro: Verð sorgmæddur ef Man Utd kemst ekki í Meistaradeildina Nýjasti leikmaður Manchester United, Casemiro, segir að lið af sömu stærðargráðu og Manchester United eigi skilið að spila í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 27. ágúst 2022 07:01
„Ég drep þig ef þú meiðir Messi“ Fyrrum fótboltamaðurinn Sergio Agüero sendi skýr skilaboð til fyrrum félaga síns í argentínska landsliðinu eftir að dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 26. ágúst 2022 15:00