
Friends-leikari látinn
Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri.
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.
Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri.
Floor Jansen, söngkona finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Nightwish, kemur fram á síðustu tónleikunum í bili á fimmtudag. Hún sigraðist nýverið á krabbameini og er ólétt af sínu öðru barni.
Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim.
Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní.
Hundrað dagar eru í að Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, eða RIFF, verður sett formlega og það í tuttugasta sinn. Hátíðin hefst þann 28. september og mun standa yfir til 8. október. Frá því hátíðin var haldin fyrst hefur hún stækkað í gegnum árin.
Bíó Paradís frumsýndi sl. föstudag bandarísku kvikmyndina God's Country. Hún fjallar um háskólakennara í litlum bæ í miðríkjum Bandaríkjanna sem er allt annað en sátt við rusti tvo sem leggja fyrir utan húsið hennar til að komast í veiðilendur.
Frá lýðveldisstofnun hefur það verið hefð að kona í hlutverki fjallkonunnar flytji ávarp fyrir hátíðargesti á þjóðhátíðardaginn. Í ár var fjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt.
„Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju.
Ný stikla fyrir raunveruleikaseríu í anda dystópísku þáttaseríunnar Squid game er lent.
Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur.
Sigga Beinteinsdóttir söngkona með meiru syngur nýjasta lagið frá Atlantsolíu. Um er að ræða enn einn eyrnaorminn frá bensínstöðinni, sem lýsir laginu sem sumarsmelli í tilkynningu.
Sænska sjónvarpsstöðin SVT reiknar með að útsending af úrslitakvöldi Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verði klukkustund styttri á næsta ári en hún var í ár.
Vinsælasta tónlistarkona heims ætlar ekki að halda neina tónleika á næstu misserum og kannski aldrei framar. Æ fleiri tónlistarmenn aflýsa nú tónleikum sínum vegna þess hversu mikið álag það er á andlega heilsu þeirra.
Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott.
Tónlistarkonan Róshildur var að senda frá sér lagið Fólk í blokk (v2,3) en lagið var í dag kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, útnefndi í dag Egil Ólafsson borgarlistamann Reykjavíkur árið 2023 við hátíðlega athöfn í Höfða.
Tónlistarkonan Klara Elias leyfir litagleðinni að njóta sín í klæðaburði og er lítið fyrir svartar flíkur. Hún elskar að tengja tónlist og tísku þegar hún kemur fram og er bleikur jakki sem hún klæddist á stóra sviðinu í Herjólfsdal í persónulegu uppáhaldi. Klara Elias er viðmælandi vikunnar í Tískutali.
Þorleifur Örn Arnarsson er einn af framsæknustu leikstjórum landsins og hefur hlotið mikið lof, ekki síst utan landsteinanna. Hann var til að mynda valinn leikstjóri ársins á þýsku leiklistarverðlaununum árið 2018. Verðlaun sem þar í landi eru einungis veitt hverjum listamanni einu sinni á ævinni. Því er auðvelt að spyrja hvort takmarkinu sé ekki löngu náð?
Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins, Björk Jakobsdóttir, segir daginn hafa verið afar erfiðan en í dag var leikhúsið tæmt.
Björk Guðmundsdóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Listaháskóla Íslands á útskrift skólans sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu í dag.
Alls hafa tæp 1.400 skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir auknum stuðningi við Tjarnarbíó en í vikunni var greint frá því að fái leikhúsið ekki meira fjármagn og húsnæðið stækkað verði þau að skella í lás í haust.
Strákabandið IceGuys gaf út lagið Rúlletta á miðnætti sem er fyrsta lag bandsins og er sannkallaður sumarsmellur. Fjórir landsþekktir tónlistarmenn hafa þegar kynnt sveitina á samfélagsmiðlum.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir nauðsynlegt að finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu.
Haraldur Þorleifsson og eiginkona hans Margrét Rut Eddudóttir hafa neyðst til þess að setja áætlanir um listamannasetur á Kjalarnesi á ís.
Hlaðvarpið Fílalag, með þeim Bergi Ebba og Snorra Helgassyni, og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu sameina krafta sína í Eldborgarsal Hörpu í haust. Bergur Ebbi segir það mikinn heiður að fá að fíla Sinfó og ætla þeir félagar að bregða nýju ljósi á hljómsveitina.
Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar.
Prúðbúið sviðslistafólk fjölmennti í Borgarleikhúsið í gærkvöldi þar sem Grímuverðlaunahátíðin var haldin í ár.
Glenda Jackson, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkisútvarpið greinir frá og segir í umfjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar.
Fjöllistahópurinn Eldklárar og eftirsóttar gefa í dag út ljóðabókina Óumbeðin ástarbréf á Slippbarnum við gömlu höfnina í Reykjavík.
Bandaríski myndasagnateiknarinn John Romita Sr., er látinn, 93 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir að hafa blásið lífi í myndasagnapersónur á borð við Wolverine, Punisher og Luke Cage.