Bassi Maraj: „Þetta sýndi mér hvað mig langar að gera í lífinu“ Rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj var gestur í fjórða þætti af Körrent. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um allt milli himins og jarðar, þar á meðal hvaða áhrif raunveruleikaþættirnir Æði hafa haft á líf hans. Lífið 5. febrúar 2023 19:31
Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? Bíó og sjónvarp 5. febrúar 2023 11:02
Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann. Tónlist 4. febrúar 2023 17:01
Er höfundur Njálu handan við hornið? Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. Innlent 4. febrúar 2023 15:00
Game of Thrones-par á von á barni Leikararnir Kit Harington og Rose Leslie eiga von á barni. Þau léku saman í HBO-þáttunum Game of Thrones en fyrir eiga þau tveggja ára son. Lífið 4. febrúar 2023 10:30
Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt. Menning 4. febrúar 2023 08:00
Hefur fengið líflátshótanir vegna söngsins Söngkonan Jessica Pearson hefur fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni að syngja fyrir farþega flugvélar Icelandair, sem sátu fastir í flugvélinni í tíu klukkustundir, fór í dreifingu. Henni hafa borist líflátshótanir og hún hefur verið hvött til þess að svipta sig lífi. Innlent 3. febrúar 2023 21:00
Gat ekki gengið eftir slysið en gafst aldrei upp á dansinum Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir lenti í slæmu slysi þegar hún sleit krossband í hné í miðjum dansi og gat ekki gengið í marga mánuði. Lífið 3. febrúar 2023 16:39
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sameinast í nýju lagi Tveir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór, leiða saman hesta sína í laginu „Vinn við það“ sem kom út nú á miðnætti. Lagið gæti auðveldlega orðið einn af stórsmellum ársins. Lífið 3. febrúar 2023 14:31
Ingó Veðurguð gefur út nýtt lag: „Situr einn í dimmu húsi, enginn honum hjá“ „Eins og flestir sem mig þekkja elska ég fátt meira en að búa til tónlist og hvað þá að koma fram og flytja hana,“ segir tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarsinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, sem í dag gaf út nýtt lag. Lífið 3. febrúar 2023 13:01
„Stelpum stundum stillt upp til að vera andstæðingar frekar en að vinna saman“ Hljómsveitin FLOTT var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „Hún ógnar mér“. Leikstjóri myndbandsins er Þura Stína og lagið fjallar um hvernig stelpum er stundum stillt upp til að vera andstæðingar frekar en að vinna saman. Tónlist 3. febrúar 2023 11:30
Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. Lífið 3. febrúar 2023 10:47
Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Forlagsins segja upp Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007. Viðskipti innlent 3. febrúar 2023 10:23
Rafmögnuð stemning í Kópavogi í kvöld „Vörpunarverk Þórönnu er eitt stærsta og viðamesta verkefnið á hátíðinni í ár en áralöng hefð er fyrir því að varpa nýju verki á kirkjuna á Vetrarhátíð,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi en glæsileg dagskrá Vetrarhátíðar hefst í kvöld klukkan 18 þegar verki Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju. Lífið samstarf 3. febrúar 2023 08:52
Fjórða fálkaorðan í fjölskylduna og framhald á Verbúð „Já, ég get alveg sagt að við erum á fullu að undirbúa, hugsa og pæla fyrir einhverskonar ákveðnu framhaldi,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sposk á svip aðspurð út í framhald á sjónvarpsseríunni Verbúð. Lífið 3. febrúar 2023 06:00
Fjórði þáttur af Körrent: Bassi Maraj og Guðjón Smári Fjórði þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. Lífið 2. febrúar 2023 20:01
Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. Lífið 2. febrúar 2023 15:51
„Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi” Hin breska Caitlin Krause hefur vakið töluverða athygli hér á landi fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Ice Cold Catch sem sýndir eru á Stöð 2. Caitlin, sem er 27 ára gömul, yfirgaf starf sitt sem skipsþerna á ofursnekkju í Miðjarðarhafinu til að freista gæfunnar á sjónum við strendur Íslands á línubátnum Páli Jónssyni. Lífið 2. febrúar 2023 15:40
Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála. Innlent 2. febrúar 2023 13:08
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar. Lífið 2. febrúar 2023 10:28
Pólitískur rétttrúnaður og aðför að málfrelsinu mjög hættuleg þróun Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður hóf störf á Morgunblaðinu í dag og lýsir því þar með sé hún komin heim. Það er, eftir um átta ára ferðalag á önnur mið; hún starfaði á Fréttablaðinu 2014-2022. Nú stendur til að taka þátt í umræðunni og halda borgaralegum gildum á lofti. Innlent 2. febrúar 2023 08:55
Sjónvarpsrýni: Endurvinnsla og máttleysi Það gefst ekki alltaf tími til að skrifa ítarlega dóma um allt sem fyrir augu ber sjónvarpinu. Heiðar Sumarliðason fer því yfir nokkrar nýlegar þáttaraðir á hundavaði. Gagnrýni 2. febrúar 2023 07:01
Beyoncé tilkynnir um tónleikaferðalag Bandaríska stórsöngkonan Beyoncé kemur til með að leggja land undir fót í sumar. Hún tilkynnti í dag um að í maí hæfist tónleikaferðalag hennar um Evrópu og Norður-Ameríku. Lífið 1. febrúar 2023 22:40
Ozzy Osbourne hættur að túra í bili Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019. Lífið 1. febrúar 2023 14:34
Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. Lífið 1. febrúar 2023 14:31
Heldur Óskarstilnefningu þrátt fyrir óeðlileg afskipti Breska leikkonan Andrea Riseborough fær að halda tilnefningu sinni til Óskarsverðlauna þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um óeðlileg afskipti af tilnefningarferlinu. Riseborough er tilnefnd til verðlauna fyrir Besta leik í aðalhlutverki fyrir mynd sem vakti litla athygli þegar hún kom út. Bíó og sjónvarp 1. febrúar 2023 12:29
Myndaveisla frá hátíðarforsýningu Napóleonsskjalanna Í gær fór fram sérstök hátíðarforsýning á kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Forsetahjónin mættu og fögnuðu með aðstandendum kvikmyndarinnar. Lífið 1. febrúar 2023 11:15
Þættir Dr Phil senn á enda Sögu spjallþátta bandaríska sjónvarpsmannsins Dr Phil er senn á enda eftir framleiðslu 21 þáttaraðar. Lífið 1. febrúar 2023 07:45
Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. Innlent 31. janúar 2023 22:31