Eydís og Einar gefa út myndverk saman við nýtt lag Tónskáldið og píanóleikarinn Eydís Evensen gaf út plötuna FROST um helgina. Samhliða útgáfunni kom út undurfagurt myndverk, sem Eydís gerði ásamt Einari Egils. Tónlist 11. apríl 2022 14:26
Málar hrúta, kýr, skeggjaða karla og Emil í Kattholti Hrútar, svín, kýr, Emil í Kattholti, skeggjaðir karlar, konan hans, börnin þeirra og hann sjálfur er meðal þess, sem myndlistarmaður í Kópavogi málar í frítímum sínum. Hrúturinn þykir einstaklega glæsilegur. Menning 10. apríl 2022 19:50
„Höldum áfram að gera lög sem okkur finnst skemmtileg“ Hljómsveitin Inspector Spacetime sendi frá sér lagið Kenndu mér síðastliðinn föstudag og er þetta tíunda lagið sem hljómsveitin sendir frá sér. Tónlist 10. apríl 2022 10:01
Ragnar lenti í fárviðri á slóðum Shackleton og þurfti að binda sig við þilfarið Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar Axelsson sömu leið og breski heimskautafarinn Sir Ernest Shackleton. Vísindamenn fundu flak skip hans Endurance, í síðasta mánuði, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni. Menning 10. apríl 2022 07:00
Pálmasunnudagur Pálmasunnudag ber upp viku fyrir páskadag ár hvert og markar jafnframt upphaf dymbilviku. Í ár, 2022, ber daginn upp þann 10. apríl. Menning 10. apríl 2022 05:01
Rjómatertuslagurinn hörmulegur en skemmtilegur Barnamenningarhátíð í Reykjavík náði hápunkti í dag en fjöldi viðburða voru haldnir um bæ allan. Í Norræna húsinu fengu börn að setja sig í hlutverk fullorðna fólksins og hin hefðbundnu hlutverk snerust við. Innlent 9. apríl 2022 22:30
Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. Innlent 9. apríl 2022 21:31
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted - Íslenskt indí, KUSK og veisla á Sirkus! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 9. apríl 2022 17:00
Með hækkandi sól klífur listann Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. Tónlist 9. apríl 2022 16:02
Innri börnin blása lífi í trylltar konur í pönkhljómsveit Pönksveitin The Boob Sweat Gang sendi frá sér sitt fyrsta lag, „Alpha Mom“, í dag ásamt tónlistarmyndbandi þar sem hliðar sjálf hljómsveitarmeðlima fá að skína. Blaðamaður hafði samband við hljómsveitina, en allir meðlimir sveitarinnar eru sviðslistakonur. Tónlist 9. apríl 2022 09:01
John B á Íslandi um páskana Tónlistarmaðurinn John B kemur fram á Húrra miðvikudaginn 13. apríl og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa sem fagna tíu ára starfsafmæli á þessu ári. Tónlist 8. apríl 2022 19:31
Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Hún vildi víkingalegan öryggisvörð og hann stelpu sem er opin og til í ævintýri, Freyr og Vala voru annað tveggja para í öðru þætti Fyrsta bliksins. Makamál 8. apríl 2022 17:39
Úrslit í Overtune Showdown Vísis Eftir spennandi keppni Overtune og Vísir.is liggja nú úrslitin fyrir í Overtune Showdown. Lífið samstarf 8. apríl 2022 17:07
„Þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa“ Tónlistarmaðurinn Atli Arnarsson gefur út sitt fyrsta tónlistarmyndband í dag við nýtt lag af komandi plötu hans Stígandi. Lagið nefnist Siglandi. Tónlist 8. apríl 2022 16:30
Mætti með kærastann á frumsýninguna Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian mætti með kærasta sínum, grínistanum Pete Davidson, á frumsýningu á nýjum raunveruleikaþætti Kardashian fjölskyldunnar í gær. Lífið 8. apríl 2022 16:00
UMBRA frumsýnir Stóðum tvö í túni: „Ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga“ Hljómsveitin Umbra hefur sett tónlist við eldheitt ástarljóð úr Víglundarsögu, Stóðum tvö í túni, sem er ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga. Tónlist 8. apríl 2022 15:30
Sækja innblástur í heimahagana í nýju lagi Íslenski poppdúettinn heró gefur í dag út lagið Sorry (Lofa Veit Betur). Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við lagið. Tónlist 8. apríl 2022 14:30
Afhjúpa styttu af Agüero á tíu ára afmæli marksins sem tryggði titilinn Manchester City ætlar að afhjúpa styttu af Sergio Agüero fyrir utan heimavöll sinn þann 13. maí næstkomandi, nákvæmlega tíu árum eftir að framherjinn tryggði liðinu enska meistaratitilinn með marki gegn QPR í uppbótartíma. Enski boltinn 8. apríl 2022 10:30
Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. Bíó og sjónvarp 8. apríl 2022 07:01
Ridley Scott tryggir sér kvikmyndarétt að nýjustu skáldsögu Ragnars Framleiðslufyrirtæki leikstjórans og kvikmyndaframleiðandans Ridley Scott hefur tryggt sér réttinn að Úti, nýjustu skáldsögu Ragnars Jónassonar. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2022 20:24
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. Innlent 7. apríl 2022 14:45
Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. Lífið 7. apríl 2022 10:30
Tónlist sem hægt er að dansa við á klúbbnum en líka gráta við heima hjá sér Hljómsveitin Hipsumhaps sendi frá sér glænýjan smell fyrr í dag. Lagið ber nafnið Hringar og er grípandi taktfast danslag sem býr yfir angistar víbrum. Blaðamaður hafði samband við Fannar Inga söngvara Hipsumhaps og fékk nánari innsýn í gerð lagsins. Tónlist 7. apríl 2022 09:32
Fyrstu stórtónleikar Katrínar Halldóru í Eldborg „Það er loksins komið að þessu, þetta er þriðja dagsetningin sem við setjum en platan kom út í október í fyrra. Þetta verða mínir fyrstu stórtónleikar og ég hlakka ofboðslega mikið til,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leik- og söngkona en hún heldur langþráða útgáfutónleika þann 10. apríl í Eldborg. Lífið samstarf 7. apríl 2022 09:15
Meintur gerandi á dagskrá RÚV um páskana Þessa dagana eru auglýstir íslenskir þættir á dagskrá á RÚV, en sýning þáttanna á að hefjast um páskana. Í þáttunum leikur meintur gerandi, sem fyrir nokkrum árum fór sjálfur í fjölmiðla og lýsti sig saklausan af kynferðisbrotum gegn eigin barni. Skoðun 7. apríl 2022 08:00
Þórhallur Þórhallsson með glænýja uppistandssýningu Þann 12. Maí næstkomandi mun Þórhallur Þórhallsson frumsýna glænýja uppistandssýningu í Tjarnarbíó sem einfaldlega kallast „Þórhallur“ Albumm 6. apríl 2022 22:22
Klámið Athugasemd: Þessi pistill er ekki fyrir viðkvæma, en klárlega fyrir raðrúnkandi klámhunda Skoðun 6. apríl 2022 21:00
Byr í seglin – landfestar leystar Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf. Skoðun 6. apríl 2022 14:00
Leita að aðalleikkonu fyrir nýja íslenska gamanmynd MyrkvaMyndi auglýsa eftir leikkonum fyrir aðalhlutverk á nýrri Íslenskri gamanmynd. MyrkvaMyndir framleiddi bráðskemmtilegu bíómyndina Hvernig á að vera Klassa Drusla sem vakti mikla athygli þegar hún kom í bíóhúsin hér á landi. Lífið 6. apríl 2022 11:31
Ed Sheeran hafði betur í Shape of You-máli Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í höfundarréttarmáli þar sem hann var sakaður um lagastuld í tengslum við stórsmellinn Shape of You sem hann gaf út árið 2017. Dómur í málinu féll í morgun. Tónlist 6. apríl 2022 10:07