
Maður þurfti ekki að vera skyggn
Þegar ég var óharðnaður unglingur átti ég vin sem var mikill áhugamaður um galdra. Ég var það reyndar líka, en hann kunni meira fyrir sér. Ég var nokkrum sinnum viðstaddur þegar hann framdi seið. Það voru skrýtnar seremóníur. Vinur minn notaði alls konar táknfræði, yfirleitt íslenskar rúnir til að skapa tengingu við æðri máttarvöld. Annarleg tónlist kom líka við sögu.