NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Troðslan sem kostaði Andrew Bogut úrslitakeppnina - myndband

Andrew Bogut, ástralski miðherjinn hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, verður líklega ekkert meira með liði sínu á tímabilinu eftir að hann meiddist illa í leik á móti Phoenix Suns í fyrrinótt. Bogut lenti illa á hendinni eftir að hafa skorað úr hraðaupphlaups-troðslu í öðrum leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Forskot tekið á úrslitakeppnina í kvöld þegar Boston vann Cleveland

Ray Allen var í miklu stuði þegar Boston Celtics vann 117-113 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en hann skoraði 33 stig þar af setti hann niður mikilvægan þrist 48 sekúndum fyrir leikslok. Það var hart tekist á í leiknum og það má segja að liðin hafi þarna tekið forskot á úrslitakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Oklahoma City vann Dallas og tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Ungu strákarnir í Oklahoma City Thunder hafa vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni í vetur og í nótt tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni með 121-116 útisigri á Dallas Mavericks. Oklahoma City er þegar búið að tvöfalda sigra sína frá því á síðasta tímabili þegar liðið vann aðeins 23 leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Ginobili skoraði 43 stig í sigri San Antonio á Orlando

Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn á síðustu vikum þegar hann skoraði 43 stig í 112-100 sigri San Antonio Spurs á Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar 30 stig eða meira í leik síðan að Tony Parker meiddist og Ginobili tók stöðu hans í byrjunarliðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade vill fá forræði yfir börnunum og senda konu sína í geðrannsókn

Það stefnir í mikið réttardrama í skilnaðarmáli Dwyane Wade og konu hans sem verður tekið fyrir í júní. Hjónin hafa verið skilin að borði og sæng síðan í ágúst 2007 en þau eiga tvö börn saman. Dwyane Wade er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta og algjör lykilmaður í liði Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Áttundi sigur Phoenix Suns liðsins í röð

Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn áttunda leik í röð og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni með 11-105 sigri á Chicago Bulls á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers rétti úr kútnum

Los Angeles Lakers vann Houston Rockets á útivelli í nótt 109-101. Liðið rétti því úr kútnum eftir að hafa tapað stórt í fyrrinótt gegn Oklahoma.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers vann San Antonio

Los Angeles Lakers vann San Antonio Spurs 92-83 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Knicks skellti Denver

NY Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði Denver Nuggets af velli í NBA-deildinni í nótt. Leikurinn snérist upp í einvígi Carmelo Anthony og Danilo Gallinari.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul gæti spilað í nótt

Stuðningsmenn New Orleans Hornets geta farið að taka gleði sína á ný því Chris Paul verður mættur á völlinn með liðinu von bráðar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Varnarsigur hjá sóknarliði Phoenix

Hið frábæra sóknarlið Phoenix Suns vann Portland í nótt í miklum varnarleik. Suns var aðeins með 39 prósent skotnýtingu í leiknum en spilaði frábæra vörn þannig að Portland var aðeins með 36 prósent nýtingu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Pierce og Rondo fóru fyrir Boston

Boston Celtics vann útisigur á Dallas Mavericks 102-93 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Paul Pierce skoraði 29 stig og Rajon Rondo var með 20 stig og 10 fráköst. Þeir tveir voru í fararbroddi hjá Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Ellefu leikir fóru fram í nótt

Joe Johnson náði að stilla miðið á lokasekúndum framlengingar þegar Atlanta Hawks vann sigur á Charlotte Bobcats 93-92. Hann átti ekki góðan leik en setti niður gríðarlega mikilvæga flautukörfu sem tryggði Atlanta sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Denver og Orlando unnu

Orlando vann útisigur gegn Miami í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Vince Carter var stigahæstur hjá Orlando sem vann 108-102. Carter skorað 27 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Cleveland tryggði sér toppsætið

LeBron James skoraði 32 stig í sigri Cleveland Cavaliers á Indiana Pacers í nótt 99-94. Með þessum sigri tryggði Cleveland sér sigur í Miðdeild NBA-deildarinnar annað árið í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas átti hátt í 500 byssur

Þó svo Gilbert Arenas, leikmaður Washington Wizards, skaði sjálfan sig í nánast hvert einasta skipti sem hann opnar munninn er hann samt langt frá því að hætta að tjá sig.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas fullur iðrunar

Byssubrandurinn Gilbert Arenas er fullur iðrunar þessa dagana og segist eiga það skilið að sér verði refsað fyrir hegðun sína.

Körfubolti