
Hringdi strax í ömmu sína og sýndi henni Ólympíugullið
Hvað gerir þú þegar þú vinnur gullverðlaun á Ólympíuleikum? Hin ástralska Jessica Fox vissi nákvæmlega hvað hún vildi gera.
Fréttir af Ólympíuleikunum sem fram fóru í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst 2024.
Hvað gerir þú þegar þú vinnur gullverðlaun á Ólympíuleikum? Hin ástralska Jessica Fox vissi nákvæmlega hvað hún vildi gera.
Sænski skotíþróttamaðurinn Victor Lindgren vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í gær en hrakfarir foreldra hans vöktu líka athygli.
Anton Sveinn McKee komst áfram í undanúrslit í tvö hundruð metra bringusundi. Hann synti á 2:10,36 sem var níundi besti tíminn í undanrásunum.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir endaði í sjötta sæti í sínum riðli og nítjanda sæti meðal allra keppenda í hundrað metra skriðsundi.
Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska handboltalandsliðinu unnu sex marka sigur á Suður Kóreu, 26-20, í dag í þriðja leik sínum á Ólympíuleikunum í París.
Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær.
Egypska skylmingakonan Nada Hafez komst í gær sæti í sextán manna úrslit í skylmingakeppni Ólympíuleikanna í París. Kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að hún er kona ekki einsömul.
Það kostar blóð, svita og tár að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum og það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að komast þangað. Það er þó ekki bara heiðurinn sem fylgir því að keppa á stærsta íþróttamóti heims. Það eru ýmis fríðindi sem fylgja því líka.
Anton Sveinn McKee keppir í dag í sinni bestu grein á Ólympíuleikunum í París og íslenski sundgarpurinn var háfleygur og í víkingaham kvöldið fyrir keppni.
Þórir Hergeirsson er búinn að endurheimta bestu handboltakonu heims því Henny Reistad er nú leikfær á ný.
Knattspyrnusamband Kanada hefur áfrýjað stigafrádrætti kvennalandsliðs þjóðarinnar en ekki leikbanni þjálfara þess.
Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa.
Hinn breski Adam Peaty vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í gær, sunnudag. Í dag, mánudag, greindist hann svo með Covid-19.
Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, var ekki vinsæll hjá áhorfendum á leik Bandaríkjanna og Serbíu í körfubolta á Ólympíuleikunum í gær.
Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram.
Serbar mæta til leiks í körfuboltakeppni Ólympíuleikana í París með hinn öfluga Nikola Jokic í fararbroddi.
Coco Yoshizawa varð í gær Ólympíumeistari í keppni á hjólabrettum á leikunum í París og aðra leikana i röð fagnaði því japanskur táningur sigri í þessari grein.
Novak Djokovic tók skref í átt að sínu fyrsta Ólympíugulli þegar risaviðureign fór fram á Roland Garros-vellinum í París í dag. Djokovic sló Rafael Nadal, konung leirsins, úr keppni.
Hin japanska Uta Abe varð Ólympíumeistari í júdó á síðustu Ólympíuleikunum og ætlaði sér mikið á leikunum í París í ár. Það var því mikil áfall fyrir hana þegar hún datt úr leik strax í annarri umferð í gær.
EuroSport hefur rekið margreyndan íþróttafréttamann heim af Ólympíuleikunum í París vegna karlrembulegra ummæla sem hann lét falla í beinni útsendingu.
Króatíska karlalandsliðið í handbolta, sem Dagur Sigurðsson stýrir, tapaði fyrir Slóveníu, 31-29, í öðrum leik sínum á Ólympíuleikunum í París í dag.
Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig.
Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi átti mjög sérstakt kvöld á setningarhátíðinni á Ólympíuleikunum í París. Honum var þar sýndur mikill heiður með því að vera fánaberi Ítala en kvöldið hans endaði ekki nógu vel.
Guðlaug Edda Hannesdóttir og hinir þríþrautarkeppendurnir á Ólympíuleikunum í París fá ekki enn að synda í Signu.
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í París hafa beðist afsökunar á atriði sem var hluti af setningarhátíð leikanna sem fram fór síðastliðinn föstudag.
Skotíþróttamaðurinn Aleksi Leppä á að keppa á Ólympíuleikunum í París í vikunni en hann fékk hræðilegar fréttir um helgina.
Sex leikir fóru fram í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Bandaríkin unnu öruggan 4-1 sigur gegn Þjóðverjum og Ástralía vann ótrúlegan 6-5 sigur gegn Sambíu.
Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir komst ekki í úrslit í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París í kvöld.
Bandaríkin unnu öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í körfubolta á Ólympíuleikunum í París í dag.
Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann öruggan níu marka sigur er liðið mætti Dönum í annarri umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag.