Vegferð menntunar Menntun er ferðalag, vegferð sem endurspeglar það samfélag sem við viljum byggja. Hvert skref sem við stígum í átt að betra skólastarfi segir okkur í raun hver við viljum vera sem þjóð. Það sem gerist innan skólanna er ekki aðeins spegill samfélagsins, heldur mótar það líka framtíð þess. Skoðun 10. október 2025 07:02
Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. Innlent 9. október 2025 21:32
Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Það vakti athygli mína í sumar þegar Hafnarfjarðarbær birti tilkynningu á heimasíðu sinni um að samið hefði verið við fyrirtækið Í-mat ehf. um skólamáltíðir fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundaheimilin í bænum. Góðar fréttir enda mikilvægt að börnum sé boðið upp á hollan og góðan mat í skólum að kostnaðarlausu fyrir foreldra. Skoðun 9. október 2025 18:01
Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ Innlent 9. október 2025 16:44
Menntakerfi í fremstu röð Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Skoðun 9. október 2025 13:45
Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur einkunnagjöf í tölustöfum frekar en með bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Innan við þrír af hverjum hundrað eru hrifnir af því að einkunnir í íslenskum skólum séu birtar í bókstöfum. Nemendur sem hafa kynnst hvoru tveggja telja sumir að bókstafirnir séu betri á meðan öðrum þykja tölustafir nákvæmari og sanngjarnari. Innlent 8. október 2025 21:01
Reykjavíkurmódel á kvennaári Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Skoðun 8. október 2025 16:00
Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Baráttan gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur orðið öflugri á síðustu árum. Innan skólanna hefur ítrekað borist ákall um róttækar aðgerðir til að vernda börn og ungmenni. Skoðun 8. október 2025 07:01
Hefur þú heyrt þetta áður? Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Skoðun 7. október 2025 15:01
Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. Innlent 7. október 2025 11:04
„Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Elva Björk Haraldsdóttir, foreldri barns á Múlaborg, gagnrýnir verklag, upplýsingaflæði og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans. Hún kallar eftir skýrara verklagi og að einhver taki skýra ábyrgð. Innlent 6. október 2025 13:33
Pabbar, mömmur, afar, ömmur Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Skoðun 6. október 2025 10:30
Óttast áhrifin á vinnandi mæður Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Innlent 5. október 2025 16:01
Símafrí en ekki símabann Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. Innlent 5. október 2025 12:29
Mótum framtíðina saman Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Skoðun 5. október 2025 08:00
Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. Innlent 4. október 2025 12:13
Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að Reykjavíkurborg sé með útspili sínu í leikskólamálum að taka upp „Kópavogsmódelið“ í meginatriðum. Með þessu taki borgin skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Innlent 4. október 2025 09:15
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Nýverið hafa nokkur sveitarfélög lagst í breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leikskóla og eins og gefur að skilja hefur það leitt af sér þó nokkra opinbera umræðu og sýnist sitt hverjum. Höfundar hafa fylgt breytingunum eftir með rannsókn í tveimur þessara sveitarfélaga og tvisvar í ferlinu sent út spurningalista á þrjá hópa innan 17 skóla; skólastjórnendur, deildarstjóra og annað starfsfólk og fengið ágæta svörun. Skoðun 4. október 2025 09:02
Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Skoðun 4. október 2025 07:00
Vann á öllum deildum leikskólans Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum. Innlent 3. október 2025 18:48
„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023. Innlent 3. október 2025 15:48
Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. Innlent 3. október 2025 14:37
Leikskólar eru ekki munaður Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Skoðun 3. október 2025 13:30
Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Íslenskt vísindasamfélag hefur um árabil haft þungar áhyggjur af óviðunandi fjárveitingum til vísinda og rannsókna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt undir yfirskriftinni „Tiltekt og umbætur“ (Stjórnarráð 2025, 8. september) vakti það blendnar tilfinningar meðal vísindafólks. Skoðun 3. október 2025 13:00
Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík er grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan um miðjan ágúst. Innlent 3. október 2025 12:28
Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Þó það sé ástæða til þess að fagna því að Reykjavíkurborg sé að gera eitthvað í leikskólamálum er ástæða til þess að staldra við. Í tillögudrögum frá borgarráði í vikunni eru kynntar hugmyndir til þess að bæta náms- og starfsumhverfi leikskóla. Skoðun 3. október 2025 12:02
Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. Innlent 3. október 2025 11:48
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Skoðun 3. október 2025 11:32
Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. Innlent 3. október 2025 10:59
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Skoðun 3. október 2025 10:47