Mönnunarvandi og heilbrigði Flest nágrannalönd okkar hafa áttað sig á mikilvægi þess að fjárfesta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og tilheyrandi starfsfólki. Við Íslendingar erum því í harðri samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Skoðun 21. apríl 2023 10:00
Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart „Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum. Innlent 20. apríl 2023 16:06
Rangfærslur allsráðandi í umræðu um umdeilt frumvarp Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs. Innlent 20. apríl 2023 12:37
Leshraðamælingar og Háskóli Íslands Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar. Skoðun 20. apríl 2023 11:01
Skjálftahrina er hafin í Valhöll Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar. Skoðun 20. apríl 2023 09:30
Tekjur Reykjavíkur aukast en borgarstjórn horfist ekki í augun við vandann Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar jukust um ellefu prósent á milli ára á fyrstu þremur mánuðum ársins, um einu prósenti meira en verðbólga mældist á tímabilinu, samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Þrátt fyrir augljósan vanda gengur borgarstjórn áfram með bundið fyrir augun,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Innherji 20. apríl 2023 08:12
Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. Innlent 20. apríl 2023 00:08
Geðsvið Landspítala fær líka nýtt húsnæði Nýtt húsnæði Landspítala undir geðþjónustu mun rísa en þrettán og hálfur milljarður er eyrnamerktur verkefninu. Fjármálaráðherra segir uppbyggingu Landspítalans langstærstu fjárfestingu Íslandssögunnar en hún hljóðar upp á 210 milljarða í heild. Innlent 19. apríl 2023 21:55
Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. Innlent 19. apríl 2023 21:36
Mikilvægt að almenningur komi að stefnumótun varðandi nýtingu vindorku Umhverfisráðherra segir mikilvægt að undirbúa stefnumótun fyrir nýtingu vindorku á Íslandi vel og vandlega. Þriggja manna starfshópur sem ráðherra skipaði í fyrrasumar til að skoða valkosti og greina stöðuna kynnti áfangaskýrslu í dag. Innlent 19. apríl 2023 19:51
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. Innlent 19. apríl 2023 18:14
Borgarráð samþykkti hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Borgarráð samþykkti í dag heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Innlent 19. apríl 2023 16:10
Félagsmálaráðherrann, vinnumarkaðsráðherrann og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Skoðun 19. apríl 2023 14:31
Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri. Innlent 19. apríl 2023 12:13
Í kjölfar riðusmits Í gærkvöldi (18. apríl 2023) var haldinn upplýsingafundur í Húnaþingi vestra vegna þeirra riðusmita sem komið hafa upp á tveimur sauðfjárbúum þar. Þau smit eru mikið áfall fyrir bændur á þeim bæjum og í raun fyrir alla ábúendur í nágrenninu. Hugur minn er hjá bændum á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Skoðun 19. apríl 2023 11:01
Bein útsending: Vindorka - Valkostir og greining Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. Innlent 19. apríl 2023 09:30
Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Innlent 19. apríl 2023 09:01
Verðbólgan gengi hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, segir að ónægjanlegt aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankann ber þyngri byrði en æskilegt er út frá sjónarmiðum um skilvirka hagstjórn. Öflugari sveiflujöfnun í fjármálastefnu ríkisins myndi, að mati varaseðlabankastjóra, stytta þann tíma sem þarf til að ná verðbólgunni niður í markmið. Innherji 19. apríl 2023 08:31
Tryggjum stafrænt aðgengi fyrir fatlað fólk Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Skoðun 19. apríl 2023 08:00
Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. Skoðun 19. apríl 2023 07:31
Staða heimila á húsnæðismarkaði Undanfarið hefur borið á gagnrýni á Framsókn vegna aðgerðaleysis eins og það er orðað í húsnæðismálum. Það er eðlilegt að Framsókn sé gagnrýnd því flokkurinn hefur farið með húsnæðismálin síðustu 10 ár en staðreyndin er sú að Framsókn hefur virkilega látið sig húsnæðismál varða því þau eru grundvöllurinn sem heimili landsins byggja sig í kringum. Skoðun 19. apríl 2023 07:00
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Innlent 18. apríl 2023 19:30
Einar verði ekki borgarstjóri heldur skiptastjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. Innlent 18. apríl 2023 18:59
„Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp“ Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma. Innlent 18. apríl 2023 15:40
Sprengja í tæknifrjóvgunum Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart. Innlent 18. apríl 2023 13:53
Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. Innlent 18. apríl 2023 12:29
Einkavæðing Ljósleiðarans Í þessari grein ætla ég að renna yfir þá atburðarrás sem olli því að nú stefnir meirihluti borgarstjórnar á það að einkavæða stóran hlut í Ljósleiðaranum. Hvernig enduðum við hér? Hvers vegna er Ljósleiðarinn rekinn eins og hagnaðardrifið fyrirtæki? Skoðun 18. apríl 2023 12:01
Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Innlent 18. apríl 2023 11:09
Tekjulaus og allslaus með fjögur börn Formaður Flokk Fólksins Inga Sæland bauð Sindra Sindrasyni í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Lífið 18. apríl 2023 10:31
Verjumst riðu! Ný nálgun við 100 ára gamalt verkefni Á dögunum bárust okkur þær hræðilegu fréttir að riðusmit hafi greinst Miðfjarðarhólfi, en það svæði hefur verið talið musteri sauðfjárræktar í landinu. Það er ávallt áfall þegar riða greinist í sauðfé og aflífa þarf allan stofninn, áfall sem ekki nokkur bóndi á að þurfa að ganga í gegnum. Miðfjarðarhólf var fram að þessu talið hreint svæði og því er erfitt að kyngja þessum nýju tíðindum og hugur okkar er hjá bændum sem nú þurfa að drepa allt sitt fé nokkrum dögum fyrir sauðburð. Skoðun 18. apríl 2023 07:01