

Stjórnmál
Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra
Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum.

Bjarni Jónsson til liðs við Græningja
Bjarni Jónsson alþingismaður hefur gengið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu Græningja.

Róttækar og tafarlausar umbætur
Guðrún Hafsteinsdóttir ritaði pistil sem birtur var á vefsíðu Viðskiptablaðsins 12. október síðastliðinn sem ber yfirskriftina Íslenskt atvinnulíf og Schengen-samstarfið. Í niðurlagi greinarinnar segir að Ísland hafi gríðarlega hagsmuni af áframhaldandi þátttöku í Schengen samstarfinu enda sé það veigamikill þáttur fyrir íslenskt atvinnulíf en einnig samfélagslegt öryggi.

Sigmundur og Þorgrímur leiða í Norðausturkjördæmi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins og Þorgrímur Sigmundsson, verktaki skipa efstu sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Næst á lista eru Ágústa Ágústsdóttir, verktaki og ferðaþjónustubóndi og Inga Dís Sigurðardóttir, kennari og meistaranemi í náms og starfsráðgjöf.

Erum við í ofbeldissambandi?
Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á.

Botnar ekkert í hegðun Kristrúnar
„Ég er gáttuð á þessari hegðun Kristrúnar, eins ágæt og hún nú er gamla handboltavinkona mín. Mér finnst þetta afhjúpa ótrúlega takmarkaðan skilning á vægi Dags til lengri tíma við mótun borgarinnar, dýpt hans þekkingar á stjórnmálunum og málefnunum og getu til að halda utan um flókið samstarf.“

Ingibjörg kemur í stað Bergþórs
Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og sendiherra í leyfi, mun leiða lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og kemur þar með í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem skipaði fyrsta sæti í kjördæminu áður. Bergþór hefur þegar tilkynnt að hann ætli ser að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi.

Ræddi ekki við aðra flokka og segir skilið við Sjálfstæðisflokk
„Ég hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður frá því að ég var sextán ára og síðustu ár hefur hjartað mitt ekki alveg slegið í takt sem almennur flokksmaður. Á fimmtudaginn var haft samband við mig og mér var boðið þessa stöðu. Ég hef aðstoðað Ásmund Einar Daðason og Lilju Dögg í góðum málum og eftir snarpa ígrundun gaf ég kost á mér gagnvart þessari bón og mér var boðið þetta formlega í gærkvöldi.“

Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar
„Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“

Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags
„Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“

Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu.

Ingibjörg Isaksen áfram í fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi
Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, heldur fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Kjördæmissamband Framsóknar kom saman á kjördæmisþingi á Hótel Seli, Mývatnssveit og samþykkti framboðslista rétt í þessu.

Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykktur
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri Orkustofnunar skipar fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Í öðru sæti er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins og starfandi fjármála- og innviðaráðherra. Jóhann Friðrik Friðriksson alþingismaður er í þriðja sæti.

Lilja Alfreðsdóttir og Einar Bárðarson leiða í Reykjavík suður
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi vermir annað sætið og í þriðja sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi og formaður ungs framsóknarfólks í Reykjavík.

Ásmundur Einar leiðir í Reykjavík norður
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Í öðru sæti er Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður og í þriðja er Brynja M Dan Gunnarsdóttir fyrirtækjaeigandi.

Staðfesta lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Í öðru sæti er Sigmar Guðmundsson alþingismaður. Í þriðja sæti er Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri.

Ingvar Þóroddsson leiðir Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Ingvar Þóroddsson, framhaldsskólakennari á Akureyri leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti er Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála á Egilsstöðum. Þriðja sætið skipar Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, kennari og þjálfari á Akureyri og í fjórða sæti er Gabríel Ingimarsson, rekstrarstjóri Hríseyjarbúðarinnar og forseti Uppreisnar.

Einar Bárðarson í öðru sæti Framsóknar í Reykjavík suður
Einar Bárðarson, landsfrægur lagahöfundur og umboðsmaður, sem nú er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands, verður í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi.

Samfylkingin hafi fjarlægst gildin
Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Hún segist enn brenna fyrir þau málefni sem kjarnist í stefnu flokksins og hún sé tilbúin að snúa til baka nú þegar stjórnarsamstarfinu hafi verið slitið.

Séra Sindri Geir leiðir VG í Norðausturkjördæmi
Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur á Akureyri leiðir framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi í Þingeyjarsveit vermir annað sætið.

Skattahvatar „mikilvægasta tólið“ hjá ríkinu til að styðja við hugverkaiðnað
Fjármálaráðherra hefur að stórum hluta dregið til baka upphafleg áform um verulega lækkun á endurgreiðsluhlutfalli og hámarki á frádráttárbærum kostnaði í tengslum við rannsóknir og þróun nýsköpunarfyrirtækja sem hefði, að mati hagsmunasamtaka í hugverkaiðnaði, valdið því að fyrirtæki myndu færa þróunarstarfsemi sína úr landi. Samtök iðnaðarins segja breytingarnar frá frumvarpsdrögum „jákvæðar“ en vilja sjá meira gert sem snýr að skattahvötum.

Alma leiðir Samfylkinguna í Kraganum
Alma Möller, landlæknir, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í öðru sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, í því þriðja.

Listinn í Reykjavík norður: „Við ætlum að hrista upp í kerfinu“
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavík norður, Dagur B. Eggertsson, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, er í öðru sæti og Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður, í því þriðja.

Willum leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, mun leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjördæmissamband Framsóknar í kjördæminu hefur samþykkt framboðslistann.

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík suður staðfestur
Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 voru samþykktir á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í félagsheimili Þróttar í Laugardal í dag. Jóhann Páll leiðir í Reykjavíkurkjördæmi suður og Kristrún Frostadóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Logi leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
Logi Einarsson, alþingismaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, leiðir listann í Norðausturkjördæmi. Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, og fjórða sætið skipar Sindri Kristjánsson lögfræðingur.

Látum gusta um sjónvarpssalina og loftum út á Alþingi
Nk. miðvikudag býðst mér að fara í beina útsendingu á Stöð 2 með forsvarsmönnum annarra flokka – ef XL hefur þá náð tilskildum fjölda meðmæla. Þegar þetta er ritað, á laugardagsmorgni, vantar aðeins nokkur hundruð meðmæli.

Ingibjörg leiði Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi
Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista flokksins í kosningunum í næsta mánuði. Ingibjörg er 53 ára Borgfirðingur, frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Hún er stjórnmálafræðingur (BA) frá HÍ og með MA í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Kantaraborg í Bretlandi.

Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni
Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum.

Styrkti Kvenréttindafélagið um milljónir á síðasta ráðherradegi
Svandís Svavarsdóttir útdeildi tveimur milljónum af skúffupeningum sínum til Kvenréttindafélags Íslands sinn síðasta dag í embætti sem innviðaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Samtals hafa sjö ráðherrar ríkisstjórnar útdeilt 9.095.000 krónum í ýmis verkefni af ráðstöfunarfé á þessu ári.