
Vel heppnað lokarennsli hjá íslenska hópnum: „Hljóðið var fullkomið“
Lokarennsli Systra var að klárast og þær stóðu sig með prýði. Engin tæknivandamál í útsendingunni sem við sáum í blaðamannahöllinni. Blaðamenn klöppuðu að loknu atriði Systra.
Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.
Lokarennsli Systra var að klárast og þær stóðu sig með prýði. Engin tæknivandamál í útsendingunni sem við sáum í blaðamannahöllinni. Blaðamenn klöppuðu að loknu atriði Systra.
Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur.
Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld. Til undirbúnings, upprifjunar og stemningsauka eru hér öll framlög Íslands til Eurovision frá árinu 1990.
Partývika ársins er gengin í garð: Eurovision vikan! Fyrri undankeppnin er í kvöld og til að hefja undirbúning fyrir veisluna höfum við hent í eitt lauflétt Júrókviss.
Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Sænska stórstjarnan Cornelia var glitrandi og glæsileg á dreglinum í kjól eftir úkraínska hönnuðinn Gasanova.
„Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu.
Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag.
Love Bump 22 er ný útgáfa Love Guru af fyrsta laginu sem Boney M gáfu út, „Baby do ya wanna bump“ sem kom út árið 1975. Love Guru segir að hér sé sungið um þokkafyllsta dans sögunnar, The Bump sem á einmitt 50 ára afmæli um þessar mundir.
Eurovision keppendur skörtuðu sínum skemmtilegustu flíkum á túrkís dreglinum í gær. Hátíðin fór fram með pomp og prakt í höllinni Reggia di Venaria og Júrógarðurinn var á staðnum.
Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir.
Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.
William Lee Adams er mikill Eurovision sérfræðingur en hann heldur uppi síðunni Wiwibloggs ásamt því að starfa fyrir breska fjölmiðilinn BBC. Júrógarðurinn hitti á William hér í Tórínó og áttum við í einlægum, skemmtilegum og fallegum samræðum um Eurovision.
Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum.
Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir.
Júrógarðurinn tók púlsinn á Ellen Loftsdóttur, stílista íslenska hópsins í ár. Hún segir samstarfið hafa gengið virkilega vel og fari fram með mikilli samvinnu.
Írska rokkstjörnurnar Bono og The Edge úr hljómsveitinni U2 gerðu sér lítið fyrir og tróðu upp í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í dag.
Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn.
Opnunarhátíð Eurovision fer fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó á Ítalíu í dag. Eurovision-vikan hefst formlega með þessum viðburði en öll löndin hafa nú fengið að æfa sig á stóra sviðinu í Pala Alpitour.
Íslenski listinn er mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar enda hefur tónlistarfólk landsins verið að gera öfluga hluti.
Fyrsti dagur okkar á Eurovision var heldur betur viðburðarríkur. Við mættum í blaðamannahöllina og tókum púlsinn á Kristínu Kristjánsdóttur hjá FÁSES, félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Sólveig Birta Hannesdóttir keppti í gær í úrslitum The Voice Kids Germany. Sólveig stóð sig frábærlega en tókst ekki að vinna keppnina.
Í dag æfa í Eurovision höllinni þau fimm lönd sem eru örugg áfram á úrslitakvöldið eftir viku. Sigurvegarar síðasta árs, Ítalir, taka nokkrar æfingar á sviðinu ásamt keppendunum frá Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi.
Hljómsveitin Citi Zēni, fulltrúar Lettlands í Eurovision í ár, voru að senda frá sér skemmtilega ábreiðu af framlagi okkar Íslendinga, Með hækkandi sól.
Á miðnætti kemur út nýtt lag með rapparanum, grínistanum og rithöfundinum Dóra DNA. Dóri bregður sér þó í gervi kjúklingaofurstans Colonel Sanders í laginu.
Skipuleggjendur Eurovision tilkynntu rétt í þessu að Måneskin munu koma fram á keppninni í ár. Hljómsveitin Måneskin sigraði Eurovision í Rotterdam á síðasta ári.
Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Berdreymi inniheldur lag Þórunnar Antoníu Too Late. Lagið kom út fyrir tíu árum en það hefur rokið upp í spilunum eftir að myndin kom út. Hún tengir lagið við vináttu strákanna í myndinni og skilaboðin um að það sé aldrei of seint fyrir ástina.
Í kvöld fara fram úrslit í söngvakeppninni The Voice Kids Germany. Sólveig Birta Hannesdóttir, 13 ára Íslendingur, er einn keppanda.
Versluninni Tónspil í Neskaupstað verður skellt í lás á næstu vikum eftir 35 ára rekstur. Eigandinn segir blendnar tilfinningar einkenna tímamótin en fagnar því að áfram verði tónlistartengd starfsemi í húsinu.