

Veður

Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt
Vindur er nú víðast hvar hægur á landinu og verður bjart með köflum og hörkufrost, en það fór yfir tuttugu stig á nokkrum veðurstöðvum í nótt. Það blæs þó nokkuð við suðausturströndina og þar eru einhverjir úrkomubakkar á sveimi.

Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag
Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu.

Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs
„Fólk tekur það yfirleitt fram þegar það kemur til okkar að það sé eins gott að fara drífa sig, því það sem vofir yfir er það sem að Íslendingar þekkja því miður betur en aðrar þjóðir, vont veður.“

Kaldri norðlægri átt beint til landsins
Hæð yfir Grænlandi og lægð fyrir norðaustan land beina til okkar kaldri norðlægri átt og má víða gera ráð fyrir kalda eða strekkingi í dag og dálitlum éljum. Það verður bjart að mestu um landið suðvestanvert.

Gul viðvörun á Vestfjörðum
Gul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum til klukkan tvö í nótt.

Tvær sviðsmyndir á kjördag
Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella.

Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir yfirgnæfandi líkur á óveðri á Austurlandi og hríðarveðri á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum á kjördag. Hann segir líklegt að einhverjir vegir teppist á kjördag.

Skúrir eða slyddu en þurrt austantil
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu og skúrum eða slydduéljum, en þurrt að mestu á austanverðu landinu.

Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag
Skrifstofa Landskjörstjórnar fundaði nú síðdegis með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna þriggja, vegna aftakaveðurspár fyrir komandi kjördag. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir enn stefnt að því að kjörfundur fari fram alls staðar á laugardag, en hvorki fólk né atkvæði verði lögð í hættu.

Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag
Landskjörstjórn fundar nú síðdegis vegna slæmrar veðurspár á kjördag á Austurlandi og Norðvesturlandi.

Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag
Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku.

Hiti að sex stigum
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestanátt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, í dag. Spáð er dálitlum skúrum eða éljum, en þurrt að kalla á austanverðu landinu.

Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss
Mikill ís er í Ölfusá við Selfoss í kjölfar kuldatíðar síðustu daga, ekki síst við Selfosskirkju og Selfossbæina.

Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag
Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar.

Norðanátt og éljalofti beint til landsins
Allmikil lægð er nú yfir Skotlandi sem hreyfist í norðaustur og grynnist, en beinir norðanátt og éljalofti til landsins. Á Grænlandshafi er hins vegar vaxandi hæðarhryggur, sem þokast austur yfir landið í dag og veldur því að vindurinn dettur niður og léttir til.

Áfram kalt og bætir í vind á morgun
Hæð yfir Grænlandi og víðáttumikil lægð yfir Skandinavíu stýra veðrinu í dag þar sem búast má við norðaustlægri átt, víða stinningsgolu eða strekkingi og lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi. Það mun svo bæta þar í ofankomu seint í dag.

Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða
Útlit er fyrir norðlæga átt í dag þar sem víða verður stinningsgola en allhvasst á Austfjörðum fyrripart dags.

Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært
Leiðindafæri er víða á Austurlandi og þungfært nokkuð víða. Unnið er á mokstri en það gæti tekið tíma. Einnig er ófært um Öxi, Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði.

Áfram köld og norðlæg átt
Hæð yfir Grænlandi og lægð við vesturströnd Noregs beina áfram til okkar kaldri norðlægri átt, víða átta til fimmtán metra á sekúndu, og éljum. Lengst af verður þurrt og bjart sunnantil á landinu.

Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu
Hæð yfir Grænlandi og víðáttumikil lægð yfir Skandinavíu beina nú í sífellu heimskautalofti úr norðri til landsins. Þessi staða veðrakerfa virðist ætla að verða þrálát og því er líklegt að það verði kalt í veðri hjá okkur alla vikuna.

Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar
Gular viðvaranir vegna hríðarveðurs gilda fram eftir morgni á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. Viðvörun vegna hvassviðris eða storms gildir á Suðurausturlandi fram til klukkan 16 í dag.

Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar
Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk.

Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum
Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta skerðingum á raforku til stórnotenda á norður- og austurhluta landsins til áramóta hið minnsta. Ástæðan er sögð batnandi staða miðlunarlóna eftir hlýindin og úrkomuna undanfarið, sem leitt hafi til þess að niðurdráttur hafi stöðvast tímabundið í öllum lónum.

Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði
Norðvestan hvassviðrði eða stormur er að ganga yfir landið í dag og gular eða appelsínugular viðvaranir verða í gildi í öllum landshlutum á einhverjum tímapunkti næsta sólarhringinn og gott betur.

Sextán flugferðum aflýst
Sextán flugferðum frá Keflavíkurflugvelli sem voru á áætlun í fyrramálið hefur nú verið aflýst sökum veðurs. Búið er að gefa út gula og appelsínugula veðurviðvörun fyrir stóran hluta landsins á morgun.

Hitamet féll
Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum.

Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð
Vegagerðin hefur birt myndband sem sýnir vel umfang þeirra aurskriða sem féllu yfir veginn um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals á þriðjudag. Þar má einnig sjá starfsfólk Vegagerðarinnar við vinnu að hreinsa veginn.

Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi estra, Austurlandi og Suðausturlandi vegna norðvestan stórhríðar sem mun skella landið á morgun. Áður var búið að gefa út gular viðvaranir á landinu öllu vegna óveðursins, en gular viðvaranir verða áfram í gildi í öðrum landshlutum.

Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun
Veðurstofan gerir ráð fyrir allhvassri eða hvassri suðvestanátt í dag og hlýtt í veðri. Súld eða rigning, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert.

Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn
Veginum um Eyrarhlíð, á milli Ísafjarðar og Hnífsdals var lokað að nýju á miðnætti vegna skriðuhættu. Lögreglan ákvað þetta í gær í öryggisskyni en gert er ráð fyrir frekari úrkomu á Vestfjörðum og er óvissustig vegna skriðuhættu enn í gildi.