Veður

Veður


Fréttamynd

Von á byltingu í Blá­fjöllum í vetur

Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. 

Innlent
Fréttamynd

Dregur hratt úr úr­komu og vindi eftir há­degi

Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hring­veg­in­um á tveim­ur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði.

Innlent
Fréttamynd

Hellisheiði opnuð á ný

Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum.

Innlent
Fréttamynd

Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“

Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Veðrið gengur niður en hvessir aftur í nótt

Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu en þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag.

Veður
Fréttamynd

Ó­veðrið byrjað og bílar fastir

Björgunar­sveitir eru byrjaðar að finna fyrir veðrinu. Appel­sínu­gular veður­við­varanir eru í gildi á Norður­landi og gular við­varanir annars staðar á landinu, utan höfuð­borgar­svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Stormur og tals­verð rigning í kortunum

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan og norðan 15 til 23 metrum á sekúndu í dag og má reikna með rigningu eða slyddu um landið norðanvert. Einnig má reikna með snjókomu á heiðum þannig að færð spillist og sums staðar talsverðri eða mikilli úrkomu.

Veður
Fréttamynd

Úr­hellis­rigning í dag og stormur á morgun

Veðrið lætur vel á sér kræla næstu daga og má gera ráð fyrir mikilli rigningu í dag og norðan stormi á morgun og á miðvikudag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi í dag á suðvestanverðu og sunnanverðu landinu í dag vegna úrhellisrigningar og sömuleiðis hefur verið gefin út gul veðurviðvörun fyrir allt landið vegna norðanstormsins sem gengur á landið á morgun.

Veður
Fréttamynd

Skýjað og skúrir eða rigning sums staðar

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður suðvestanátt í dag, átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það verður skýjað og sum staðar skúrir eða rigning á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað fyrir austan. Hiti fjögur til átta stig.

Innlent
Fréttamynd

Vægt frost víða um land

Veðurstofan gerir ráð fyrir dálítilli vætu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Búist er við hægri austlægri átt og að bjart verði mestu fyrri part dags. Síðan muni þykkna upp seinnipartinn, stig. Líkur á dálítilli vætu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr vindi og líkur á nætur­frosti víða

Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Svalast norðan­til en mildara fyrir sunnan

Spáð er áframhaldandi lægðagangi fyrir sunnan og austan land sem mun beina hingað austan- og norðaustanáttum. Lægð gerist nærgöngul á morgun og verður því allhvass eða hvasst við suðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Hvasst á sunnanverðu landinu

Búast má við hvassviðri á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Skil nálgast landið úr suðaustri og snýst því í norðaustanátt í dag með kalda og stiningskalda víða og dálítilli vætu. Þó mun rofa til um landið suðvestanvert.

Innlent