Veður

Veður


Fréttamynd

Enn varað við vatnsveðri

Búast má við talsverðri rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram undir hádegi. Því eru líkur á vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil úrkoma fyrir austan

Gera má ráð fyrir talsverðri mikilli rigningu á sunnanverðu landinu til Austfjarða um helgina. Vegfarendur á leið við Reynisfjall og undir Eyjafjöllum eru varaðir við öflugum vindhviðum.

Innlent
Fréttamynd

Seyðfirðingar áhyggjufullir vegna mikilla rigninga

Íbúar á Seyðisfirði hafa áhyggjur, sem eðlilegt er af mikilli rigningu og hættu á aurskriðum í bæjarfélaginu en þar hefur rignt meira og minna síðustu viku og ekkert lát virðist vera á rigningu þar á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá

Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá.

Innlent
Fréttamynd

„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“

Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum.

Innlent
Fréttamynd

Hvassast syðst á landinu

Veðurstofan spáir austan og norðaustan fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag þar sem hvassast verður syðst á landinu.

Veður
Fréttamynd

Aukin hætta á skriðuföllum fyrir austan

Rigningin á Seyðisfirði mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna. Vegna mikillar rigningu á Suðausturlandi og Austurfjörðum síðustu viku má gera ráð fyrir að grunnvatnsstaða sé há víða á svæðinu. Enn er spáð rigningu á svæðinu í meira en viku.

Innlent
Fréttamynd

Hvasst, úr­koma og gular við­varanir

Gular viðvaranir eru í gildi við Faxaflóa, Strandir og Norðurland vestra, Suðausturland og Suðurland í dag. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndum á þessum svæðum. 

Veður
Fréttamynd

Varað við stormi á Vestfjörðum síðdegis

Gul viðvörun vegna norðaustan hvassviðris eða storms með snjókomu tekur gildi á Vestfjörðum síðdegis. Spáð er 15-23 metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum

Innlent
Fréttamynd

Hætt við flughálku á Öxnadalsheiði

Norðaustanlands skapast í dag aðstæður þar sem hætt er við frostrigningu og með flughálku, þegar milt og rakt loft flæðir yfir frostkalt yfirborð. Einkum frá Öxnadalsheiði og austur á Hérað.

Veður
Fréttamynd

Hvessir seinni­partinn og þykknar upp

Veðurstofan spáir fremur hægri, norðlægri og síðar austlægri átt og lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi og slyddu í innsveitum. Annars er búist við léttskýjuðu og fremur mildu veðri.

Veður
Fréttamynd

Ört dýpkandi lægð nálgast landið

Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða kalda eða strekkingi, og dálítilli vætu norðan- og austanlands. Annars má reikna með léttskýjuðu og að það lægi heldur í nótt. Hiti á landinu verður á bilinu núll til sjö stig, mildast syðst.

Veður
Fréttamynd

Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu

Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi.

Erlent