Hvassviðri eða súld vestantil fyrri partinn Veðurstofan spáir suðaustan hvassviðri og rigningu eða súld á vestanverðu landinu fyrri part dags. Heldur hægari vindur og þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 16. desember 2021 07:35
Líklegt að vorveður verði á rauðum jólum Talsverðar líkur eru á því að vorveður verði yfir landinu öllu í næstu viku og fram yfir jól. Nær öruggt er í það minnsta að enginn snjór muni falla þessi jól. Veður 15. desember 2021 17:47
Bætir í vind með deginum og víða líkur á skúrum eða éljum Það bætir í vind með morgninum og má búast við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu um hádegi, en heldur hvassara með suðurströndinni. Einnig hvessir um norðanvert landið í kvöld. Veður 15. desember 2021 07:34
Mjótt á munum hvort úrkoman falli í föstu eða fljótandi formi Spáð er suðvestlægri átt í dag og skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert. Fyrir norðan byrjar dagurinn á austan strekkingi og snjókomu eða slyddu en fljótlega eftir hádegi snýst einnig í suðvestlæga átt þar og rofar til, einkum á Norðausturlandi. Veður 14. desember 2021 07:10
Hvessir úr suðaustri í kvöld og þykknar upp Spáð er fremur hægri suðlægri átt með skúrum eða slydduéljum í dag, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Seinni partinn nálgast svo lægðardrag suðvestan úr hafi og fer því að hvessa úr suðaustri og þykkna upp. Veður 13. desember 2021 07:10
Hvessir í kvöld vegna ört vaxandi lægðar sem nálgast Landsmenn mega eiga von á fremur hægum vindum í dag og léttir smám saman til. Frost veður víða á bilinu núll til fimm stig. Veður 10. desember 2021 07:06
Austlægar áttir og væta með köflum Veðurstofan spáir austlægum áttum í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndum, og vætu með köflum. Úrkomulítið verður þó um landið norðvestanvert. Veður 9. desember 2021 07:53
Leik Atalanta og Villareal frestað vegna veðurs | Spilað í Kópavogi Leikur Atalanta og Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu mun fara fram á morgun þar sem veðuraðstæður í Bergamo á Ítalíu leyfa einfaldlega ekki knattspyrnuiðkun sem stendur. Sömu sögu er ekki að segja úr Kópavogi þar sem hefur einnig snjóað gríðarlega í kvöld. Fótbolti 8. desember 2021 20:25
Ekki fýsilegar aðstæður á Íslandi til að „búa til veður“ „Menn hafa í árhundruð reynt að stjórna veðrinu en það var ekki fyrr en í kringum og eftir seinni heimstyrjöldina að vísindin fóru að taka á sig einhverja mynd,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, um tilraunir manna til að hafa áhrif á veðurfar. Innlent 8. desember 2021 08:34
Stöku él og um frostmark suðvestantil Reikna má með suðlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda og björtu með köflum á norðan- og austanverðu landinu. Frost verður víða á bilinu núll til tólf stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Veður 8. desember 2021 07:18
Snjókoma með köflum norðanlands en stöku él sunnantil Landsmenn mega reikna vestan- og suðvestan kalda eða strekkingi í dag og snjókomu með köflum um landið norðanvert, en stöku él sunnanlands. Hægari vindur seinnipartinn og styttir upp fyrir norðan. Veður 7. desember 2021 07:07
Rólegra veður í kortunum eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins Mun rólegra veður er í kortunum í dag eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins. Er útlit fyrir breytilega átt í dag, yfirleitt á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Veður 6. desember 2021 07:09
Eiga erfitt með að salta götur borgarinnar vegna flughálku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökutæki og starfsmenn borgarinnar sem sjá um söltun á götum eigi í erfiðleikum vegna mikilla hálku. Innlent 6. desember 2021 06:22
Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. Innlent 5. desember 2021 17:40
Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. Innlent 5. desember 2021 16:50
Grindvíkingar hvattir til að baka piparkökur í óveðrinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stendur í ströngu í óveðrinu sem geysar yfir stóran hluta landsins. Sveitin fór óvenjulega leið til þess að hvetja fólk til að halda sig innandyra. Innlent 5. desember 2021 16:00
Mikið að gera hjá björgunarsveitum vegna óveðurs Rétt fyrir ellefu í morgun hófst óveðursvakt björgunarsveitamanna í Borgarnesi þegar tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Upp úr hádegi fóru tilkynningar að berast flestum björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins. Innlent 5. desember 2021 13:04
Gular viðvaranir um nær allt Suður- og Vesturland Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vesturhorni landsins fram eftir degi vegna veðurs. Búast má við miklu hvassviðri og mögulega snjókomu. Veður 5. desember 2021 07:48
Útlit fyrir vonskuveður og Strætó fellir niður ferðir Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir stóran hluta landsins sem taka gildi á morgun. Væntanlegt illviðri mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Innlent 4. desember 2021 20:04
Heiðskírt um land allt Bjart og fallegt er í veðri á meirihluta landsins. Heiðskírt alls staðar nema á Blönduósi og í Bolungarvík. Veður 4. desember 2021 15:53
Frost og kyrrð yfir landinu í dag Kuldateppi liggur nú yfir landinu og mældist 21,4 stiga frost við Mývatn í nótt. Það er mesta frost sem mælst hefur á landinu í vetur. Veður 4. desember 2021 07:34
Sextán stiga frost á Hellu í nótt og áfram kalt Reikna má með norðlægri átt í dag en norðan- og norðvestan kalda austast fram á kvöld. Dálítil él norðaustantil á landinu þar til síðdegis. Veður 1. desember 2021 07:12
Víða dálítil snjókoma og frost að tólf stigum Landsmenn mega reikna með fremur hægri austlægri átt og víða dálítilli snjókomu í dag. Vindur mun snúa sér til norðurs með deginum og það styttir upp sunnan- og vestanlands. Veður 30. nóvember 2021 07:06
Úrkomubakki kemur inn á land síðdegis Veðurstofan gerir ráð fyrir svalara veðri í dag en í gær. Úrkomubakki kemur inn á land síðdegis og mun úrkoman við suður- og vesturströndina vera snjókoma eða slydda, en það gæti rignt á stöku stað með hita um frostmark. Veður 29. nóvember 2021 07:06
Víða rigning en slydda til fjalla Í dag verður úrkomumeira en í gær og heldur meiri vindur en að mörgu leiti ekki svo frábrugðið. Hiti á Suður- og Vesturlandi verður að sex stigum og víða rigning en slydda til fjalla. Innlent 28. nóvember 2021 07:22
Vara við frostrigningu og mögulegri flughálku Aðstæður við suður- og vesturströndina gætu gert það að verkum að von sé á frostrigningu með flughálku. Veðurstofan segir að vegfarendur á þessum slóðum ættu að hafa varan á fram eftir degi. Innlent 27. nóvember 2021 07:15
Glitský gleðja höfuðborgarbúa Nokkur litskrúðug glitský sáust á austurhimni frá höfuðborginni í morgun. Ský af þessu tagi sjást helst um miðjan vetur við sólarupprás eða sólsetur. Veður 26. nóvember 2021 10:06
Tvö veðrakerfi mynda öflugan vindstreng á austurhluta landsins Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og kröpp lægð skammt austur af landi mynda öflugan vindstrengur á austurhluta landsins. Því gengur á með norðvestanstormi eða -roki á sunnanverðum Austfjörðum og undir Vatnajökli. Veður 26. nóvember 2021 07:09
Björgunarsveitir við öllu búnar: „Að vera ekki á ferðinni, það borgar sig aldrei“ Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á miðnætti. Finnur Smári Torfason hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar segir að meðlimir sveitarinnar séu við öllu búnir. Innlent 25. nóvember 2021 21:30
Ofsaveður í kortunum og viðvörunin orðin appelsínugul Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á miðnætti. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 45 metra á sekúndu og engu ferðaveðri. Innlent 25. nóvember 2021 11:28
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent