Fjölmiðlar

Fréttamynd

„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“

Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka.

Erlent
Fréttamynd

Segir meinta rit­skoðun á Ríkis­út­varpinu rit­stjórn

Pistlahöfundurinn þekkti Sif Sigmarsdóttir heldur því fram að hún hafi mátt sæta ritskoðun þegar hún lagði til pistla í Morgunútvarp Rásar 2 Ríkisútvarpsins. Dagskrárstjórinn segir þetta úr lausu lofti gripið, um hafi verið að ræða ritstjórn, ekki ritskoðun og á þessu tvennu sé munur.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarformaður BBC segir af sér vegna láns til Boris Johnson

Richard Sharp, stjórnarformaður Breska ríkisútvarpsins, hefur sagt af sér eftir rannsókn þar sem skipun hans í embætti var skoðuð. Sú rannsókn snerist að miklu leyti um að Sharp hafi hjálpað Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra, að fá lán árið 2021, nokkrum vikum áður en Johnson skipaði hann í starfið.

Erlent
Fréttamynd

Grant segir Sun hafa brotist inn til sín

Leikarinn Hugh Grant hefur sakað breska slúðurfréttablaðið um að hafa brotist inn í íbúð sína og komið GPS-tæki fyrir á bíl sínum í von um að komast að einhverju til að greina frá í blaðinu. Grant kom fyrir dóm í gær þar sem hann sakaði blaðið einnig um að hafa hlerað heimasímann sinn og hakkað sig inn í símsvarann.

Lífið
Fréttamynd

Jerry Springer látinn

Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. 

Erlent
Fréttamynd

Prent­vélar elsta dag­blaðs í heimi þagna

Elsta starfandi dagblað í heimi hættir að koma út á prenti eftir atkvæðagreiðslu á austurríska þinginu í dag. Blaðið hefur komið út frá árinu 1703 og sagði meðal annars frá uppgangi Mozarts og endalokum keisaraveldis Habsborgara.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn

Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna.

Erlent
Fréttamynd

Rof á út­sendingu RÚV í nótt

Bilun varð í kerfi Ríkisútvarpsins sem olli því að tímabundið rof varð á útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 á fimmta tímanum í nótt. Unnið er að því að endurræsa öll kerfi að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Don Lemon rekinn frá CNN

Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli.

Erlent
Fréttamynd

Þetta er kyn­þokka­fyllsta kona heims

Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins.

Lífið
Fréttamynd

Tucker Carlson hættur hjá Fox News

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að skoða veru RÚV á auglýsingamarkaði

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hyggjast setja á laggirnar þriggja manna starfshóp um málefni Ríkisútvarpsins. Hópnum er ætlað að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl

Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna.

Erlent