Dýr

Loftslagsbreytingar ógna tilvist keisaramörgæsarinnar
Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsartegund á jörðinni, er í bráðri hættu á að deyja út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum vegna loftslagsbreytinga. Stofnun hefur þegar orðið fyrir miklum áföllum vegna hops hafíssins við Suðurskautslandið.

Svona á nýja selalaugin í Laugardalnum að líta út
Ný selalaug mun margfalda það rúmmál sem selirnir hafa til sunds auk þess að gefa þeim möguleika á að kafa á meira dýpi. Borgarráð samþykkti í dag að fara í framkvæmdir við nýja selalaug og nýtt þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Akureyringar ekki eins ferkantaðir og margir halda
Snorri Ásmundsson myndlistarmaður og frambjóðandi er ánægður með þá stöðu sem er að myndast en nú lítur allt út fyrir að hann nái inn í bæjarstjórn Akureyrar sem oddviti Kattaframboðsins.

Bandarískur fangi greindist með fuglaflensu
Fangi í Coloradofylki í Bandaríkjunum varð á dögunum fyrsta manneskjan í Bandaríkjunum sem greinist með það afbrigði fuglaflensu sem nú geisar um landið.

Mjaldrarnir við hestaheilsu og fá nýja laug
Sérhannaðri umönnunarlaug hefur verið komið fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum svo tvær Mjaldrasystur, sem hafa síðustu mánuði verið í innilaug, geti aðlagast náttúrunni betur.

Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót.

Fuglar um allt land detta dauðir niður
Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel.

Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd
Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu.

Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum
Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti.

Lögreglu beri að aðstoða þrátt fyrir hættu á fuglaflensu
Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að þó það sé ólíklegt, þá sé ekki hægt að útiloka það að fuglaflensan smitist í önnur dýr.

Landsmenn hugi að sóttvörnum
Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla.

Rafmagnslausar og kaldar vegna sundurnagaðrar snúru
Yfir 20 kanínur bjuggu við rafmagnsleysi í meira en hálfan sólarhring eftir að ein úr hópi þeirra komst í rafmagnssnúru sem hún nagaði með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Umsjónaraðilar dýranna réðust í umfangsmiklar aðgerðir til að hlýja kanínunum, sem eru ekki vel búnar fyrir kulda.

Sex hundar, tveir kettir og fleiri dýr búa í fjölbýlishúsi á Eggertsgötu
Í fjölbýli á Eggertsgötu búa að minnsta kosti sex hundar og tveir kettir. Þeir búa með eigendum sínum á háskólasvæðinu sem hafa tengst vináttuböndum vegna dýranna.

Krúttlegur refur með hundaæði aflífaður eftir að hafa bitið níu við þinghúsið
Refur, sem vakið hefur mikla lukku á samfélagsmiðlum undanfarna daga, hefur verið fangaður og aflífaður eftir að í ljós kom að hann var með hundaæði og hafði bitið níu manns. Hann hafði verið á vappi við bandaríska þinghúsið í nokkra daga áður en hann var fangaður.

„Það stenst enginn þetta augnaráð“
Það mun vanta sjö leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eiganda leiðsöguhunds, í miðbæ Reykjavíkur í gær sem lýsti afar nánu sambandi sínu við besta vin sinn - Gaur.

„Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“
Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið.

Slátruðu 250 þúsund hreindýrum þegar vírus fannst á svæðinu
Ragnari Axelssyni langaði að skrásetja með myndum líf hreindýrahirðingjanna á Síberísku túndrunni, en til þess þurfti hann að ferðast til borgar sem aðeins var hægt að ferðast til ef manni væri boðið þangað.

Vara við fuglaflensu sem berist líklega til landsins með vorinu
Ekkert lát er á útbreiðslu skæðrar fuglaflensu í Evrópu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Sérstakar reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að flensan berist í íslenska fugla hafa verið setttar í gildi.

Rauða fjöðrin og hundar sem eru ekki gæludýr
Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi.

Fluffy fannst eftir átta mánaða þrotlausa leit: „Hún verður í straffi næstu tvær vikur“
Læðan Fluffy kom í leitirnar í gær eftir að hafa verið týnd í rúma átta mánuði en eigandi hennar gafst aldrei upp á leitinni. Fluffy var í góðu atlæti hjá eldri manni í Elliðaárdalnum þegar hún fannst fyrir tilviljun en eigandi hennar segir að hún fái framvegis ekki að fara út án þess að vera með staðsetningaról.

Tryggingafélagi gert að bæta Vegagerðinni tjón á vegi eftir að ekið var á kind
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Sjóvá til að greiða Vegagerðinni um 173 þúsund krónur vegna tjóns á vegi sem varð í kjölfar bílslyss í Skagafirði.

Lóan er komin
Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins.

Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta
Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita.

Beyglaði svanurinn lifir tiltölulega eðlilegu lífi
Bæklaður svanur hefur vanið komur sínar í tjörnina í Reykjavík. Við kíktum á svaninn, sem margir hafa áhyggjur af, og veltum upp hvað sé að honum með fuglafræðingi.

Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann
Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar.

Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri
Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag.

RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“
Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga.

Risavaxinn svartbjörn eftirlýstur af lögreglu fyrir tugi innbrota
Lögreglan í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur lýst eftir risavaxna svartbirninum „Hank the Tank“ fyrir tugi innbrota við Tahoe vatn síðasta sumar.

Laus hross vegna yfirfullra skurða
Skurðir á Suðurlandi eru víða að fyllast eða þegar orðnir fullir af snjó. Af þeim sökum eru girðingar víða á bólakafi. Vegna þessa eiga hross greiða leið út á vegi.

Tjaldur slær met: Fór beint að hitta makann
Tjaldurinn er ansi snemma á ferðinni þetta árið en tjaldur sem hefur vetursetu á Ermarsundseyjum sást í Kjós í gær. Fuglinn virðist hafa flogið í beinustu leið í átt að maka sínum eftir veturinn.