
Apple

ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða
Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump.

Snjallsímar undanskildir tollunum
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.

Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga
Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað.

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu
Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum.

Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone
Innan veggja Apple er unnið að umfangsmiklum breytingum á helstu vörum fyrirtækisins. Til stendur að gefa út þynnri og ódýrari síma og tvær týpur af samanbrjótanlegum tækjum og það mögulega á næsta ári. Markmiðið er að auka sölu tækja, sem þykir hafa vaxið hægt á undanförnum árum.

Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta
Evrópudómstóllinn hefur snúið við úrskurði neðra dómstigs í máli sambandsins gegn risafyrirtækinu Apple. Fyrirtækið mun því þurfa að greiða um 14,35 milljarða dala, plús vexti, í skatta.

Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar
Forsvarsmenn Apple kynna í dag nýjustu græjur fyrirtækisins á viðburði í Kaliforníu. Búist er við því að sýndir verði nýjustu símar fyrirtækisins, snjallúr og önnur tæki. Þá er einnig búist við því að gervigreind muni spila stóra rullu í kynningunni, sem ber titilinn: „It‘s glowtime“.

Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni
Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni.

ChatGPT og endurbætt Siri væntanlegar nýjungar Apple
Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja gervigreindartækni sem verður aðgengileg í tækjum framleiðandans, að nafni Apple Intelligence. Tæknin felur meðal annars í sér talsverða yfirhalningu á talgervlinum Siri og greiðan aðgang notenda að gervigreindartækninni ChatGPT.

Apple biðst afsökunar á auglýsingu fyrir nýjan iPad
Apple hefur beðist afsökunar vegna auglýsingar sem hefur vakið mikla reiði. Um er að ræða auglýsingu fyrir nýjan iPad en hún sýnir pressu kremja ýmsa hluti á borð við bækur, hljóðfæri og aðrar táknmyndir listarinnar.

Tekjur Apple drógust saman enn eina ferðina
Tekjur Apple drógust saman í fimmta sinn á síðustu sex ársfjórðungum. Í heildina voru tekjurnar 90,8 milljarðar dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem er fjórum prósentum minna en þær voru á sama tíma í fyrra.

Bandaríkin höfða mál gegn Apple vegna einokunar
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Apple. Tæknirisinn er sakaður um að beita einokunarstöðu sinni á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Þá hafi staða fyrirtækisins verði notuð til að halda aftur af samkeppni á hugbúnaðarmarkaði og draga úr notagildi annarra síma í samkeppni við iPhone.

Sala á iPhone-símum hríðfellur í Kína
Sala á iPhone-símum í Kína hefur dregist saman um 24 prósent fyrstu sex vikur ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Kína er einn stærsti markaður fyrirtækisins Apple sem framleiðir iPhone-símana.

Apple sektað um 270 milljarða af ESB
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis.

Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um
Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag.

Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr
Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg.

Apple veltir Samsung úr sessi
Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum.

Beittu sér gegn Apple eftir viðvörun um njósnir
Margir af þekktustu blaðamönnum Indlands og stjórnmálamenn lýstu því yfir í október að tæknifyrirtækið Apple hefði varað þá við því að tölvuþrjótar á vegum ríkis hefðu gert árás á síma þeirra og tæki. Ríkisstjórn Nardendra Modi, forsætisráðherra Indlands, brást hratt við með því að beina spjótum sínum að Apple.

Epic Games vinna mikinn sigur á Google
Google hefur misnotað aðstöðu sína til að kreista fé úr framleiðendum og takmarka samkeppni á sviði forrita fyrir snjalltæki sem nota Android-stýrikerfi Google. Þessari niðurstöðu komust kviðdómendur í máli Epic Games gegn Google að í San Francisco í gær en niðurstaðan gæti haft mikil á áhrif á stýrikerfið, sem notað er út um allan heim.

Stefna á verðhækkun hjá Netflix
Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku.

Segja heita síma Apple ekki skrifast á nýja hönnun
Forsvarsmenn Apple segja það ekki nýrri hönnun iPhone 15 að kenna að símarnir eigi það til að hitna, heldur sé að mestu um hugbúnaðargalla að ræða. Til stendur að laga þennan galla í nýrri uppfærslu fyrir iOS 17, stýrikerfi Apple.

Vivaldi bítur í Eplið
Vafrinn Vivaldi er nú aðgengilegur notendum snjalltækja Apple. Búið er að gera útgáfu af vafranum fyrir iOS stýrikerfið sem hægt er að nálgast í App Store.

Kvartað undan of heitum iPhone 15
Margir notendur iPhone 15 síma Apple hafa kvartað yfir því að símarnir hitni mjög mikið. Því hefur verið haldið fram að símar hafi orðið allt að 47 gráður en þetta virðist sérstaklega eiga við öflugri útgáfur iPhone 15.

Óli tölva segir enga hættu stafa af iPhone 12
Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva eins og hann er gjarnan kallaður, segir enga ættu stafa af farsímanum iPhone 12, en frönsk stjórnvöld felldu snjallsímann nýlega á geislunarprófi.

Apple kynnir nýjar og spennandi vörur
Síðasta þriðjudag hélt Apple árlega kynningu sína á Steve Jobs sviðinu í höfuðstöðvum sínum í Cupertino.

Ósáttir við fullyrðingar um iPhone geislun
Apple hefur heitið því að uppfæra hugbúnað í iPhone 12 snjallsímum sínum í Frakklandi eftir að frönsk stjórnvöld felldu vöruna á sérstöku geislunarprófi. Fyrirtækið segist hinsvegar ekki sættast á niðurstöður franskra yfirvalda.

Nýir símar, úr og heyrnartól
Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum.

Hlutabréf í Apple falla vegna fregna af iPhone-banni í Kína
Hlutabréf í Apple hafa fallið um sex prósent, næstum 200 milljarða dala, á aðeins tveimur dögum. Ástæðan eru fregnir af því að stjórnvöld í Kína hafi bannað opinberum starfsmönnum að nota iPhone.

Gamall iPhone seldist á tugi milljóna
Fyrsta kynslóðin af iPhone símum kom út árið 2007 og var mjög vinsæl á sínum tíma. Alls seldust um sex milljón eintök af símanum. Einn þessara síma var settur á uppboð sem lauk á dögunum með því að hann seldist á rúmlega 190 þúsund dollara. Það samsvarar um tuttugu og sjö milljónum í íslenskum krónum.

Apple kynnir spennandi nýjungar
Lykilræða Apple á WWDC ráðstefnunni í ár hefur sjaldan verið eins gjöful af tækjum og tólum. Apple kynnti nýja MacBook Air með 15” skjá, hraðari Mac Studio tölvur með M2 Max og M2 Ultra flögum og nýja Mac Pro tölvu með sömu flögum.