MeToo

Fréttamynd

Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf

Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017.

Atvinnulíf
Fréttamynd

For­maður FKA neitar að stíga frá borði

Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 

Innlent
Fréttamynd

Andrés missir titla sína

Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar.

Erlent
Fréttamynd

„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“

Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot

Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði.

Innlent
Fréttamynd

Enn um afturköllun

Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn féllu af stalli fyrir skömmu í kjölfar frásagnar ungrar konu í hlaðvarpsþætti. Lýsingar á atvikum í heitum potti og á hótelherbergi í golfferð urðu til þess að fimmmenningarnir hafa misst spón úr aski sínum.

Skoðun
Fréttamynd

„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“

„Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“

Innlent
Fréttamynd

Karl­menn sem eiga erfitt með um­ræðuna

Reiðin sem blossaði upp innra með mér eftir fréttir fimmtudagsins er nátengd reiðinni sem ég fann fyrir jól eftir að hafa farið á bar með vinkonum mínum þar sem stór hópur karlmanna, um og yfir fimmtugt, var þegar staddur.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm villur

Manst þú Ísland fyrir ósiðaskiptin? Manst þú þegar byrjað var að segja óþægilega hluti hérna; gagnrýna forseta lýðveldisins, hafa ekki bara skoðanir á dómum heldur dómurum, stugga við biskupum? Þetta var svona uppúr því þegar Berlínarmúrinn féll. Ekki fyrr.

Skoðun
Fréttamynd

Segir lækið sýna sam­kennd en enga af­stöðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Er ekki bara best að sleppa þumlinum?

Undanfarna mánuði hefur ítrekað ratað í fréttir að háttsett fólk innan þjóðfélagsins setji like, eða jafnvel hjörtu eða önnur tjákn á umdeildar færslur. Þá virðist alltaf sama umræðan fara af stað, hvort verið sé að oftúlka gjörninginn eða hvort sá sem setti þumal á tiltekna færslu sé með gjörningnum að taka afstöðu í viðkvæmu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Endir með­virkninnar

Síðustu daga og vikur hef ég fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum. Í stað þess að hengja sig í skilgreiningar greina þær frá málavöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað.

Skoðun