Þjóðadeild karla í fótbolta

Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu
Arnar Gunnlaugsson stýrði í dag sinni fyrstu æfingu sem þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur birt myndir af æfingunni þar sem gleðin var við völd.

Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli
Fyrirliði landsliðs Kósóvó, sem mætir Íslandi í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í vikunni, fór meiddur af velli í leik liðs síns um helgina.

Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segist ekki hafa áttað sig á því hversu tímafrekt starfið yrði. Líkt og hjá félagsliðum virðist vanta fleiri klukkustundir í sólarhringinn.

Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra í fótbolta, vill gera sitt til að draga úr mikilli togstreitu sem virðist vera á milli írsku úrvalsdeildarinnar og írska knattspyrnusambandsins. Glas af öli og spjall við háværustu þjálfara írsku deildarinnar gæti verið lausnin.

Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, býr sig undir umspil um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, rétt eins og íslenska landsliðið. Hann kynnti hóp sinn fyrir verkefnið í dag.

Hitti Arnór á Anfield
Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli.

Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023
Athygli vakti að Aron Einar Gunnarsson hafi verið valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar fyrir komandi leiki karlalandsliðsins í fótbolta við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar. Misjafnar skoðanir eru á valinu.

Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar
„Þetta er virkilega góð tilfinning,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um valið á hans fyrsta leikmannahópi. Arnar kynnti 23 manna hópinn sem tekst á við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í mánuðinum.

Orri nýr fyrirliði Íslands
Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag.

Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars
Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kynnti sinn fyrsta landsliðshóp og sat fyrir svörum í beinni útsendingu á Vísi, á blaðamannafundi KSÍ í Laugardal.

Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp í starfi á miðvikudaginn kemur.

Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti
Heimir Hallgrímsson var gestur í hinum vinsæla spjallþætti Late Late Show í írska sjónvarpinu í gærkvöld og svaraði þar fyrir sig eftir harkalega gagnrýni Stephen Bradley, þjálfara írska liðsins Shamrock Rovers.

Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum einvígi við landsliðs Búlgaríu sem er allt í einu orðið þjálfaralaust eftir talsverða ringulreið.

Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“
Gylfi Þór Sigurðsson hefur rætt við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson eftir að hann tók við störfum og vonast til að spila leiki Íslands við Kósóvó síðar í þessum mánuði.

Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi
Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni.

Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar.

Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur
Miðasala er hafin á næsta heimaleik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þann fyrsta sem Ísland spilar á erlendri grundu.

„Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“
Samstarf Heimis Hallgrímssonar og Guðmundar Hreiðarssonar teygir sig mörg ár aftur í tímann og hefur Guðmundur fylgt Eyjamanninum í alls konar ævintýri víðs vegar um heiminn. Hann segir erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi sem laði fram það besta í fólki.

Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni
Heimaleikur Íslands í umspili B-deildar Þjóðadeildarinnar gegn Kósóvó verður leikinn á Estadio Enrique Roca í Murcia á Spáni þann 23. mars næstkomandi. Þetta staðfestir KSÍ í yfirlýsingu.

Hareide hættur með landsliðið
Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk.

Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í umspilinu um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð.

Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum
Dregið var í umspil fyrir Þjóðadeild karla í fótbolta í dag. Einnig var dregið í átta liða úrslit A-deildarinnar.

Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar
Danska knattspyrnusambandið hefur sótt um það hjá Knattspyrnusambandi Evrópu að fá að hýsa úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar í júní á næsta ári.

Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“
Knattspyrnusamband Kósovó telur UEFA ýta undir rasisma með ákvörðun sinni um að dæma Rúmeníu 3-0 sigur gegn Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta. Kósovóar ætlar að leita til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, og Svíar fylgjast spenntir með.

Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.

UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni
Knattspyrnusamband Evrópu hefur viðurkennt að dómarar í VAR-herberginu hafi gert mistök í leik í Þjóðadeildinni í gær.

Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið ákvörðun með leik Rúmeníu og Kósóvó sem var hætt þegar Kósóvómenn gengu af velli eftir kynþáttaníð rúmenskra áhorfenda.

Tók fram úr Haaland og varð markahæstur
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres er svo sannarlega sjóðheitur þessa dagana og hann afrekaði það að verða markahæstur í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar sem nú er lokið.

Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund
Blaðamannafundirnir verða vart styttri en hjá þjálfara danska karlalandsliðsins í fótbolta, Brian Riemer, eftir leikinn gegn Serbíu í Þjóðadeildinni í gær. Fundurinn stóð í heilar tuttugu sekúndur.