Heilbrigðismál „Krabbameinslækningar hér á heimsmælikvarða en huga þarf að endurhæfingu“ Lífslíkur og lífsgæði krabbameinsgreindra hér á landi eru með því fremsta sem þekkist í heiminum, að sögn formanns félags krabbameinslækna. Krabbameinsgreindum muni hins vegar fjölga mikið á næstu áratugum og því mikilvægt að huga að öflugri endurhæfingu. Innlent 30.1.2021 20:02 Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 30.1.2021 10:01 Að lifa og deyja með reisn Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Skoðun 30.1.2021 07:00 Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Innlent 29.1.2021 21:14 Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Erlent 29.1.2021 15:19 Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna. Innlent 29.1.2021 12:06 Kvensjúkdómalæknir segir Kristján ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu Benedikt Óskars Sveinsson, kvensjúkdómalæknir sem starfaði á tuttugu ára tímabili fyrir Krabbameinsfélag Íslands segir Kristján Oddsson ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu í hefndarskyni eftir að hafa verið sagt upp þar fyrir nokkrum árum. Innlent 28.1.2021 22:01 Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 28.1.2021 20:02 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. Lífið 28.1.2021 16:30 Krabbameinsfélagið sakar Kristján um lygar: Ráðuneytið vissi í október að tvöþúsund sýni yrðu ógreind í árslok Heilbrigðisráðuneytið vissi fullvel að um tvöþúsund leghálssýni yrðu óskoðuð í árslok, þegar skimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Þetta sýna tölvupóstsamskipti milli formanns KÍ og ráðuneytisins. Innlent 28.1.2021 15:57 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. Erlent 28.1.2021 12:45 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. Innlent 27.1.2021 22:04 Berst við heilaþoku og ofurþreytu eftir alvarlega Covid-sýkingu í vor Einn þeirra sem er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor. Hann þjáist af síþreytu og hefur örmagnast við minnsta álag. Heilaþokan leikur hann grátt, kaffibragðið er ekki eins og áður - en hann er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragðskynið breyttist. Innlent 27.1.2021 21:00 Fyrsti hópurinn sem var útskrifaður af Reykjalundi á enn eftir að ná sér Fyrsti hópurinn hefur verið útskrifaður úr sex vikna meðferð á Reykjalundi en á enn eftir að ná sér að fullu. Innlent 27.1.2021 20:17 Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. Innlent 27.1.2021 19:01 Gjöld vegna Covid-19 vottorðs geta margfaldað ferðakostnað Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku. Viðskipti innlent 26.1.2021 13:11 Furðar sig á seinagangi við upptöku skimana fyrir ristilkrabbameini Öll Norðurlöndin utan Íslands eru með reglubundna skimun fyrir krabbameini í ristli. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins furðar sig á því að sú skimun hafi ekki verið tekin upp þegar þjónustan færðist til heilsugæslunnar. Innlent 26.1.2021 10:06 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. Innlent 25.1.2021 23:54 Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. Innlent 25.1.2021 16:58 Betra skipulag hefði mögulega komið í veg fyrir að sýnin stæðu óhreyfð Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir fyrirætlanir um að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini, sem síðar var frestað, skerða traust kvenna til skimana. Þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir að leghálssýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi. Innlent 24.1.2021 20:31 Segir löngu tímabært að afnema refsistefnuna Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna og vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir þetta skref í rétta átt enda sé löngu tímabært að afnema þá refsistefnu sem hafi ekki skilað árangri Innlent 23.1.2021 21:30 Óttast að fleiri hafi gleymst við boðun í bólusetningu Salóme Mist Kristjánsdóttir óttast að fleiri í hennar stöðu hafi lent í því að gleymast í kerfinu við boðun í bólusetningu gegn covid-19. Í gær fékk hópur fólks sem nýtir svokallaða NPA-þjónustu fyrstu sprautuna af bóluefni gegn covid-19. Salóme aftur á móti, sem þarf aðstoð við allar daglegar athafnir og er notandi sambærilegrar þjónustu hjá Kópavogsbæ, fékk aftur á móti ekkert boð í bólusetningu. Innlent 23.1.2021 16:30 Bráðaofnæmi algengara í tilviki bólusetningar Pfizer en annarra bólusetninga 137 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Sóttvarnalæknir segir rannsóknir sýna að bráðaofnæmi sé algengara í tilviki bóluenis Pfizer en annarra bólusetninga. Innlent 23.1.2021 13:24 Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina „Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna. Innlent 22.1.2021 12:12 Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag. Innlent 22.1.2021 08:38 Að minnsta kosti 54 af 63 þingmönnum hyggjast þiggja bólusetningu gegn Covid-19 Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna hyggst þiggja bólusetningu gegn Covid-19, samkvæmt svörum við fyrirspurn Vísis. 54 segja annað hvort já eða hefðu sagt já ef þeir hefðu ekki þegar fengið sjúkdóminn. Innlent 22.1.2021 08:27 109 tilkynningar borist vegna gruns um aukaverkun Alls hafa 109 tilkynningar borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Þar af eru 75 vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech og 34 vegna Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar, ein í tengslum við bóluefni Moderna. Búið er að bólusetja 5.725 einstaklinga hér á landi með fyrri skammti. Innlent 21.1.2021 20:41 Brynjar tróð góðum nikótínkodda í vör á forsetastóli Ýmsir sem fylgdust með umræðum á þinginu í gær ráku upp stór augu þegar Brynjar Níelsson, í sæti forseta Alþingis, dró fram bauk úr vasa sínum. Innlent 21.1.2021 10:04 Höfðu varað við því að heilsugæslan væri ekki tilbúin Kvensjúkdómalæknar höfðu varað við því að heilsugæslan væri ekki í stakk búin til að taka yfir krabbameinsskimanir um áramótin. Þeir segja of mikla óvissu ríkja sem auki líkur á mistökum. Kona sem greindist með alvarlegar frumubreytingar fær engin svör um hvenær hún fær að fara í frekari rannsóknir. Innlent 20.1.2021 19:45 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. Innlent 20.1.2021 18:24 « ‹ 101 102 103 104 105 106 107 108 109 … 212 ›
„Krabbameinslækningar hér á heimsmælikvarða en huga þarf að endurhæfingu“ Lífslíkur og lífsgæði krabbameinsgreindra hér á landi eru með því fremsta sem þekkist í heiminum, að sögn formanns félags krabbameinslækna. Krabbameinsgreindum muni hins vegar fjölga mikið á næstu áratugum og því mikilvægt að huga að öflugri endurhæfingu. Innlent 30.1.2021 20:02
Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 30.1.2021 10:01
Að lifa og deyja með reisn Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Skoðun 30.1.2021 07:00
Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Innlent 29.1.2021 21:14
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Erlent 29.1.2021 15:19
Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna. Innlent 29.1.2021 12:06
Kvensjúkdómalæknir segir Kristján ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu Benedikt Óskars Sveinsson, kvensjúkdómalæknir sem starfaði á tuttugu ára tímabili fyrir Krabbameinsfélag Íslands segir Kristján Oddsson ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu í hefndarskyni eftir að hafa verið sagt upp þar fyrir nokkrum árum. Innlent 28.1.2021 22:01
Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 28.1.2021 20:02
„Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. Lífið 28.1.2021 16:30
Krabbameinsfélagið sakar Kristján um lygar: Ráðuneytið vissi í október að tvöþúsund sýni yrðu ógreind í árslok Heilbrigðisráðuneytið vissi fullvel að um tvöþúsund leghálssýni yrðu óskoðuð í árslok, þegar skimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Þetta sýna tölvupóstsamskipti milli formanns KÍ og ráðuneytisins. Innlent 28.1.2021 15:57
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. Erlent 28.1.2021 12:45
Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. Innlent 27.1.2021 22:04
Berst við heilaþoku og ofurþreytu eftir alvarlega Covid-sýkingu í vor Einn þeirra sem er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor. Hann þjáist af síþreytu og hefur örmagnast við minnsta álag. Heilaþokan leikur hann grátt, kaffibragðið er ekki eins og áður - en hann er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragðskynið breyttist. Innlent 27.1.2021 21:00
Fyrsti hópurinn sem var útskrifaður af Reykjalundi á enn eftir að ná sér Fyrsti hópurinn hefur verið útskrifaður úr sex vikna meðferð á Reykjalundi en á enn eftir að ná sér að fullu. Innlent 27.1.2021 20:17
Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. Innlent 27.1.2021 19:01
Gjöld vegna Covid-19 vottorðs geta margfaldað ferðakostnað Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku. Viðskipti innlent 26.1.2021 13:11
Furðar sig á seinagangi við upptöku skimana fyrir ristilkrabbameini Öll Norðurlöndin utan Íslands eru með reglubundna skimun fyrir krabbameini í ristli. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins furðar sig á því að sú skimun hafi ekki verið tekin upp þegar þjónustan færðist til heilsugæslunnar. Innlent 26.1.2021 10:06
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. Innlent 25.1.2021 23:54
Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. Innlent 25.1.2021 16:58
Betra skipulag hefði mögulega komið í veg fyrir að sýnin stæðu óhreyfð Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir fyrirætlanir um að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini, sem síðar var frestað, skerða traust kvenna til skimana. Þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir að leghálssýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi. Innlent 24.1.2021 20:31
Segir löngu tímabært að afnema refsistefnuna Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna og vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir þetta skref í rétta átt enda sé löngu tímabært að afnema þá refsistefnu sem hafi ekki skilað árangri Innlent 23.1.2021 21:30
Óttast að fleiri hafi gleymst við boðun í bólusetningu Salóme Mist Kristjánsdóttir óttast að fleiri í hennar stöðu hafi lent í því að gleymast í kerfinu við boðun í bólusetningu gegn covid-19. Í gær fékk hópur fólks sem nýtir svokallaða NPA-þjónustu fyrstu sprautuna af bóluefni gegn covid-19. Salóme aftur á móti, sem þarf aðstoð við allar daglegar athafnir og er notandi sambærilegrar þjónustu hjá Kópavogsbæ, fékk aftur á móti ekkert boð í bólusetningu. Innlent 23.1.2021 16:30
Bráðaofnæmi algengara í tilviki bólusetningar Pfizer en annarra bólusetninga 137 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Sóttvarnalæknir segir rannsóknir sýna að bráðaofnæmi sé algengara í tilviki bóluenis Pfizer en annarra bólusetninga. Innlent 23.1.2021 13:24
Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina „Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna. Innlent 22.1.2021 12:12
Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag. Innlent 22.1.2021 08:38
Að minnsta kosti 54 af 63 þingmönnum hyggjast þiggja bólusetningu gegn Covid-19 Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna hyggst þiggja bólusetningu gegn Covid-19, samkvæmt svörum við fyrirspurn Vísis. 54 segja annað hvort já eða hefðu sagt já ef þeir hefðu ekki þegar fengið sjúkdóminn. Innlent 22.1.2021 08:27
109 tilkynningar borist vegna gruns um aukaverkun Alls hafa 109 tilkynningar borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Þar af eru 75 vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech og 34 vegna Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar, ein í tengslum við bóluefni Moderna. Búið er að bólusetja 5.725 einstaklinga hér á landi með fyrri skammti. Innlent 21.1.2021 20:41
Brynjar tróð góðum nikótínkodda í vör á forsetastóli Ýmsir sem fylgdust með umræðum á þinginu í gær ráku upp stór augu þegar Brynjar Níelsson, í sæti forseta Alþingis, dró fram bauk úr vasa sínum. Innlent 21.1.2021 10:04
Höfðu varað við því að heilsugæslan væri ekki tilbúin Kvensjúkdómalæknar höfðu varað við því að heilsugæslan væri ekki í stakk búin til að taka yfir krabbameinsskimanir um áramótin. Þeir segja of mikla óvissu ríkja sem auki líkur á mistökum. Kona sem greindist með alvarlegar frumubreytingar fær engin svör um hvenær hún fær að fara í frekari rannsóknir. Innlent 20.1.2021 19:45
Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. Innlent 20.1.2021 18:24