Austurríki Orri meistari í fyrsta leik Íslenski körfuboltamaðurinn Orri Gunnarsson byrjar atvinnumannaferilinn vel með austurríska félaginu Swans Gmunden. Körfubolti 2.10.2023 17:00 Íbúar Hallstatt mótmæla massatúrisma Íbúar í austurríska smábænum Hallstatt hafa mótmælt þeim gríðarlega straumi ferðamanna sem liggur til bæjarins allan ársins hring. Íbúarnir stöðvuðu í gær umferð um jarðgöng sem er aðalumferðaræðin inn í bæinn. Erlent 28.8.2023 07:47 Breyta fæðingarstað Hitlers í lögreglustöð Innanríkisráðuneyti Austurríkis hefur tilkynnt að til standi að breyta húsinu þar sem Adolf Hitler fæddist í lögreglustöð. Gagnrýnendur hafa sagt einræðisherrann hafa dreymt um að fæðingarstaðnum yrði breytt í stjórnsýsluhús og yfirvöld séu því að uppfylla óskir hans. Erlent 22.8.2023 11:05 Fyrrverandi kanslari ákærður fyrir meinsæri Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu. Erlent 18.8.2023 11:48 Icelandair flýgur til Innsbruck næsta vetur Icelandair hefur bætt nýjum skíðaáfangastað við áætlun sína næsta vetur, borginni Innsbruck í Austurríki. Flogið verður frá 27. janúar til 2. mars. Viðskipti innlent 12.7.2023 15:46 Hugðust gera árás á Pride-gönguna í Vín Lögregluyfirvöld í Austurríki handtóku þrjá menn um helgina sem eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um árás á árlegu LGBTQ+ Pride-gönguna í Vín, sem fram fór á laugardag. Erlent 19.6.2023 07:51 Íslendingar fá engar bætur vegna hópsýkingar í Ischgl Alríkisdómstóll í Austurríki hefur sýknað austurríska ríkið í máli covid sjúklings sem smitaðist í skíðabænum Ischgl. Ischgl komst í heimsfréttirnar í upphafi faraldursins þegar stóran hluta smita Evrópu mátti rekja þangað. Innlent 1.6.2023 14:58 Óperustjarnan Grace Bumbry er látin Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar. Menning 9.5.2023 06:54 Prentvélar elsta dagblaðs í heimi þagna Elsta starfandi dagblað í heimi hættir að koma út á prenti eftir atkvæðagreiðslu á austurríska þinginu í dag. Blaðið hefur komið út frá árinu 1703 og sagði meðal annars frá uppgangi Mozarts og endalokum keisaraveldis Habsborgara. Viðskipti erlent 27.4.2023 14:07 Páll Pampichler Pálsson er látinn Páll Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri og tónskáld er látinn. Hann lést í heimaborg sinni í Graz í Austurríki þann 10. febrúar. Innlent 11.2.2023 19:04 Tíu létust í snjóflóðum í Ölpunum Tíu manns létu lífið um helgina í snjóflóðum á ýmsum stöðum, bæði í austurríska og svissneska hluta Alpafjallanna. Meirihluti þeirra látnu voru erlendir ferðamenn. Erlent 5.2.2023 16:18 Stofnandi Red Bull látinn Austurríski milljarðamæringurinn Dietrich Mateschitz, stofnandi orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, er látinn 78 ára að aldri. Erlent 23.10.2022 08:35 Van der Bellen endurkjörinn sem forseti Austurríkis Alexander Van der Bellen var endurkjörinn sem forseti Austurríkis í forsetakosningum sem fram fóru í gær. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá innanríkisráðuneyti landsins fékk van der Bellen hreinan meirihluta atkvæða, en sjö voru í framboði. Erlent 10.10.2022 07:16 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. Erlent 4.10.2022 09:56 Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. Menning 26.9.2022 10:23 Opna sýninguna Sjávarmál í Austurríki: „Sjórinn sem er okkur Íslendingum svo mikilvægur“ Í gær opnaði sérstakur listviðburður í Austurríki að frumkvæði Kristínar A. Árnadóttur sendiherra Íslands gagnvart Austurríki. Viðburðurinn verður opinn um helgina og koma ýmsir íslenskir listamenn við sögu. Menning 17.9.2022 14:00 Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. Viðskipti erlent 10.8.2022 14:34 Dularfull hola myndaðist á vellinum í Austurríki Margt gekk á afturfótunum er Austurríki og Danmörk áttust við Ernst Happel-vellinum í Austurríki í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Leikurinn frestaðist töluvert vegna rafmagnsleysis á vellinum áður en stór hola myndaðist á vellinum í leikslok. Fótbolti 7.6.2022 16:00 Tekur við austurríska landsliðinu en heldur áfram hjá United Ralf Rangnick hefur verið ráðinn þjálfari austurríska landsliðsins. Hann heldur samt áfram að starfa fyrir Manchester United. Enski boltinn 29.4.2022 11:04 Bannað að nota Google Analytics á vefsíðum sínum Austurríska persónuverndarstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum þar í landi sé óheimilt að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics) á vefsíðum sínum. Viðskipti erlent 28.1.2022 10:58 Fyrrverandi hermaður næsti kanslari Austurríkis Austurríski stjórnarflokkurinn Þjóðarflokkurinn, ÖVP, valdi í morgun innanríkisráðherrann Karl Nehammer sem nýjan formann. Sem slíkur mun hann taka við embætti kanslara landsins. Erlent 3.12.2021 12:47 Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. Erlent 2.12.2021 09:43 Engar ákærur vegna smita í skíðabænum Ischgl Saksóknari hefur tekið ákvörðun um að ákæra ekki vegna fjölda Covid-smita í skíðabænum Ischgl í Austurríki. Níu einstaklingar, þar af fjórir embættismenn, höfðu verið til rannsóknar eftir þúsundir ferðamanna smituðust af kórónuveirunni í bænum. Erlent 24.11.2021 20:44 Fjöldi mótmælir nýjum og ströngum sóttvarnaaðgerðum Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi í Austurríki á miðnætti vegna kórónuveirufaraldursins og er öllum landsmönnum gert að halda sig heima næstu tíu dagana hið minnsta. Erlent 22.11.2021 07:00 Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld. Erlent 21.11.2021 11:34 Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. Erlent 20.11.2021 22:20 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. Erlent 19.11.2021 07:41 Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. Erlent 14.11.2021 14:44 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. Erlent 12.11.2021 07:59 Vínarborg byrjar á OnlyFans Ferðamálastofa Vínarborgar í Austurríki hefur opnað OnlyFans-aðgang í þeim tilgangi að birta listaverk sem talin eru of kynferðisleg fyrir aðra samfélagsmiðla. Menning 16.10.2021 12:10 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 8 ›
Orri meistari í fyrsta leik Íslenski körfuboltamaðurinn Orri Gunnarsson byrjar atvinnumannaferilinn vel með austurríska félaginu Swans Gmunden. Körfubolti 2.10.2023 17:00
Íbúar Hallstatt mótmæla massatúrisma Íbúar í austurríska smábænum Hallstatt hafa mótmælt þeim gríðarlega straumi ferðamanna sem liggur til bæjarins allan ársins hring. Íbúarnir stöðvuðu í gær umferð um jarðgöng sem er aðalumferðaræðin inn í bæinn. Erlent 28.8.2023 07:47
Breyta fæðingarstað Hitlers í lögreglustöð Innanríkisráðuneyti Austurríkis hefur tilkynnt að til standi að breyta húsinu þar sem Adolf Hitler fæddist í lögreglustöð. Gagnrýnendur hafa sagt einræðisherrann hafa dreymt um að fæðingarstaðnum yrði breytt í stjórnsýsluhús og yfirvöld séu því að uppfylla óskir hans. Erlent 22.8.2023 11:05
Fyrrverandi kanslari ákærður fyrir meinsæri Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu. Erlent 18.8.2023 11:48
Icelandair flýgur til Innsbruck næsta vetur Icelandair hefur bætt nýjum skíðaáfangastað við áætlun sína næsta vetur, borginni Innsbruck í Austurríki. Flogið verður frá 27. janúar til 2. mars. Viðskipti innlent 12.7.2023 15:46
Hugðust gera árás á Pride-gönguna í Vín Lögregluyfirvöld í Austurríki handtóku þrjá menn um helgina sem eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um árás á árlegu LGBTQ+ Pride-gönguna í Vín, sem fram fór á laugardag. Erlent 19.6.2023 07:51
Íslendingar fá engar bætur vegna hópsýkingar í Ischgl Alríkisdómstóll í Austurríki hefur sýknað austurríska ríkið í máli covid sjúklings sem smitaðist í skíðabænum Ischgl. Ischgl komst í heimsfréttirnar í upphafi faraldursins þegar stóran hluta smita Evrópu mátti rekja þangað. Innlent 1.6.2023 14:58
Óperustjarnan Grace Bumbry er látin Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar. Menning 9.5.2023 06:54
Prentvélar elsta dagblaðs í heimi þagna Elsta starfandi dagblað í heimi hættir að koma út á prenti eftir atkvæðagreiðslu á austurríska þinginu í dag. Blaðið hefur komið út frá árinu 1703 og sagði meðal annars frá uppgangi Mozarts og endalokum keisaraveldis Habsborgara. Viðskipti erlent 27.4.2023 14:07
Páll Pampichler Pálsson er látinn Páll Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri og tónskáld er látinn. Hann lést í heimaborg sinni í Graz í Austurríki þann 10. febrúar. Innlent 11.2.2023 19:04
Tíu létust í snjóflóðum í Ölpunum Tíu manns létu lífið um helgina í snjóflóðum á ýmsum stöðum, bæði í austurríska og svissneska hluta Alpafjallanna. Meirihluti þeirra látnu voru erlendir ferðamenn. Erlent 5.2.2023 16:18
Stofnandi Red Bull látinn Austurríski milljarðamæringurinn Dietrich Mateschitz, stofnandi orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, er látinn 78 ára að aldri. Erlent 23.10.2022 08:35
Van der Bellen endurkjörinn sem forseti Austurríkis Alexander Van der Bellen var endurkjörinn sem forseti Austurríkis í forsetakosningum sem fram fóru í gær. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá innanríkisráðuneyti landsins fékk van der Bellen hreinan meirihluta atkvæða, en sjö voru í framboði. Erlent 10.10.2022 07:16
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. Erlent 4.10.2022 09:56
Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. Menning 26.9.2022 10:23
Opna sýninguna Sjávarmál í Austurríki: „Sjórinn sem er okkur Íslendingum svo mikilvægur“ Í gær opnaði sérstakur listviðburður í Austurríki að frumkvæði Kristínar A. Árnadóttur sendiherra Íslands gagnvart Austurríki. Viðburðurinn verður opinn um helgina og koma ýmsir íslenskir listamenn við sögu. Menning 17.9.2022 14:00
Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. Viðskipti erlent 10.8.2022 14:34
Dularfull hola myndaðist á vellinum í Austurríki Margt gekk á afturfótunum er Austurríki og Danmörk áttust við Ernst Happel-vellinum í Austurríki í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Leikurinn frestaðist töluvert vegna rafmagnsleysis á vellinum áður en stór hola myndaðist á vellinum í leikslok. Fótbolti 7.6.2022 16:00
Tekur við austurríska landsliðinu en heldur áfram hjá United Ralf Rangnick hefur verið ráðinn þjálfari austurríska landsliðsins. Hann heldur samt áfram að starfa fyrir Manchester United. Enski boltinn 29.4.2022 11:04
Bannað að nota Google Analytics á vefsíðum sínum Austurríska persónuverndarstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum þar í landi sé óheimilt að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics) á vefsíðum sínum. Viðskipti erlent 28.1.2022 10:58
Fyrrverandi hermaður næsti kanslari Austurríkis Austurríski stjórnarflokkurinn Þjóðarflokkurinn, ÖVP, valdi í morgun innanríkisráðherrann Karl Nehammer sem nýjan formann. Sem slíkur mun hann taka við embætti kanslara landsins. Erlent 3.12.2021 12:47
Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. Erlent 2.12.2021 09:43
Engar ákærur vegna smita í skíðabænum Ischgl Saksóknari hefur tekið ákvörðun um að ákæra ekki vegna fjölda Covid-smita í skíðabænum Ischgl í Austurríki. Níu einstaklingar, þar af fjórir embættismenn, höfðu verið til rannsóknar eftir þúsundir ferðamanna smituðust af kórónuveirunni í bænum. Erlent 24.11.2021 20:44
Fjöldi mótmælir nýjum og ströngum sóttvarnaaðgerðum Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi í Austurríki á miðnætti vegna kórónuveirufaraldursins og er öllum landsmönnum gert að halda sig heima næstu tíu dagana hið minnsta. Erlent 22.11.2021 07:00
Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld. Erlent 21.11.2021 11:34
Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. Erlent 20.11.2021 22:20
Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. Erlent 19.11.2021 07:41
Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. Erlent 14.11.2021 14:44
Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. Erlent 12.11.2021 07:59
Vínarborg byrjar á OnlyFans Ferðamálastofa Vínarborgar í Austurríki hefur opnað OnlyFans-aðgang í þeim tilgangi að birta listaverk sem talin eru of kynferðisleg fyrir aðra samfélagsmiðla. Menning 16.10.2021 12:10