Hafnarfjörður

Stílhreinn glæsileiki í Hafnarfirði
Við Mávahraun í Hafnarfirði er að finna 267 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 2002. Búið er að endurnýjað eignina að miklu leyti þar sem nostrað hefur verið við hvert smáatriði.

Rækta grænmetið undir fótum viðskiptavina
Nýr veitingastaður var að opna í stóru gróðurhúsi með glergólfi þar sem ræktað er grænmeti undir glergólfinu. Staðurinn heitir Sól veitingastaður.

Rafmagnslaust í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ
Háspennubilun er í Hafnarfirði, á Álftanesi og í stórum hluta Garðabæjar og því víða rafmagnslaust. HS Veitur vinna að viðgerðum.

Talinn raðnauðgari sem nýti sér sofandi konur
Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum auk þess að taka upp myndefni af þeim án leyfis. Bótakröfur brotaþola nema tæplega tuttugu milljónum króna.

Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir vinnuslys í Hafnarfirði
Tveir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar eftir vinnuslys í Hafnarfirði fyrir skömmu. Þetta staðfestir Þorsteinn Gunnarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Bylting í skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar
Í dag var gengið frá samkomulagi um mestu framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Alger bylting verður á í nýjum húsakosti bókasafns bæjarins, að sögn bæjarstjórans.

Létu ungmenni millifæra á sig fé með ofbeldi og hótunum
Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs.

Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn
Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Atlaga að kjarasamningum
Hafnarfjarðarbær hefur gefið það út að börn í Hafnarfirði eigi héðan í frá að koma með liti og blýanta í skólann til að „sporna gegn sóun“. Það gefur auga leið að sóun lita verður miklu meiri ef öll börn þurfa að eiga gulan, rauðan, grænan og bláan, og auðvitað tré, vax og túss, til að mæta með í skólann.

Tæplega 40 lekar komið upp
Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

Hvetja fólk til að láta vita af lekum
Veitur biðla til fólks sem vör hafa orðið fyrir leka í kjölfar heitavatnsleysisins á höfuðborgarsvæðinu að hringja í neyðarsíma þeirra og láta vita af þeim.

Hafa þurft að skrúfa fyrir vatnið víða vegna leka
Veitur hafa þurft að skrúfa fyrir heitt vatn á litlum og afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu vegna leka eftir að heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina. Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir lekana á dreifðu svæði og að unnið sé að því að laga þá.

Áætlað að vinnu ljúki við Suðuræð á miðnætti
Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað er að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heitu vatni hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin.

Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun
Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis.

Engin útköll vegna vatnsleka í nótt
Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka.

Óvenjumörg útköll vegna vatnsleka á höfuðborgarsvæðinu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2.

Þurfa að leita annað í sund
Þónokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað í vikunni vegna framkvæmda Veitna. Heitavatnslaust verður víða á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.

Höfuðkúpubrotnaði í vinnuslysi í Hafnarfirði
Maður slasaðist alvarlega í vinnuslysi við Hringhellu í Hafnarfirði á miðvikudag. Hann var að vinna við lagfæringu á hurð á vinnugámi en fékk hurðina með miklu afli í höfuðið á sér.

Tugir barna á bið eftir leikskólaplássi á höfuðborgarsvæðinu
Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós.

Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust
Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum.

Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur
Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla.

Skotvopnaleyfi afturkallað og byssa gerð upptæk
Karlmaður á miðjum aldri brást illa við afturköllun á skotvopnaleyfi hans, og kalla þurfti til sérsveitarinnar og samningamanna að heimili hans í Hafnarfirðinum. Málið endaði vel að sögn lögreglu og maðurinn var handtekinn.

Sérsveitin í útkalli í Hafnarfirði
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til aðstoðar í verkefni á vegum lögreglunnar í Hafnarfirði.

Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku
Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag.

„Týpísk pólitík að tefja málið“
Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum.

Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal
Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu.

Setjum Coda Terminal verkefnið í íbúakosningu í Hafnarfirði
Í lok maí 2024 var auglýst kynning á umhverfismatsskýrslu vegna Carbfix - Coda Terminal verkefnisins í Hafnarfirði. Ég ákvað að horfa á kynninguna í streymi á netinu. Eftir kynninguna setti mig hljóða, átti að fara að setja niður 80 borholur steinsnar frá íbúabyggð við Vellina í Hafnarfirði?

Vistaður í fangaklefa þangað til lögregla kemst að því hver hann er
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að takast á við nokkur verkefni í nótt sem vörðuðu ólæti og slagsmál. Nokkur þeirra voru í miðborginni, eitt slíkt mál var í Breiðholti, og þá var lögreglan kölluð út í Hafnarfirði vegna óláta og slagsmála í ölhúsi.

Ók á mann og stakk af
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi þar sem slys höfðu orðið á fólki í umferðinni. Þar á meðal var tilkynning um að ekið hefði verið á mann á hlaupahjóli og ekið á brott.

Bíll hafnaði utan vegar í Hafnarfirði
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall á ellefta tímanum í kvöld um að bíll hefði hafnað utan vegar á Reykjavíkurvegi.