Grindavík

Fréttamynd

Jarð­skjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grinda­vík

Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 

Innlent
Fréttamynd

Svona var kveðju­stund Guð­bergs í Hörpu

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosin upp­haf elda á Reykja­nes­skaganum

Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. 

Innlent
Fréttamynd

Jón Júlíus til Við­skipta­ráðs

Jón Júlíus Karlsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra UMF Grindavíkur síðustu ár, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði og mun annast verkefni á sviði samskipta, miðlunar og viðburðahalds auk þátttöku í málefnastarfi og annarri daglegri starfsemi ráðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Draga enga ályktun af banaslysinu á Sighvati

Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi sem varð á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt hefur verið á vef nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Guð­bergur Bergs­son er látinn

Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál.

Menning
Fréttamynd

Skjálfti upp á 2,9 í gær­kvöldi

Jarðskjálfti að stærðinni 2,9 mældist norður af Keili klukkan rúmlega 22:00 í gærkvöldi. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega, þann 15. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Vala er nýr for­stjóri hjá Sæ­býli

Vala Val­þórs­dóttir er nýr for­stjóri Sæ­býlis, há­tækni­fyrir­tækis í þróun fram­leiðslu­að­ferða við land­eldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt

Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa.

Innlent
Fréttamynd

„Leiðin var styttri en við héldum“

Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist á fæti á gönguleið að gosinu

Maður slasaðist á fæti á gönguleið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gær. Þá þurfti einnig að aðstoða ferðamann sem var lúinn. Gönguleiðir inn á svæðið eru opnar í dag en þeim verður lokað klukkan 18 í gær líkt og síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Stórt hrun á Húsatóftavelli í Grindavík

Náttúruöflin hafa reynst Grindvíkingum óþægur ljár í þúfu undanfarin misseri en ítrekað hefur verið varað við grjóthruni á helstu útivistarsvæðum bæjarins vegna jarðskjálfta á Reykjanesi. Fáir áttu þó sennilega von á að golfarar á svæðinu yrðu fyrir jafn miklum óþægindum og raun ber vitni.

Golf
Fréttamynd

Veggir gígsins muni hrynja innan skamms

Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex

Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn

Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 

Innlent