
Reykjavík

Atvinnumenn í kappáti kljást við íslenska hamborgara
Þau Randy Santel og Katina Dejarnett eru þessa stundina stödd á Íslandi en þau eru bæði atvinnumenn í kappáti. Í dag tóku þau mataráskorun á Gastrotruck í Mathöll Granda en á þriðjudaginn er stefnan sett á hamborgarastaðinn 2 Guys.

Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu
Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma.

Svona leit Reykjavík út árið 1960
Reykjavík í upphafi sjöunda áratugarins. Bær er að breytast í borg og framundan er mikill uppgangstími í íslensku samfélagi.

Þrjú útköll vegna manns sem hékk á bjöllunni
Lögregluþjónar þurftu þrisvar sinnum í nótt að hafa afskipti af ölvuðum manni sem var að hringja dyrabjöllum í fjölbýlishúsi. Maðurinn lét aldrei segjast og var að lokum handtekinn en samkvæmt dagbók lögreglu streittist maðurinn á móti handtöku og var vistaður í fangaklefa vegna ástands hans.

Íbúalýðræði í Reykjavík komið til að vera
Íbúalýðræði og íbúaráðin í Reykjavík hafa verið til umræðu síðustu misserin eftir íbúaráðsfund Laugardals fyrir stuttu en þar átti sér stað einstakt atvik sem búið er að biðjast afsökunar á. Atvik sem á engan hátt endurspegla mikilvægt starf íbúaráðanna í hverfum borgarinnar.

Helga ráðin skrifstofustjóri íþróttaborgarinnar
Helga Friðriksdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri íþróttaborgarinnar á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. Nær fimmtíu umsóknir til starfsins bárust.

Ótal útköll vegna ölvunar og einstaklinga í annarlegu ástandi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ótal útköllum vegna ölvunar og einstaklinga í annarlegu ástandi í gærkvöldi og nótt, meðal annars vegna einstaklinga sem lágu ofurölvi og ósjálfbjarga á jörðinni.

Geirfuglinn kominn á sinn stað
Listaverkið Geirfugl eftir Ólöfu Nordal er aftur komið á sinn stall eftir að hafa fallið niður við högg í mikilli ísingu í vetur.

Seldu upp Eldborg á hálftíma
Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi.

Dagur og Trudeau biðla til Taylor Swift
Tónlistarkonan Taylor Swift hefur að undanförnu verið á gífurlega vinsælu tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tilkynnti Swift að stefna ferðalagsins væri sett út um allan heim en þó ekki til Íslands. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum í að sannfæra stjörnuna um að gera sér ferð til höfuðborgar Íslands.

Einstaklingur í annarlegu ástandi reyndist óprúttinn þjófur
Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um einstakling í annarlegu ástandi í póstnúmerinu 104. Þegar betur var að gáð reyndist viðkomandi passa við lýsingu á einstakling sem framdi rán ásamt þremur öðrum fyrr um daginn.

„Þessi manneskja má vera mjög þakklát fyrir að hafa ekki drepið einhvern“
Kona í Vesturbænum segir það mikla lukku að ökumaður, sem ók á miklum hraða yfir á rauðu ljósi við gangbraut yfir Hringbraut, hafi ekki keyrt á dóttur hennar. Hún segir Hringbrautina dauðagildru og atvik sem þessi séu alltof algeng.

Sást í „púka“ hlaupa í burtu frá brennandi trampolíni
Kveikt var í trampolíni á skólalóð Rimaskóla síðustu helgi. Um var að ræða nýtt trampolín sem er ónýtt eftir verknaðinn. Aðalvarðstjóri segir sjónarvotta hafa séð unglinga á hlaupum frá vettvangi. Íbúar í Rimahverfi íhuga að koma á laggirnar nágrannavörslu.

Háskólabíó verður aðalbíóhús RIFF
Háskólabíó verður aðalbíóhús kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem fram fer í haust. Bíóhúsið verður skreytt að innan í samstarfi við Góða Hirðirinn.

Bjór á tilboði á tvö þúsund krónur
Íbúum Hlíðahverfis brá í brún við að sjá nýjan verðlista hverfisbarsins. Nú kostar bjórinn þar hvorki meira né minna en tvö þúsund og fimmhundruð krónur. Tvö þúsund á tilboði frá klukkan fimm til níu, þá er sælustund (e. happy hour).

Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar er mögulega lögbrot
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til.

Enn ófundinn eftir hnífstunguárás á Laugavegi
Maðurinn sem stakk annan mann með hníf í miðbæ Reykjavíkur þar síðustu nótt er enn ófundinn. Árásin átti sér stað á Laugavegi í miðborginni en sá sem varð fyrir árásinni er á batavegi á Landspítala.

Eilífur fann gleraugnaþjófinn á ólíklegum stað
Þegar leikstjórinn Eilífur Örn Þrastarson lenti í því að Ray Ban sólgleraugunum hans var stolið tók hann málin í sínar hendur. Hann fann gleraugun á ólíklegum stað og segist heppinn að sleppa með þau lifandi úr bæli þjófsins.

Umferðaróhapp á gatnamótum Suðurlands- og Kringlumýrarbrautar
Umferðaróhapp átti sér stað á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag.

Gengur laus eftir hnífstunguárás í nótt
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á manni sem grunaður er um að hafa stungið mann með eggvopni í miðbæ Reykjavíkur í nótt.

Einn fluttur á Landspítala eftir alvarlega líkamsárás með eggvopni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt vegna alvarlegrar líkamsárásar þar sem hnífi var beitt. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku Landspítala.

Mikil breyting á gjaldskyldu í haust
Mikil breyting verður á gjaldskyldu á bílastæðum miðborgarinnar í haust þegar gjalddtaka verður tekinn upp á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin alla daga. Einnig er brugðist við því hversu margir leggja lengi í stæðunum með því setja hámark á tímalengdina og hækka tímagjaldið.

Munur á veltunni þegar fólk getur sleikt sólina
Veitingastjóri í miðbænum segir að það hafi verið nóg að gera í miðbænum í sólinni í dag. Hann segir að mikill munur sé á veltunni þegar hægt er að geta bætt við tugum borða utandyra sem séu full allan daginn.

Spá samdrætti í komu nýrra íbúða á markaðinn
Vænta má þess að að samdráttur verði í nýjum fullbúnum íbúðum hér á landi á næstu árum, samkvæmt nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.971 íbúð á landsvísu sem er fjölgun milli mælinga.

Bifhjólaslys á Suðurlandsbraut
Bifhjólaslys varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, ekki langt frá Grensásvegi, á öðrum tímanum í dag.

Tjarnarbíó bjargað
Ríkið mun í samstarfi við Reykjavíkurborg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leikhússtýra segist anda léttar.

Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík
Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi.

Hlutum gefið framhaldslíf í garðsölu í Hlíðunum
Íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík nýttu veðurblíðuna og gáfu notuðum hlutum framhaldslíf á hverfismarkaði þar sem kenndi ýmissa grasa. Skipuleggjandinn vonast til að viðburðurinn verði haldinn árlega hér eftir.

Framkvæmdum í Seljahverfi verði lokið um mitt næsta ár
Grjóthaugur í Seljahverfi ætti að minnka á næstu vikum. Verktaki hefur lagt inn umsókn um flýtimeðferð hjá byggingarfulltrúa til þess að geta hafið jarðvegsskipti sem fyrst. Þá verður íbúum boðinn gluggaþvottur að verki loknu en búist er við að framkvæmdum ljúki um mitt næsta ár.

Nafn mannsins sem lést á Lúx
Maðurinn sem lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á dögunum hét Karolis Zelenkauskas og var 25 ára gamall litáískur ríkisborgari, sem búsettur hafði verið hér á landi um nokkurra mánaða skeið.