Reykjavík

„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“
Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar.

Sjáðu hversu margir eru í sundi á hverjum tíma
Nýr vefur Reykjavíkurborgar sem ber nafnið Gagnahlaðborðið gerir notendum kleift að vita hversu margir sundlaugargestir eru í sundlaugum Reykjavíkur hverju sinni.

Hatursfull ummæli um regnbogastíginn vekja athygli
Íslenskum Twitter notendum hefur eflaust brugðið í brún þegar danskur læknir með nær fimmhundruð þúsund fylgjendur lét þau ummæli falla á forritinu á dögunum að regnbogaskreytingar sem prýða götur Íslands séu „gjörsamlega ógeðslegar“.

Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð
Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk.

Hafa lokið rannsókn á Dubliner málinu
Rannsókn lögreglu á atviki þar sem maður hleypti af skoti á Dubliner í Reykjavík í mars er lokið. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, situr áfram í gæsluvarðhaldi en það var framlengt þann 6. júní síðastliðinn.

Óumbeðin ástarbréf eldklárra og eftirsóttra gella
Fjöllistahópurinn Eldklárar og eftirsóttar gefa í dag út ljóðabókina Óumbeðin ástarbréf á Slippbarnum við gömlu höfnina í Reykjavík.

„Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“
„Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk.

Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa
Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins.

Stjórnunarvandi valdi slæmri framkomu vagnstjóra
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir fjölgun kvartana í garð strætóbílstjóra stafa af stjórnunarvanda Strætó. Á árinu 2022 voru kvartanir vegna framkomu vagnstjóra strætó 560 talsins sem er talsverð hækkun frá árinu áður, þá 342.

Aldrei fleiri umsóknir um skólavist við HR
Fjögur þúsund umsóknir hafa borist Háskólanum í Reykjavík til náms á haustönn sem er mesti fjöldi umsókna frá stofnun skólans.

Henning nýr deildarforseti tölvunarfræðideildar HR
Dr. Henning Arnór Úlfarsson hefur verið skipaður deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Skýrist af alþjóðavæðingu og fjölgun innflytjenda
Háskóla Íslands bárust tæplega tvö þúsund erlendar umsóknir um nám fyrir næsta skólaár. Árið 2016 voru erlendu umsóknirnar rétt rúmlega eitt þúsund. Rektor fagnar fjölgun umsækjenda.

Markmiðið að endurvekja gamla B5
„Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club.

Umsóknir um nám í Háskóla Íslands fjölgaði milli ára
Tæplega 9.500 umsóknir bárust um grunn- og framhaldsnám í Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2023-24. Frestur til að sækja um nám rann út þann 5. júní síðastliðinn og nam fjölgunin rúmlega sex prósent á milli ára. Íslenska sem annað mál reyndist vinsælasta námsgreinin og ná bárust nærri tvö þúsund erlendar umsóknir.

Kennarasambandið kveður Kennarahúsið
Kennarasamband Íslands mun formlega kveðja gamla Kennarahúsið sem stendur við Laufásveg 81 í dag þegar húsinu verður formlega skilað til ríkisins.

Milduðu dóm yfir manni sem nauðgaði öðrum á salerni skemmtistaðar
Landsréttur hefur mildað dóm yfir Faisal Mohed Freer vegna nauðgunar inni á salerni skemmtistaðar í tveggja ára fangelsi. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl á síðasta ári og var dómnum í kjölfarið áfrýjað.

Koma börnum í erfiðri stöðu til aðstoðar
Starfsmaður félagsmiðstöðvar einu færanlegu félagsmiðstöðvar landsins segir að hægt sé að taka á ofbeldi meðal barna með því að vera þeim innan handar þegar bjátar á. Félagsmiðstöðin sé öryggisnet fyrir þá sem eru á leið af réttri braut.

„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“
Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins.

„Ég buffa þig og þennan drulludela“
Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hótanir, umferðalagabrot og fjársvik, meðal annars með því að hafa stolið bensínlykli og notað hann án heimildar. Maðurinn rauf reynslulausn en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir ýmis hegningarlagabrot.

Samningur í höfn um uppsteypu bílakjallara nýs Landspítala
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verk undirrituðu í dag samning Nýs Landspítala ohf. um uppsteypu á bílakjallara undir Sóleyjartorgi við hliðina á meðferðarkjarnanum.

Eigendaskipti á Bankastræti Club
Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins.

Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku
Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti.

Á slysadeild eftir líkamsárás fjögurra á aldrinum 17 til 20
Sautján ára drengur var í gærkvöldi fluttur á slysadeild vegna líkamsárásar í Mjóddinni í Reykjavík, af hendi fjögurra annarra á aldrinum 17 til 20 ára. Mennirnir fjórir voru handteknir í dag og verða yfirheyrðir í kjölfarið.

Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja
Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk.

Neitað um gistingu og geta hvergi farið
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir önnur sveitarfélög verða að opna úrræði fyrir heimilislausa en ekki banna fólki að nýta sér neyðarskýli borgarinnar. Vísa þarf fólki frá vilji sveitarfélög ekki greiða fyrir gistingu.

Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“
Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu.

Þriggja ára dómur fyrir hrottalega árás í Jafnaseli
Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan bar í Breiðholtinu í Reykjavík. Brotaþoli í málinu, karlmaður á fimmtugsaldri, hlaut varanlegan heilaskaða vegna árásarinnar.

„Reksturinn er orðinn erfiðari“
Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu að Bankastræti, að sögn rekstrarstjóra vegna hækkunar á leigu og erfiðari reksturs.

Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur
Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu.

Flutt inn í smáhýsin í Laugardal á næstu dögum
Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum.