Reykjavík

Fréttamynd

Þetta eru heitustu pottarnir á höfuð­borgar­svæðinu

Heitasti potturinn er sá eini sem virkar á lúna líkama, að mati gesta Vesturbæjarlaugar sem fagna opnun hans eftir yfirhalningu. Almennt myndist einstök stemning í heitustu pottum borgarinnar - og við komumst að því hvar þann allra heitasta er að finna.

Innlent
Fréttamynd

Létt yfir Lækjargötu eftir niðurrif

Það hefur létt mikið yfir Lækjargötunni eftir að svört grindverk og hindranir voru fjarlægðar. Gatan á hins vegar eftir að taka enn meiri stakkaskiptum á komandi árum þegar fyrsta áfanga borgarlínu verður lokið.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­byrjun seinkað í von um bættan svefn barna

Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta klukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem skoðað verður hvaða áhrif seinkun skólabyrjunar hefur á svefn, líðan og nám nemenda.

Innlent
Fréttamynd

Tvö innbrot þar sem búðarkössum var stolið

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gærkvöldi og nótt tvær tilkynningar er vörðuðu innbrot í verslun og fyrirtæki. Atvikin áttu sér stað í póstnúmerum 103 og 109 en í báðum tilvikum voru búðarkassar með skiptimynt hafðir á brott.

Innlent
Fréttamynd

Hvalbátarnir rákust saman þegar dráttarbátur reyndist of kraftlítill

Neyðarleg uppákoma varð í Reykjavíkurhöfn í dag þegar hvalbátar Hvals hf. voru að leggja frá bryggju til hvalveiða. Dráttarbátur Faxaflóahafna réð ekki við það verkefni að draga fyrri hvalbátinn, Hval 9, frá hinum bátnum, Hval 8, og missti hann frá sér. Það varð til þess að Hvalur 9 rakst bæði utan í Hval 8 sem og skuttogarann Sigurborgu SH.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt kjörtímabil hafið og baráttan heldur áfram

Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn.

Skoðun
Fréttamynd

„Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“

Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. 

Innlent
Fréttamynd

Kamila og Marco valin Reykvíkingar ársins

Vinirnir Kamila Walij­ewska og Marco Pizzolato eru Reykvíkingar ársins 2022. Formaður borgarráðs tilkynnti valið við opnun Elliðaána í morgun áður en þeim Kamilu og Marco var boðið að renna fyrir laxi.

Innlent
Fréttamynd

Bætingar í Breið­holti á 115 ára af­mæli ÍR

Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi, báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna og leiðtoga hefur stolt borið ÍR merkið í barmi.

Skoðun
Fréttamynd

Olli ó­næði í Grafar­vogi

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í mjög annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í gær. Í dagbók lögreglu segir að tilkynningin hafi borist klukkan 17:20, en ítrekað var búið að hafa afskipti af manninum þar sem hann var að valda ónæði.

Innlent
Fréttamynd

Skar mann á fæti með brotinni flösku

Maður réðst á dyravörð í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og skar hann á fæti með brotinni flösku, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Há­­tíða­höld vegna kven­réttinda­­dagsins

Sunnudaginn 19. júní, er haldið upp á kvenréttindadaginn. Af því tilefni verður blómsveigur lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallarkirkjugarði og sama dag heldur Kvennaheimilið Hallveigarstaðir upp á 55 ára afmæli hússins.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrum brugðið þegar hoppu­kastali tæmdist

Rafmagni sló út með með þeim afleiðingum að hoppukastali í Hljómskálagarðinum tæmdist af lofti. Að sögn sjónarvotta var börnum og foreldrum þeirra nokkuð brugðið en viðburðastjóri hjá Reykjavíkurborg segir engin börn hafa verið í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir handteknir í nótt vegna líkamsárása

Mikið var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Sextíu og tvö mál voru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær þar til klukkan fimm í morgun. Alls gistu átta í fangageymslum lögreglu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

„Við hefðum átt að vanda okkur betur“

Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag.

Innlent