Reykjavík

Bíllinn valt þrjár veltur á Reykjanesbraut
Bíllinn sem valt á Reykjanesbraut við Sprengisand á níunda tímanum í kvöld valt minnst þrjár veltur. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er talið að þeir hafi slasast alvarlega.

Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective
Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi.

Bíll valt við Sprengisand
Tilkynnt var um bílveltu við Sprengisand í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld. Þegar sjúkraliðar komu á vettvang voru allir komnir út úr bílnum og voru á fótum.

Bein útsending: Kolefnihlutleysi 2030, en hvernig?
Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar er haldinn í sjöunda sinn í dag klukkan 13:00 til 16:00 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fundurinn ber yfirskriftina „Kolefnishlutleysi 2030. Hvernig?“

Reyndu að hlaupa undan og fela sig í garði
Svo virðist sem gærkvöldið og nóttin hafi verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má yfirlit yfir verkefnin á svæðinu.

Árbæjarskóli og Austurbæjarskóli komnir í úrslit Skrekks
Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli komust áfram á þriðja og jafnframt síðasta undanúrslitakvöldi Skrekks. Átta atriði komast í úrslit og verða seinustu tvö atriðin sem dómnefnd hleypir í úrslit, kynnt í fyrramálið.

Verðlaun afhend fulltrúa íranskra kvenna ásamt fleirum
Í dag voru hin ýmsu verðlaun veitt til framúrskarandi kvenna í Hörpu á Heimsþingi kvenleiðtoga. Þingið var haldið hér á landi í sjöunda sinn en hundruð kvenleiðtoga komu saman.

Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum
Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa.

Leigjendum fórnað á altari fasteignafélaga
Formaður Leigjendasamtakanna segir áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á næstu árum lítið gagnast leigjendum vegna þess að hún væri öll á forsendum fasteignafélaga. Eina vonarglætan fyrir leigjendur væri í uppbyggingu verkalýðsfélaganna sem enn væru aðeins með lítinn hluta leigumarkaðarins.

Stálu frægum uppvakningagervifæti af Gunnjóni
Uppvakningagervifæti var stolið úr draugahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á mánudaginn. Eigandi fótarins saknar hans mjög enda er hann hluti af kvikmyndasögunni.

Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“
Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði.

Halda góðgerðarhlaup í myrkrinu í Elliðaárdalnum í kvöld
Í kvöld fer fram alþjóðlega góðgerðarhlaupið Run in the dark í Reykjavík. Myrkrahlaupið gæti viðburðurinn kallast á íslensku, sem er viðeigandi nú þegar svartasta skammdegið er að skella á hér á landi.

Byggjum lífsgæðaborg
Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna.

Skjálfti 3,3 að stærð skammt frá Hveradölum
Skjálfti af stærðinni 3,3 varð um einum kílómetra austur af Skíðaskálanum í Hveradölum klukkan 13:34 í dag.

Seljaskóli og Sæmundarskóli áfram í Skrekk
Seljaskóli og Sæmundarskóli komust áfram á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast
Arnfríður Helgadóttir er öflug ung kona sem lætur drauma sína rætast. Hún átti sér þann draum að opna sinn eigin matarvagn niðri í miðbæ. Til þess að gera þann draum að veruleika vann hún í þremur vinnum, samhliða fullu námi, á meðan hún safnaði fyrir vagninum.

Gervilimur skilinn eftir í Hopp-deilibíl
Bleikur gervilimur fannst í hanskahólfi Hopp-deilibíls í gær. Eigandinn hefur enn ekki gefið sig fram en framkvæmdastjórinn segir fundinn vera þann skemmtilegasta hingað til.

Fellaskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk
Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2022 fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og fór svo að atriði Fellaskóla og Hagaskóla komust áfram í úrslitin.

Borgin komin í „snúna stöðu“ og getur ekki reitt sig á viðsnúning í hagkerfinu
Hlutfall launakostnaðar A-hluta Reykjavíkurborgar hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og verður 89 prósent í ár af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðs tekjum. Hagfræðingur segir að launahlutfall Reykjavíkurborgar hafi hækkað hraðar en almennt á sveitarstjórnastiginu og ljóst sé að veltufé frá rekstri, sem hefur minnkað hratt síðustu ár, muni ekki duga fyrir afborgunum langtímalána og lífeyrisskuldbindinga í ár og fyrr en árið 2025.

Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk
Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar
„Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk.

Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík
Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi.

Borgarfulltrúar í Reykjavík - velkomin í spilatíma!
Málefni tónlistarskólanna hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið enda biðlistar víða langir. Hlutfallslega eru mun færri nemendur á neðri stigum í tónlistarnámi í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög og stuðningur borgarinnar við tónlistarnám lakari.

Sofnaði værum blundi og setti öryggiskerfið í gang þegar hann vaknaði
Svo virðist sem starfsmenn fyrirtækis í Reykjavík hafi læst viðskiptavin inni þegar þeir lokuðu í gær en viðskiptavinurinn setti öryggiskerfi fyrirtækisins í gang þegar hann vaknaði eftir að hafa sofið værum blundi á staðnum.

Hversu mörg ljós viltu slökkva herra borgarstjóri?
Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?”

„Afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri“
„Við viljum auðvitað bara sjá ráðdeild í rekstrinum. Og við höfum bent á að staðan eins og hún er í dag, þetta er auðvitað uppsafnaður vandi. Þetta er afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri og það er ekkert hægt að leysa það á einni nóttu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um rekstur Reykjavíkurborgar.

Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar
Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag.

Féll í rúllustiga í Kringlunni
Karlmaður féll í rúllustiga í Kringlunni síðdegis í dag. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsl reyndust minni háttar.

Dagbók Bents: Reykjavík er partýborg hvort sem það er Airwaves eða ekki
Þetta er fullkominn staður fyrir lítið hryðjuverk. Landsbankinn Austurstræti meikar miklu meira sens sem listarými en banki.

Mikið um slagsmál og ofurölvun í miðborginni
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt með mörgum minniháttar málum sem tengdust ofurölvun eða slagsmálum. Lögreglumenn urðu meðal annars vitni að líkamsárás í miðborginni.