
Samgönguslys

„Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni
Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar.

Vegfarandinn er látinn
Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut
Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða.

Fluttur með þyrlu eftir bílveltu á Snæfellsnesi
Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík eftir bílveltu á Arnarstapavegi á Snæfellsnesi á tólfta tímanum í dag.

Konan komst úr bílnum af sjálfsdáðum
Bifreið hjóna sem lentu í alvarlegu umferðarslysi við Fossá á Skaga í gær var á hvolfi ofan í Fossá þegar að lögregla og viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hjónin óku eftir malarvegi en svo virðist sem að maðurinn sem lést hafi misst stjórn á bílnum og ekið út af.

Lögregluþjónn frá Hong Kong lést við Fossá á Skaga
Maðurinn sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í gær var lögregluþjónn frá Hong Kong. Eiginkona hans, sem slasaðist, er einnig lögregluþjónn.

Banaslys við Fossá
Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Alvarlegt umferðarslys við Fossá á Skaga
Viðbragðsaðilum var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys við Fossá á Skaga um tvöleytið í dag.

Einn á slysadeild eftir árekstur tveggja hlaupahjóla
Einn var fluttur á slysadeild eftir að tvö rafmagnshlaupahjól skullu saman á göngubrúnni yfir Hringbraut við Njarðargötu í Reykjavík.

Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi
Tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Ölvisholt í dag. Farþegar voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun.

Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn.

Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng
Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana.

Á slysadeild eftir árekstur bíls og rafhlaupahjóls
Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild eftir árekstur á Smáratorgi í Kópavogi um hálf fjögurleytið í dag.

Telja að bátnum hafi verið siglt of hratt þegar tveir hryggbrotnuðu
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að RIB bátnum Kötlu hafa verið siglt á of miklum hraða yfir kjölfar annars skips þegar tvær manneskjur hryggbrotnuðu í siglingu í Reykjavíkurhöfn í júní í fyrra.

Vantar vitni að alvarlegum árekstri á Bústaðavegi
Ökumaður rafhlaupahjóls slasaðist alvarlega í árekstri við bíl á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar í Reykjavík á fjórða tímanum eftir hádegi á laugardaginn. Lögregla leitar að vitnum sem gætu hafa séð áreksturinn.

Húsbíll valt í hvassviðri í Kömbunum
Þrír sluppu ómeiddir þegar húsbíll valt og hafnaði utan þjóðvegarins ofarlega í Kömbunum í kvöld. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi á Suðurlandi klukkan níu og segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni ekki stætt á Hellisheiði.

Tvö hjólhýsi splundruðust í vindhviðum á Lyngdalsheiði
Engin slys urðu á fólki þegar sendiferðabíll valt og endaði á þakinu og tvö hjólhýsi splundruðust í sterkum vindhviðum á Lyngdalsheiði síðdegis. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður með ferðavagna á svæðinu.

Ók fram af kanti og lenti ofan á þaki á öðrum bíl
Engan sakaði þegar ökumaður ók fram af háum kanti í bílastæði þannig að bíll hans hafnaði ofan á þakinu á annarri bifreið sem var lagt fyrir neðan. Töluverðar skemmdir urðu aftur á móti báðum bílum.

Velti bíl sínum með lögregluna á hælunum á Reykjanesbraut
Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum á flótta undan lögreglunni á Reykjanesbraut nú síðdegis. Bíllinn valt yfir vegrið á milli akreina.

Leita ökumanns sem ók á stúlku og stakk af
Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið.

Ósammála um hvort árekstur hefði orðið
Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni.

Skólabyrjun og skjáhætta
Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum.

Ferðamenn í báðum bifreiðum
Enn er lokað fyrir umferð um Hringveginn við Skeiðarársand eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða í Öræfasveit við Gígjukvísl upp úr klukkan 14 í dag. Tveir erlendir ferðamenn voru í hvorri bifreið og hafa þeir allir fjórir verið fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Hringveginum lokað við Skeiðarársand vegna alvarlegs bílslyss
Alvarlegur árekstur varð í Öræfasveit við Gígjukvísl á þriðja tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og mikill viðbúnaður er á svæðinu. Lokað er fyrir umferð um veginn.

Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu
Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu.

Einn slasaður eftir aftanákeyrslu í Mosfellsbæ
Slys varð á fólki við aftanákeyrslu sem varð í Mosfellsbæ í dag. Þetta staðfestir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hópar slógust en enginn ætlar að kæra
Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbókarfærslu lögreglu. Þar segir meðal annars frá manni sem gistir fangaklefa á Hverfisgötu vegna gruns um að hafa brotið rúðu með því að kasta steini í hana og fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu.

Árekstur jepplings og fólksbíls á Vesturlandsvegi
Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi eftir árekstur fólksbíls og jepplings á þjóðvegi 1 við Melasveit fyrir hádegi. Þjóðvegurinn var lokaður um tíma en unnið er að því að opna hann að fullu aftur.

Nokkur dauðsföll eftir að þyrla brotlenti á svínabúi
Þyrla brotlenti á húsi nálægt írska bænum Killucan síðdegis í dag með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið. Þetta staðfesta írskir viðbragðsaðilar án þess að gefa upp nánari upplýsingar um fjölda látinna.

Rannsaka þátt rútubílstjóra sem fylgdist með hraðanum í síma
Ökumaður rútu sem valt við Fagranes í Öxnadal þann fjórtánda júní síðastliðinn er sakborningur í rannsókn lögreglu á slysinu. Á meðal þess sem lögreglan er með til skoðunar er hvort reka megi slysið til gáleysis af hálfu bílstjórans sem mun hafa notast við hraðamæli á GPS-búnað í síma til að fylgjast með hraða rútunnar.