Lögreglan

Rak höfuðið í lögreglubíl við störf og fær bætur
Íslenska ríkið þarf að greiða lögreglumanni sem slasaðist er hann rak höfuðið í þegar hann settist í lögreglubíl tæpar sex milljónir í bætur vegna slyssins.

Lögreglumenn óöruggir og framleiðandinn firrir sig ábyrgð
Sérfræðinga sem hafa látið sig rafbyssur varða greinir á um hvort vopnin eru banvæn eða ekki. Fyrir þessu eru að minnast kosti tvær ástæður; vísindasiðareglur gera rannsóknir ómögulegar og þá hefur reynst erfitt að rekja dauðsföll í kjölfar rafbyssuskots til einnar afmarkaðrar orsakar.

Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun
Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna.

Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári
Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan.

Spurði Jón hvort hann hyggðist láta skjóta sig með rafbyssu
Það verður að koma í ljós hvort Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hyggist prófa það að láta skjóta sig með rafbyssu. Þetta kom fram í svari hans við spurningu Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata og nefndarmanns í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í gær.

Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa
Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er.

„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.

Bein útsending: Opinn fundur um heimild lögreglu til að bera rafbyssur
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kemur saman til opins fundar til að ræða heimild lögreglunnar til að bera rafbyssur.

Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur
Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli.

Grímur skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022.

Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum
Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“.

Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi.

Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina
Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum.

Helgi Jensson hefur störf sem lögreglustjóri á Vestfjörðum
Helgi Jensson hefur hafið störf sem lögreglustjóri á Vestfjörðum. Hann er skipaður í starfið frá 1. janúar 2013 en tilkynning var gefin út um skipunina fyrir jól, þar sem greint var frá því að hann hefði verið valinn úr hópi sex umsækjenda.

Fjallabyggð mátti aflífa Kasper
Ákvörðun Fjallabyggðar um að láta aflífa hundinn Kasper, eftir að hann beit mann, í sumar, var í samræmi við valdheimildir sveitarfélagsins. Eigendur Kaspers vildu að ákvörðun sveitarfélagsins um að aflífa Kasper yrði úrskurðuð ógild.

Lögreglumanni dæmdar bætur vegna slyss á valdbeitingarnámskeiði
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða tæpar 8,8 milljónir króna í bætur til lögreglumanns sem varð fyrir vinnuslysi. Umrætt slys átti sér stað í janúar 2020 þegar maðurinn starfaði við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiði á vegum ríkislögreglustjóra.

Kallar eftir viðhorfsbreytingu og fagnar heimild vegna rafvopna
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að viðhorfsbreytingar sé þörf til að lögregla fái meira svigrúm til að bregðast við nýjum veruleika.

Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni
Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína.

Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg
Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur.

Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi.

Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna.

Eldurinn á lögreglustöðinni rannsakaður sem íkveikja
Héraðssaksóknari rannsakar eld, sem borinn var inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu, vegna gruns um íkveikju.

Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig
Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin.

Skipaður lögreglustjóri á Vestfjörðum
Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023.

Bandaríkjamaður beit lögreglumann á Hverfisgötu
Bandarísku karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum, reyna að bíta lögreglumann og fyrir að bíta annan lögreglumann. Lögreglumaðurinn sem var bitinn hlaut yfirborðsáverka.

Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu.

Sparkaði og skallaði lögreglumenn og hótaði þeim ítrekað lífláti
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn valdstjórninni með því að hafa beitt lögreglumenn ofbeldi og ítrekað hótað þeim lífláti.

Höfum það kósí undir sæng heima
Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu.

Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring.

Sérfræðingar Europol töldu mennina við það að fremja hryðjuverk
Mennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir að undirbúa hryðjuverk ræddu sín á milli að keyra trukk í gegnum gleðigönguna. Þeir töluðu einnig um að gera árásir á Alþingi, dómsmálaráðuneytið og lögregluna, auk þess sem þeir töluðu um að myrða nafngreinda einstaklinga.