Almannavarnir

Fréttamynd

Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur

Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall

Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun.

Innlent
Fréttamynd

Utan sóttkvíar en samt í hálfgerðri sóttkví

Sautján smit greindust innanlands í gær og eitt þeirra var sagt hafa verið utan sóttkvíar. Jóhann Björn Skúlason, sem stýrir smitrakningarteymi almannnavarna, segir þó að smitið sem skráð var utan sóttkvíar hafi í raun verið í „hálfgerðri sóttkví.“

Innlent
Fréttamynd

Enn án bragð- og lyktarskyns vegna Covid-19

„Ég er bara nokkuð góður. Þessi hvíld sem ég fékk í fríinu hjálpaði mér mikið,“ segir Víðir Reynisson um Covid veikindin en hann er nýkominn aftur til starfa eftir smá frí.

Lífið
Fréttamynd

Dæmi um að fólk fari inn á þröng svæði milli hraun­tungna

Borið hefur á því að almenningur hafi farið langt inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Í sumum tilfellum má lítið út af bregða til þess að fólk lokist inni, umlukið heitum hrauntungum.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug

Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða

Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir.

Innlent
Fréttamynd

Klárt mál að fólk gæti verið í hættu

Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar

Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað

Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarstigi almannavarna lýst yfir

Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig.

Innlent
Fréttamynd

Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm

Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af.

Innlent