Vatnajökulsþjóðgarður

Fréttamynd

Ef lög Vatna­jökuls­þjóð­garðs væru bygginga­reglu­gerðir

Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær.

Skoðun
Fréttamynd

Gisting úti á Fjalls­ár­lóni

Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“

Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt.

Innlent
Fréttamynd

Óða­got fyrrum um­hverfis­ráð­herra

Í tíð fyrrum umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar reið yfir landið slík flóðbylgja friðuna, að annað eins hefur varla sést. Kirsuberið á öldutoppinum átti að vera hinn alræmdi hálendisþjóðgarður. Allt var þetta byggt á grunni meingallaðra laga Vatnajökulsþjóðgarðs sem samþykkt voru árið 2007.

Skoðun
Fréttamynd

Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Öræfum voru kallaðar út klukkan hálf ellefu vegna slasaðrar konu í Fremri Veðurárdal austan við Breiðamerkurjökul.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur

Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. 

Innlent
Fréttamynd

Tékkarnir kaldir en í lagi með þá

Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti í Vatnajökulsþjóðgarði

Enn einn jarðskjálftinn reið yfir í morgun, að þessu sinni var um að ræða skjálfta upp á 3,1 stig sem átti upptök sín um sex kílómetrum vest- suðvestur af Dreka í Vatnajökulsþjóðgarði.

Innlent
Fréttamynd

Stækkun Vatna­jökuls­þjóð­garðs: Lögin og ó­vissan

Þann 23. september 2021 undirritaði umhverfisráðherra reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs. Reglugerðin er sett á grunni laga um Vatnajökulsþjóðgarð. Einnig höfðu verið til umfjöllunar hugmyndir um stækkun þjóðgarðsins í Skaftárhreppi, m.a. þannig að hluti Mýrdalsjökuls félli þar undir.

Skoðun
Fréttamynd

Óvissustig vegna landriss í Öskju

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda.

Innlent
Fréttamynd

Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun

Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað.

Innlent
Fréttamynd

Fagnaði sigri á gigtinni á toppi Hvannadalshnjúks

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina, hæsta tind Íslands. Dagur þjáist af gigt og þarf vikulega á lyfjagjöf að halda. Hann segir ólýsanlegt að hafa náð þessum áfanga eftir óvissuna vegna veikindanna síðustu ár. 

Lífið
Fréttamynd

Kynnti fyrstu fjóra fyrir­myndar­á­fanga­staðina á Íslandi

Gullfoss, Geysir, Þingvallaþjóðgarður og Jökulsárlón verða fyrstu áfangastaðirnir til að hefja ferli til að verða svonefndar Vörður. Um er að ræða nýtt verkefni á vegum stjórnvalda sem er ætlað að leggja drög að fyrirmyndaráfangastöðum sem teljast einstakir á lands- og heimsvísu.

Innlent