„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 14. ágúst 2023 17:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að hann myndi ekki baða sig í Viti eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. „Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“ Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira