Auglýsinga- og markaðsmál

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað
Super Bowl var í gær og LA Rams urðu meistarar NFL-deildarinnar. Það er þó fyrir mörgum aukaatriði en auk þess að vera úrslitaleikurinn í NFL-deildinni er hann einnig mjög mikilvægur fyrirtækjum og auglýsingastofum.

Auglýsendur þurfa greiðan aðgang að útbreiddum innlendum miðlum
Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði.

66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity valin bestu vörumerkin
66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity voru í dag útnefnd Bestu íslensku vörumerkin 2021. Þetta er í annað sinn sem vörumerkjastofan brandr veitir verðlaunin sem fara til þeirra vörumerkja sem eru talin skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar.

Bein útsending: Bestu íslensku vörumerkin
Vörumerkjastofan brandr mun útnefna „Bestu íslensku vörumerkin“ í annað sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.

Anna Fríða ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Play
Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Hún tekur við stöðunni af Steinari Þór Ólafssyni.

Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést
Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak.

Þurfa sterkt vörumerki til að laða til sín hæfasta starfsfólkið
„Það sem er mest vaxandi anginn í vörumerkjastjórnun í dag er það sem kallast á ensku employer branding, þar sem fyrirtæki eru að byggja sig upp sem vörumerkti til þess að geta laðað til sín hæfasta starfsfólkið,“ segir Friðrik Larsen stofnandi brandr og dósent við Háskóla Íslands.

Lofa loks lausn á eilífðarmáli sem hreyfðist þó ekkert á síðasta kjörtímabili
Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna taka undir með menningarmálaráðherra um að taka beri Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Fjármálaráðherra vill þar að auki taka til umræðu hvort ekki rétt sé að draga úr umsvifum fjölmiðilsins.

Síminn furðar sig á tilhæfulausri pillu frá ráðherra
Orri Hauksson, forstjóri Símans, vísar ummælum Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, á bug en ráðherra beindi því til Símans að skila fjölmiðlastyrkjum í ríkissjóð ef fyrirtækið teldi sig „of fínt“ fyrir styrkina. Síminn hefur ekki fengið neina styrki af þessu tagi. Hann fagnar þó breyttum áherslum ráðherra sem hyggst taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði.

Sandra nýr markaðsstjóri Smáralindar
Sandra Arnardóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Smáralindar en hún tekur við starfinu af Tinnu Jóhannsdóttur.

Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir.

Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar
Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins.

Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent
Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%.

Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða
Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál.

Ragnar á Brandenburg stígur til hliðar
Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna viðtals við barnsmóður sína sem sakar hann um andlegt og líkamlegt ofbeldi.

Ásdís, Eydís og Grettir til Aton.JL
Grettir Gautason, Ásdís Sigurbergsdóttir og Eydís Blöndal hafa verið ráðin til samskiptafélagsins Aton.JL.

Ráðin markaðsstjóri RV
Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Rekstrarvara, RV. Hún tekur við starfinu af Kristbirni Jónssyni sem verður yfirmaður heilbrigðissviðs og gæðastjóri fyrirtækisins.

Tekur við stöðu framkvæmdastjóra brandr
Ása Björg Tryggvadóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra brandr. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri Bestseller ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Skiptar skoðanir netverja eftir laumumynd af Icelandair-þotu í nýja búningnum
Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meðal netverja sem svöruðu tísti belgísks flugáhugamanns þar sem sjá mátti eina af flugvélum Icelandair í nýjum einkennislitum flugfélagsins.

Fyrirtæki hætta samstarfi við fjallagarp vegna ásakana um ofbeldi
Hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur hætt samstarfi við fjallgöngugarpinn Tomasz Þór Veruson, eftir að kona sakaði hann um andlegt og líkamlegt ofbeldi á meðan tveggja ára sambandi þeirra stóð.

Stóra bílasalan braut lög
Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum.

„Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni“
Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri og kennari segist ekki reka minni til þess að móðir hans, sem leikur í umdeildri auglýsingu Kjarnafæðis þar sem blótsyrði eru höfð uppi, hafi nokkru sinni blótað. „Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni,“ segir Kjartan á Facebook-síðu sinni.

Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing
Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða.

Ólafur Teitur stýrir samskipta- og kynningarmálum Carbfix
Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn til að stýra samskiptum og kynningarmálum Carbfix.

Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar
Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið.

Ísey Skyr Bar laut í lægra haldi í deilu um uppskriftir og útlit umbúða og vara
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að útlit umbúða og vara Ísey Skyr Bar skorti nægilegt sérkenni til þess að fyrirtækið gæti notið einkaréttar á því.

Romeo orðinn ríkasta Beckham-barnið eftir að hafa gert risasamning við Puma
Romeo Beckham, sonur Davids og Victoriu Beckham, hefur skrifað undir langtíma samning við íþróttavöruframleiðandann Puma.

Hildur og Elín Valgerður í stjórnendastöður hjá Hörpu
Hildur Ottesen hefur tekið við starfi markaðs- og kynningarstjóra Hörpu og Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu.

Bryndís Ragna nýr markaðsstjóri Icewear
Bryndís Ragna Hákonardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Icewear.

Grípa ekki til aðgerða vegna deilna um „Zolo“
Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna deilna um notkun á auðmenninu og vörumerkinu ZOLO. Kvörtun hafði borist stofnuninni frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf á merkinu Zolo á rafhlaupahjólum sínum.