Grín og gaman

Karlar líklegri að ljúga á kostnað annarra
Vísindafólk af ýmsum sviðum hefur löngum velt því fyrir sér hvort einhver kynjamunur sé á viljanum til að grípa til lygi og hafa margar og ólíkar rannsóknir verið gerðar á þessu áhugaverða viðfangsefni. Í sumum löndum hafa niðurstöður sýnt fram á kynjamun á lygum og því lék Hauki Frey Gylfasyni, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, forvitni á að vita hvernig útkoman yrði hér á Íslandi en hann fór nýlega fyrir rannsókn á kynjamun á lygum undir formerkjum atferlishagfræði.

Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo
Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum.

„Ég dreg mig í hlé og fer bara og stofna kaffihús“
Birna Einarsdóttir athafnakona og stjórnarformaður Iceland seafood skaut föstum skotum að Snorra Mássyni fjölmiðlamanni á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem nú fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Þar stýrði Snorri pallborðsumræðum.

„Hin raunverulegu stólaskipti fóru fram í dag“
Stólaskipti Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur fóru ekki fram fyrr en í dag, allavega „hin raunverulegu stólaskipti“ eins og Bjarni orðar það í skondinni Facebook-færslu.

Fred Armisen kemur til Íslands
Bandaríski grínistinn, leikarinn og tónlistarmaðurinn Fred Armisen er væntanlegur hingað til lands í september. Hann mun koma fram í Háskólabíó en um er að ræða sýninguna Comedy for Musicians (But Everyone is Welcome) sem er hluti af Evróputúr hans.

Glæsilegur þokubogi í Gunnarsholti
Þokubogi myndaðist í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu í morgun. Þokubogi er eins og hvítur regnbogi.

Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni
Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla.

Katrín Jakobsdóttir sýndi töfrabragð
„Þetta töfrabragð er ekki ætlað fyrir áhorfendur fyrir bak við mann,“ segir Katrín Jakobsdóttir létt í bragði. Hún hefur mikinn áhuga á töfrabrögðum og framkvæmdi eitt slíkt fyrir þau Eddu Andrésdóttur og Pál Magnússon í nýjasta þættinum af Öll þessi ár sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.

Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum
Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum.

Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum.

Konungshjón á gönguskíðum, Katrín til forseta og nýtt flugfélag
Fyrirtæki, vefmiðlar og aðrir hrekkjalómar gerðu sitt allra besta til þess að gabba landsmenn í dag. Uppátækin voru allavega; konungshjón á gönguskíðum, litakóðað bókasafn og nýtt flugfélag. Vísir tók saman brot af því besta.

Palli snöggreiddist þegar hann var sakaður um að hafa verið tjokkó
Fyrsti þátturinn af Öll þessi ár fór í loftið í gærkvöldi á Stöð 2.

Kirkjunnar fólk messar yfir Berglindi og Gísla
Innslag Berglindar Festival í spjallþættinum Vikunni með Gísla Marteini, þar sem inntakið er fáviska landans um uppruna páskana, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Kirkjunnar fólk notar píslarsöguna úr Biblíunni til að sýna fram á meinta vitleysu sjónvarpsfólksins.

Hlustendaverðlaunin 2024: Patr!k svaraði hraðaspurningum
Tónlistarmaðurinn Patr!k lét sér ekki bregða þegar einn af hans bestu vinum og félögum útvarpsmaðurinn Gústi B. lagði fyrir hann laufléttar hraðaspurningar. Patr!k svarar því til að mynda hver er sinn uppáhalds tónlistarmaður á Íslandi.

Hlustendaverðlaunin 2024: „Er Bent í alvörunni svona massaður?“
Það styttist óðfluga í Hlustendaverðlaunin 2024 sem fram fara næsta fimmtudag. Í tilefni af því fékk útvarpsmaðurinn Gústi B. rapparann knáa Bent með sér í ræktina. Þar sýndi Bent úr hverju hann er gerður í bekkpressu.

Tíu ár af fyndnum dýralífsmyndum
Ljósmyndasamkeppnin Comedy wildlife photography awards 2024 er hafin. Um árlega keppni er að ræða þar sem fólk um allan heim sendir inn þúsundir fyndnar ljósmyndir sem það fangar í náttúrunni.

Sindri smakkaði engisprettu en sagði nei við ormum
Food & Fun fór fram um helgina og kláraðist á sunnudagskvöldið. Hátíðin hefur aldrei verið stærri og sífellt fleiri Íslendingar vilja prófa öðruvísi mat eins og sést á áhuganum.

Stærstu stundirnar á Óskarnum: Grínuðust með Barbenheimer og John Cena mætti nakinn
Óskarsverðlaunahátíðin fór fram með pompi og prakt í Los Angeles borg í gær. Líkt og fyrri ár voru þar nokkrar stundir sem slógu í gegn og vöktu meiri athygli en aðrar.

Laufey kenndi Elizu að sitja fyrir sjálfum
Eliza Reid forsetafrú fékk kennslu í sjálfutöku frá sjálfum Grammy-verðlaunahafanum Laufeyju Lín á tónleikunum hennar í Eldborg í gær.

Hefur aldrei heyrt um meint líkindi og horfir ekki á formúluna
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi og formaður Starfsgreinasambands Íslands segist aldrei hafa heyrt um það að hann sé líkur Jos Verstappen, föður heimsmeistarans í Formúlu 1, Max Verstappen.

Fékk alla í vélinni til að syngja afmælissönginn til eiginkonunnar
Andri Hrafn Agnarsson, flugstjóri hjá Play og fasteignasali hjá Domus Nova, vaknaði ekki við hlið eiginkonu sinnar Söru Petru á afmælisdaginn hennar síðastliðinn miðvikudag. Hann þurfti að fljúga farþegaflugvél frá Dublin til Íslands, en ákvað þrátt fyrir það að skila góðri afmæliskveðju til hennar.

Match Attax Extra viðburður í Fótboltalandi á laugardaginn!
Match Attax Extra spilin eru loksins komin út! Match Attax hafa eflaust ekki farið framhjá mörgum en safnspilin hafa notið mikilla vinsælda hér á Íslandi sem og víða í heiminum. Spilin innihalda leikmenn í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni.

Martraðarmatarboð í Æði
Í síðasta þætti af Æði bauð móðir Bassa Maraj genginu í mat og drykk.

Bashar Murad vill í forsetaframboð
Bashar Murad hyggst gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, fái hann til þess stuðning hjá íslensku þjóðinni. Hann hefur þó hvorki aldur til framboðs né er hann íslenskur ríkisborgari.

Lofar breyttu lífi með fyrirvara
Frímann Gunnarsson lífskúnstner frumsýndi sýningu sína 11 spor - Til hamingju! í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Eins og hann lýsir henni felur hún í sér grín, tónlist og fyrirlestur að hætti svokallaðra TED-fyrirlestra.

Dýrasta spilið kostar 140 þúsund krónur
Eina Pokémon-verslun landsins hefur stækkað við sig vegna mikillar velgengni. Stök spil geta kostað tugi þúsunda króna en eigendurnir segja viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum.

Hafa rætt endurkomu en fá þvert nei frá sjónvarpsstjórum landsins
Líklega hafa fáir fengið sjónvarpsáhorfendur til að skella jafn oft upp úr og fimmmenningarnir í Spaugstofunni. Það vakti því athygli þegar einn þeirra birti mynd af hópnum á Facebook í vikunni. Endurkoma í kortunum?

Gátan sem Íslendingar keppast við að leysa
Íslenskir Facebook-notendur, sem er bróðurpartur fullorðins fólks á Íslandi, keppast nú hver við annan að leysa gátu sem fer sem eldur í sinu á samfélagsmiðlinum.

Heimsfrægur grínisti staddur á landinu
Bandaríski grínistinn James Murray er staddur á Íslandi. Hann virðist ekkert vera að flækja hlutina; Gullfoss, Geysir og hellaskoðun urðu fyrir valinu.

Ása Ninna datt um koll í beinni útsendingu
Bráðfyndið atvik átti sér stað í beinni útsendingu Bakarísins á Bylgjunni í dag þegar Ása Ninna Pétursdóttir, annar þáttastjórnanda, ætlaði að fá sér sæti í stúdíóinu. Það fór ekki betur en svo að hún endaði kylliflöt á gólfinu.