Faraldur kórónuveiru (COVID-19) 63 greind smit tengd hópsýkingunni á Hótel Rangá í sumar Hópsýking kom upp á Hótel Rangá í ágúst í sumar. Tugir einstaklinga smituðust og þurfti ríkisstjórnin meðal annars að fara í skimun vegna sýkingarinnar. Innlent 30.11.2020 07:00 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. Atvinnulíf 30.11.2020 07:00 Fauci segist búast við hinu versta í kjölfar þakkargjörðar Anthony Fauci, helsti sérfræðingur Bandaríkjamanna þegar kemur að sóttvörnum og kórónuveirunni óttast að í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar, sem haldin var um helgina, skelli bylgja eftir bylgju á landsmönnum þegar kemur að kórónuveirusmitum. Erlent 30.11.2020 06:57 Sögð ætla að nýta áhrifavalda í herferð fyrir bóluefni Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla að semja við stórstjörnur og áhrifavalda með stærri fylgjendahópa í því skyni að hvetja fólk til þess að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum The Guardian verður einblínt á fólk sem nýtur trausts meðal almennings. Erlent 29.11.2020 23:09 SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. Innlent 29.11.2020 22:45 Spurning um óbreytt ástand eða ekki Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þróun undanfarinna daga sýna hversu lítið þurfi til svo bakslag komi í baráttuna við kórónuveiruna. Hann er nú að vinna að nýju minnisblaði til ráðherra, en segir ekki í spilunum að fara að herða aðgerðir. Innlent 29.11.2020 21:51 „Margar ákvarðanir þríeykisins sem maður skilur ekki“ Arnar Daði Arnarsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild en hann þjálfar handboltalið Gróttu sem hefur lítið fengið að spreyta sig á leiktíðinni vegna kórónuveirufaraldursins. Handbolti 29.11.2020 19:00 Kári skrifar opið bréf til Þórólfs: „Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist aldrei hafa veist að Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Hann hafi einungis hrósað honum og sé montinn af því að hafa verið með honum í liði. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára til Þórólfs. Innlent 29.11.2020 18:53 Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. Innlent 29.11.2020 18:04 Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. Erlent 29.11.2020 14:41 Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. Innlent 29.11.2020 13:32 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. Innlent 29.11.2020 12:30 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. Innlent 29.11.2020 12:01 Segir Kára vega ómaklega að sér Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. Innlent 29.11.2020 11:45 Tíu greindust með veiruna innanlands í gær Tíu greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru átta í sóttkví. Nú eru 187 í einangrun með covid-19 hér á landi og fækkar þeim milli daga sem eru með virkt smit. Alls voru tekin 965 sýni í gær og eru nú 667 í sóttkví. Innlent 29.11.2020 10:58 Bíræfnir þjófar stálu jólunum Bíræfnir þjófar tóku sig nýverið til og stálu um 300 jólatrjám frá fjölskyldufyrirtæki í London Bretlandi. Það var gert kvöldið áður en bræðurnir sem eiga fyrirtækið ætluðu að opna það aftur í fyrsta sinn í marga mánuði. Þeir segja um mikið áfall að ræða. Erlent 29.11.2020 10:55 Rúmlega fjórar milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum í nóvember Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum í nóvember fór yfir fjórar milljónir í gær. Í október smituðust 1,9 milljónir manna. Óttast er að ástandið muni versna verulega vegna mikilla ferðalaga Bandaríkjamanna í tengslum við Þakkargjörðahátíðina og mikillar mannmergðar í verslunum. Erlent 29.11.2020 10:07 Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri þurft í sóttkví í þriðju bylgju Þúsundir barna á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft í sóttkví síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafa mörg hundruð börn á sama aldri greinst með veiruna. Innlent 29.11.2020 08:31 Ævintýri í landsliðsferð þegar Sunneva og Tryggvi kynntust Hann í körfuboltalandsliðinu, hún í sundlandsliðinu, og bæði í sömu flugvél á leið til Ítalíu. Lífið 29.11.2020 06:44 Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins. Erlent 28.11.2020 23:29 „Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Körfubolti 28.11.2020 23:00 Gæti misst af öllum prófum eftir smit korter í prófatörn Sálfræðinemi við Háskóla Íslands gæti mögulega misst af bæði lokaprófum og sjúkraprófum eftir að hún greindist með kórónuveirusmit í dag, fari svo að hún mælist enn með veiruna eftir tvær vikur. Jafnvel þó hún gæti mætt í sjúkrapróf er alls óvíst að undirbúningurinn verði fullnægjandi þar sem einkennin gera lesturinn erfiðari en ella. Umrædd próf eru öll staðpróf. Innlent 28.11.2020 21:00 Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. Innlent 28.11.2020 19:52 Þórólfur segir koma til greina að leyfa íþróttir á nýjan leik Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur gefið til kynna að möguleiki sé á því að hægt verði að hefja æfingar að nýju hér á landi. Sport 28.11.2020 18:31 Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. Innlent 28.11.2020 18:24 Braust inn í sundlaug, stundaði kynlíf og er stolt af því Leikkonan og útvarpskonan Steiney Skúladóttir segist hafa brotist inn í sundlaug og stundað þar kynlíf í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus sem þau Pálmi Freyr Hauksson stýra í Útvarpi 101. Lífið 28.11.2020 15:51 Segir Víði hressari í dag en í gær Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir Víði Reynisson vera aðeins hressari í dag en í gær. Víðir greindist með covid-19 í vikunni en Rögnvaldur, sem er staðgengill Víðis, heldur góðu sambandi við hann reglulega. Innlent 28.11.2020 15:20 Mikið um ölvun og hávaðakvartanir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluverður erill hafi verið hjá lögregluþjónum í nótt. Mikið hafi verið um ölvunartengd mál og hávaðakvartanir. Innlent 28.11.2020 13:21 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. Innlent 28.11.2020 12:55 Eitt boð ber tölurnar uppi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. Innlent 28.11.2020 11:45 « ‹ 204 205 206 207 208 209 210 211 212 … 334 ›
63 greind smit tengd hópsýkingunni á Hótel Rangá í sumar Hópsýking kom upp á Hótel Rangá í ágúst í sumar. Tugir einstaklinga smituðust og þurfti ríkisstjórnin meðal annars að fara í skimun vegna sýkingarinnar. Innlent 30.11.2020 07:00
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. Atvinnulíf 30.11.2020 07:00
Fauci segist búast við hinu versta í kjölfar þakkargjörðar Anthony Fauci, helsti sérfræðingur Bandaríkjamanna þegar kemur að sóttvörnum og kórónuveirunni óttast að í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar, sem haldin var um helgina, skelli bylgja eftir bylgju á landsmönnum þegar kemur að kórónuveirusmitum. Erlent 30.11.2020 06:57
Sögð ætla að nýta áhrifavalda í herferð fyrir bóluefni Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla að semja við stórstjörnur og áhrifavalda með stærri fylgjendahópa í því skyni að hvetja fólk til þess að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum The Guardian verður einblínt á fólk sem nýtur trausts meðal almennings. Erlent 29.11.2020 23:09
SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. Innlent 29.11.2020 22:45
Spurning um óbreytt ástand eða ekki Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þróun undanfarinna daga sýna hversu lítið þurfi til svo bakslag komi í baráttuna við kórónuveiruna. Hann er nú að vinna að nýju minnisblaði til ráðherra, en segir ekki í spilunum að fara að herða aðgerðir. Innlent 29.11.2020 21:51
„Margar ákvarðanir þríeykisins sem maður skilur ekki“ Arnar Daði Arnarsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild en hann þjálfar handboltalið Gróttu sem hefur lítið fengið að spreyta sig á leiktíðinni vegna kórónuveirufaraldursins. Handbolti 29.11.2020 19:00
Kári skrifar opið bréf til Þórólfs: „Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist aldrei hafa veist að Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Hann hafi einungis hrósað honum og sé montinn af því að hafa verið með honum í liði. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára til Þórólfs. Innlent 29.11.2020 18:53
Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. Innlent 29.11.2020 18:04
Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. Erlent 29.11.2020 14:41
Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. Innlent 29.11.2020 13:32
Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. Innlent 29.11.2020 12:30
Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. Innlent 29.11.2020 12:01
Segir Kára vega ómaklega að sér Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. Innlent 29.11.2020 11:45
Tíu greindust með veiruna innanlands í gær Tíu greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru átta í sóttkví. Nú eru 187 í einangrun með covid-19 hér á landi og fækkar þeim milli daga sem eru með virkt smit. Alls voru tekin 965 sýni í gær og eru nú 667 í sóttkví. Innlent 29.11.2020 10:58
Bíræfnir þjófar stálu jólunum Bíræfnir þjófar tóku sig nýverið til og stálu um 300 jólatrjám frá fjölskyldufyrirtæki í London Bretlandi. Það var gert kvöldið áður en bræðurnir sem eiga fyrirtækið ætluðu að opna það aftur í fyrsta sinn í marga mánuði. Þeir segja um mikið áfall að ræða. Erlent 29.11.2020 10:55
Rúmlega fjórar milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum í nóvember Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum í nóvember fór yfir fjórar milljónir í gær. Í október smituðust 1,9 milljónir manna. Óttast er að ástandið muni versna verulega vegna mikilla ferðalaga Bandaríkjamanna í tengslum við Þakkargjörðahátíðina og mikillar mannmergðar í verslunum. Erlent 29.11.2020 10:07
Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri þurft í sóttkví í þriðju bylgju Þúsundir barna á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft í sóttkví síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafa mörg hundruð börn á sama aldri greinst með veiruna. Innlent 29.11.2020 08:31
Ævintýri í landsliðsferð þegar Sunneva og Tryggvi kynntust Hann í körfuboltalandsliðinu, hún í sundlandsliðinu, og bæði í sömu flugvél á leið til Ítalíu. Lífið 29.11.2020 06:44
Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins. Erlent 28.11.2020 23:29
„Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Körfubolti 28.11.2020 23:00
Gæti misst af öllum prófum eftir smit korter í prófatörn Sálfræðinemi við Háskóla Íslands gæti mögulega misst af bæði lokaprófum og sjúkraprófum eftir að hún greindist með kórónuveirusmit í dag, fari svo að hún mælist enn með veiruna eftir tvær vikur. Jafnvel þó hún gæti mætt í sjúkrapróf er alls óvíst að undirbúningurinn verði fullnægjandi þar sem einkennin gera lesturinn erfiðari en ella. Umrædd próf eru öll staðpróf. Innlent 28.11.2020 21:00
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. Innlent 28.11.2020 19:52
Þórólfur segir koma til greina að leyfa íþróttir á nýjan leik Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur gefið til kynna að möguleiki sé á því að hægt verði að hefja æfingar að nýju hér á landi. Sport 28.11.2020 18:31
Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. Innlent 28.11.2020 18:24
Braust inn í sundlaug, stundaði kynlíf og er stolt af því Leikkonan og útvarpskonan Steiney Skúladóttir segist hafa brotist inn í sundlaug og stundað þar kynlíf í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus sem þau Pálmi Freyr Hauksson stýra í Útvarpi 101. Lífið 28.11.2020 15:51
Segir Víði hressari í dag en í gær Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir Víði Reynisson vera aðeins hressari í dag en í gær. Víðir greindist með covid-19 í vikunni en Rögnvaldur, sem er staðgengill Víðis, heldur góðu sambandi við hann reglulega. Innlent 28.11.2020 15:20
Mikið um ölvun og hávaðakvartanir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluverður erill hafi verið hjá lögregluþjónum í nótt. Mikið hafi verið um ölvunartengd mál og hávaðakvartanir. Innlent 28.11.2020 13:21
Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. Innlent 28.11.2020 12:55
Eitt boð ber tölurnar uppi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. Innlent 28.11.2020 11:45
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið