Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innilokaður í tíu daga en hélt lífi í vonum KR: „Ekki planið að ég spilaði“ Eftir að hafa verið lokaður inni í eigin húsnæði í tíu daga á meðan hann jafnaði sig af kórónuveirusmiti fékk Kristinn Jónsson óvænt að koma inn á í leik KR gegn Leikni í fyrradag. Hann var ekki ryðgaðri en svo að hann skoraði bæði mörk KR í afar dýrmætum 2-1 sigri í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Fótbolti 31.8.2021 08:31 Allir óbólusettir og hálfbólusettir velkomnir í bólusetningu Í þessari viku og næstu geta allir óbólusettir og hálfbólusettir einstaklingar 12 ára og eldri með íslenska kennitölu mætt í bólusetningu að Suðurlandsbraut 34. Bólusett er frá kl. 10 til 15 alla virka daga, með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Innlent 31.8.2021 08:31 Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. Erlent 31.8.2021 07:51 Líffæraflutningum hefur fækkað verulega í Covid-faraldrinum Líffæraflutningum hefur fækkað verulega í Covid-19 faraldrinum en mismikið eftir löndum. Þeim fækkaði til að mynda um tæp 10 prósent í Kanada árið 2020 en um tæp 67 prósent í Japan. Erlent 31.8.2021 07:00 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. Innlent 30.8.2021 16:40 Eru uggandi eftir fyrstu smithrinu síðan grunnskólarnir hófust Smituðum grunnskólabörnum fjölgaði mjög um helgina þegar börn og starfsfólk í um þrjátíu skólum, leikskólum og frístundaheimilum á landinu greindust með veiruna. Innlent 30.8.2021 16:17 Staðan í barnavernd enn þung á öðru ári Covid Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Skoðun 30.8.2021 11:31 46 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 46 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 25 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 21 var utan sóttkvíar. Innlent 30.8.2021 10:48 Fyrsta dauðsfallið á Nýja-Sjálandi sem tengt er bóluefninu frá Pfizer Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa tilkynnt um fyrsta dauðsfallið sem er talið tengjast bólusetningu með Covid-19 bóluefninu frá Pfizer. Eftirlitsnefnd segir konuna líklega hafa látist af völdum hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar. Erlent 30.8.2021 07:38 Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. Atvinnulíf 30.8.2021 07:00 Tugir í sýnatöku eftir að tveir nemendur greindust smitaðir á Ísafirði Tveir nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Ísafirði greindust smitaðir af kórónuveirunni og hafa tugir verið sendir í sýnatöku og sóttkví vegna þess. Engir fleiri hafa greinst smitaðir í þeim hraðprófum sem hafa verið tekin í dag. Innlent 29.8.2021 14:40 51 greindist innanlands, minnihluti í sóttkví Síðasta sólarhringinn greindist 51 smitaður af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru tuttugu í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 31 var utan sóttkvíar. Innlent 29.8.2021 11:14 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á áttræðisaldri lést eftir baráttu við Covid-19 á Landspítalanum í gær. Innlent 29.8.2021 10:40 Nemendur smitaðir í fjórum grunnskólum Kórónuveirusmit hafa verið greind í nemendum í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, þremur í Reykjavík og einum í Mosfellsbæ. Innlent 29.8.2021 08:11 Delta tvöfaldaði líkur á sjúkrahúsinnlögnum Fólk sem smitaðist af delta-afbrigði kórónuveirunnar var tvöfalt líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem fengu alfa-afbrigðið sem var algengast við upphafi faraldursins í Bretlandi. Erlent 29.8.2021 07:45 Fjölgaði um einn á gjörgæslu Tólf sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild þar sem fjölgað hefur um einn frá því í gær. Einn þeirra er í öndunarvél. Innlent 28.8.2021 22:19 Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli. Innlent 28.8.2021 11:24 84 greindust innanlands Í gær greindust minnst 84 innanlands með Covid-19. Af þeim voru 50 í sóttkví við greiningu, en 34 utan sóttkvíar. Innlent 28.8.2021 11:12 Nýjar sóttvarnareglur í gildi Engin takmörk eru lengur á hámarksfjölda gesta í sundlaugum eftir að nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Áfram eru samkomur takmarkaðar við 200 manns en gerð er krafa um grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk. Innlent 28.8.2021 07:27 Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. Innlent 27.8.2021 20:16 Báðir sem létust í vikunni úr Covid-19 erlendir ferðamenn Tveir hafa látist af völdum kórónuveirunnar í vikunni hér á landi. Báðir voru erlendir ferðamenn í heimsókn á Íslandi. Innlent 27.8.2021 17:54 Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. Innlent 27.8.2021 16:23 Uppistandi Jimmy Carr frestað Uppistandi Jimmy Carr, eins vinsælasta grínista heims, hefur verið frestað vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Sýningin mun fara fram í mars á næsta ári. Lífið 27.8.2021 13:18 Þeir sem þurfi á gjörgæslu ýmist óbólusettir eða bólusettir með undirliggjandi sjúkdóma Tveir hafa látist á Landspítala vegna Covid-19 frá því á miðvikudag. Yfirmaður Covid-göngudeildar segir að þeir sem fari á gjörgæslu væru ýmist óbólusettir eða bólusettir með undirliggjandi sjúkdóma. Innlent 27.8.2021 12:03 Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Innlent 27.8.2021 11:39 66 greindust innanlands 66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 27 prósent nýgreindra. 48 voru utan sóttkvíar, eða um 73 prósent. Innlent 27.8.2021 10:49 Berlusconi aftur lagður inn á sjúkrahús Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað lent inni á sjúkrahúsi frá því að hann smitaðist af kórónuveirunni í september. Erlent 27.8.2021 10:04 Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Erlent 27.8.2021 09:36 Andlát vegna Covid-19 Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala í gær vegna Covid-19. Innlent 27.8.2021 09:07 „Við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í. Innlent 27.8.2021 07:00 « ‹ 79 80 81 82 83 84 85 86 87 … 334 ›
Innilokaður í tíu daga en hélt lífi í vonum KR: „Ekki planið að ég spilaði“ Eftir að hafa verið lokaður inni í eigin húsnæði í tíu daga á meðan hann jafnaði sig af kórónuveirusmiti fékk Kristinn Jónsson óvænt að koma inn á í leik KR gegn Leikni í fyrradag. Hann var ekki ryðgaðri en svo að hann skoraði bæði mörk KR í afar dýrmætum 2-1 sigri í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Fótbolti 31.8.2021 08:31
Allir óbólusettir og hálfbólusettir velkomnir í bólusetningu Í þessari viku og næstu geta allir óbólusettir og hálfbólusettir einstaklingar 12 ára og eldri með íslenska kennitölu mætt í bólusetningu að Suðurlandsbraut 34. Bólusett er frá kl. 10 til 15 alla virka daga, með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Innlent 31.8.2021 08:31
Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. Erlent 31.8.2021 07:51
Líffæraflutningum hefur fækkað verulega í Covid-faraldrinum Líffæraflutningum hefur fækkað verulega í Covid-19 faraldrinum en mismikið eftir löndum. Þeim fækkaði til að mynda um tæp 10 prósent í Kanada árið 2020 en um tæp 67 prósent í Japan. Erlent 31.8.2021 07:00
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. Innlent 30.8.2021 16:40
Eru uggandi eftir fyrstu smithrinu síðan grunnskólarnir hófust Smituðum grunnskólabörnum fjölgaði mjög um helgina þegar börn og starfsfólk í um þrjátíu skólum, leikskólum og frístundaheimilum á landinu greindust með veiruna. Innlent 30.8.2021 16:17
Staðan í barnavernd enn þung á öðru ári Covid Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Skoðun 30.8.2021 11:31
46 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 46 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 25 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 21 var utan sóttkvíar. Innlent 30.8.2021 10:48
Fyrsta dauðsfallið á Nýja-Sjálandi sem tengt er bóluefninu frá Pfizer Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa tilkynnt um fyrsta dauðsfallið sem er talið tengjast bólusetningu með Covid-19 bóluefninu frá Pfizer. Eftirlitsnefnd segir konuna líklega hafa látist af völdum hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar. Erlent 30.8.2021 07:38
Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. Atvinnulíf 30.8.2021 07:00
Tugir í sýnatöku eftir að tveir nemendur greindust smitaðir á Ísafirði Tveir nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Ísafirði greindust smitaðir af kórónuveirunni og hafa tugir verið sendir í sýnatöku og sóttkví vegna þess. Engir fleiri hafa greinst smitaðir í þeim hraðprófum sem hafa verið tekin í dag. Innlent 29.8.2021 14:40
51 greindist innanlands, minnihluti í sóttkví Síðasta sólarhringinn greindist 51 smitaður af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru tuttugu í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 31 var utan sóttkvíar. Innlent 29.8.2021 11:14
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á áttræðisaldri lést eftir baráttu við Covid-19 á Landspítalanum í gær. Innlent 29.8.2021 10:40
Nemendur smitaðir í fjórum grunnskólum Kórónuveirusmit hafa verið greind í nemendum í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, þremur í Reykjavík og einum í Mosfellsbæ. Innlent 29.8.2021 08:11
Delta tvöfaldaði líkur á sjúkrahúsinnlögnum Fólk sem smitaðist af delta-afbrigði kórónuveirunnar var tvöfalt líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem fengu alfa-afbrigðið sem var algengast við upphafi faraldursins í Bretlandi. Erlent 29.8.2021 07:45
Fjölgaði um einn á gjörgæslu Tólf sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild þar sem fjölgað hefur um einn frá því í gær. Einn þeirra er í öndunarvél. Innlent 28.8.2021 22:19
Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli. Innlent 28.8.2021 11:24
84 greindust innanlands Í gær greindust minnst 84 innanlands með Covid-19. Af þeim voru 50 í sóttkví við greiningu, en 34 utan sóttkvíar. Innlent 28.8.2021 11:12
Nýjar sóttvarnareglur í gildi Engin takmörk eru lengur á hámarksfjölda gesta í sundlaugum eftir að nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Áfram eru samkomur takmarkaðar við 200 manns en gerð er krafa um grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk. Innlent 28.8.2021 07:27
Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. Innlent 27.8.2021 20:16
Báðir sem létust í vikunni úr Covid-19 erlendir ferðamenn Tveir hafa látist af völdum kórónuveirunnar í vikunni hér á landi. Báðir voru erlendir ferðamenn í heimsókn á Íslandi. Innlent 27.8.2021 17:54
Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. Innlent 27.8.2021 16:23
Uppistandi Jimmy Carr frestað Uppistandi Jimmy Carr, eins vinsælasta grínista heims, hefur verið frestað vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Sýningin mun fara fram í mars á næsta ári. Lífið 27.8.2021 13:18
Þeir sem þurfi á gjörgæslu ýmist óbólusettir eða bólusettir með undirliggjandi sjúkdóma Tveir hafa látist á Landspítala vegna Covid-19 frá því á miðvikudag. Yfirmaður Covid-göngudeildar segir að þeir sem fari á gjörgæslu væru ýmist óbólusettir eða bólusettir með undirliggjandi sjúkdóma. Innlent 27.8.2021 12:03
Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Innlent 27.8.2021 11:39
66 greindust innanlands 66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 27 prósent nýgreindra. 48 voru utan sóttkvíar, eða um 73 prósent. Innlent 27.8.2021 10:49
Berlusconi aftur lagður inn á sjúkrahús Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað lent inni á sjúkrahúsi frá því að hann smitaðist af kórónuveirunni í september. Erlent 27.8.2021 10:04
Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Erlent 27.8.2021 09:36
Andlát vegna Covid-19 Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala í gær vegna Covid-19. Innlent 27.8.2021 09:07
„Við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í. Innlent 27.8.2021 07:00