Matvælaframleiðsla

Fréttamynd

Beint streymi: Matvælaþing í Hörpu

Matvælaþing er haldið í annað sinn í Hörpu í dag. Hringrásarhagkerfið verður meginviðfangsefni þingsins í ár, en í tilkynningu um viðburðinn segir að það sé í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040 sem var mótuð á síðasta þingi.

Innlent
Fréttamynd

Wok On sver af sér tengsl við lagerinn

Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heim­sókn

Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Vy-þrifa reyndi að koma mat­vælum undan

Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Segjast munu sækja bætur vegna breytinga á reglum um blóðmerahald

Bændasamtökin hafa gert og sent matvælaráðuneytinu formlega athugasemd fyrir hönd þeirra félagsmanna sem stunda blóðmerahald við þá ákvörðun stjórnvalda að fella niður reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og fella starfsemina undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Innlent
Fréttamynd

12 milljarðar = fæðu­öryggi tryggt

Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er engin fram­tíð í þessu“

Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. 

Innlent
Fréttamynd

Fæðuöryggi á krossgötum

Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum.

Skoðun
Fréttamynd

Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað

Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum.

Neytendur
Fréttamynd

Hrika­leg til­finning að vita að fólk svelti

Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 

Erlent
Fréttamynd

Allt mat­væla­eftir­lit fari til ríkisins

Ein­róma niður­staða starfs­hóps um fyrir­komu­lag eftir­lits með hollustu­háttum, mengunar­vörnum og mat­væla­eftir­liti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftir­lit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftir­lits­stofnanir, svo­kallaðar heil­brigðis­nefndir, á vegum sveitar­fé­laga verði lagðar niður.

Innlent
Fréttamynd

Kristján viss um að hann veiði á­fram hval á næsta ári

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu.

Innlent
Fréttamynd

Styrkja rann­sóknir og efla eftir­lit með lagar­eldi

Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bændur gefast upp eða draga saman seglin

Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda.

Innlent
Fréttamynd

Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“

Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“.

Innlent