

Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar.
Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur.
FH og Fram unnu sína leiki í Bestu deild karla í fótbolta í gær og Framarar, undir stjórn Rúnars Kristinssonar, urðu þar með fyrstir til að vinna KR-liðið í sumar. Nú má sjá mörkin úr leikjunum inn á Vísi.
Fram vann frækinn sigur á KR á Avis-vellinum í Laugardal í Bestu deild karla í dag. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Fram og með sigrinum jafnar liðið stigafjölda KR í deildinni en bæði lið eru með sex stig eftir þrjár umferðir í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum.
Þetta er sérstakur dagur fyrir einn ástsælasta lifandi KR-inginn. Við erum auðvitað að tala um sjálfan Rúnar Kristinsson. Í dag mætir hann KR í fyrsta sinn í leik á Íslandsmóti.
Stóðhesturinn Steinn frá Stíghúsi vakti verðskuldaða athygli um síðustu helgi er hann safnaði 500 þúsund krónum fyrir stuðningsfélagið Einstök börn. Hann vakti þó ef til vill meiri athygli fyrir KR-ljómann í kringum sýningu hans, en við það rættist ósk eiganda hestsins.
Eyþór Aron Wöhler skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR. Hann er stoltur yfir því að fá tækifæri til þess að spila fyrir þetta sögufræga félag og vill leggja lóð sitt á vogaskálarnir til að rita nýjan og glæstan kafla í Vesturbænum.
Benoný Breki Andrésson innsiglaði sigur KR í Garðabænum í Bestu deild karla í fótbolta á föstudagskvöldið en Vesturbæjarliðið er með fullt hús og sjö mörk eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Viktor Jónsson skoraði fyrstu þrennu Bestu deildar karla í fótbolta í sumar í gær og Frederik Schram varð fyrstur til að verja vítaspyrnu í sumar. Nú er hægt að sjá mörkin og vítavörsluna hér inn á Vísi.
KR hefur staðfest komu framherjans Eyþórs Arons Wöhler og mun hann leika með liðinu næstu þrjú árin.
Framherjinn Eyþór Aron Wöhler er á leið í KR samkvæmt öruggum heimildum Vísis.
Axel Óskar Andrésson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í Bestu deildinni í aðeins sínum öðrum leik fyrir KR.
KR hrósaði 3-1 sigri þegar þeir heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ í annarri umferð Bestu deildar karla. Allt stefndi í jafntefli en tvö mörk undir lokin tryggðu KR annan sigurinn í jafnmörgum leikjum, fyrsta sinn síðan 2013 sem það tekst.
Gregg Ryder getur í kvöld tekist það sem engum þjálfara hjá KR hefur tekist undanfarin ellefu ár.
Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa.
Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar.
Gríðarlegur áhugi var á fyrstu umferð tímabilsins í Bestu deild karla í fótbolta og vel mætt á leikina. Það getur þó kostað allt að 3.500 krónur að fá miða á völlinn.
Subway Körfuboltakvöld hefur verið að leita að besta liði körfuboltasögunnar í allan vetur og nú er komið að úrslitum.
Aron Sigurðarson spilaði aðeins í rúmar 25 mínútur í fyrsta leik sínum með KR í Bestu deildinni um helgina því hann varð að fara meiddur af velli snemma í leiknum á móti Fylki.
Hrafn Tómasson, betur þekktur sem Krummi, kom inn af varamannabekk KR þegar liðið vann Fylki 4-3 í 1. umferð Bestu deildar karla. Hann entist þó ekki lengi þar sem hann varð fyrir meiðslum á hné.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gaf ekki kost á sér í viðtal í eftir leik Fylkis og KR í kvöld. Rúnar var verulega ósáttur við dómara leiksins og fékk rautt spjald undir lokin.
Gregg Ryder, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok eftir 3-4 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld.
Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var að vonum sáttur eftir dramatískan 4-3 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld.
KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik.
Aron Sigurðarson verður líklega í byrjunarliði KR sem hefur leik í Bestu deild karla gegn Fylki í kvöld. Minniháttar meiðsli plöguðu hann á dögunum en hann hefur æft á fullu í vikunni.
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir aukin umsvif KR á félagaskiptamarkaðnum minna á gamla tíma.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar.
KR tryggði sér í gær sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en gengið hefur á ýmsu í Vesturbænum síðustu misseri. Skýr sýn var hjá félaginu fyrir leiktíðina og hún skilaði sér.
KR hefur unnið sér inn sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Sætið var endanlega tryggt með gríðarlega öruggum útisigri á Ármanni í kvöld þegar lokaumferð deildarkeppninnar fór fram.