Valur

Fréttamynd

Landsliðskonum fjölgar hjá Val

Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð

HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör, við­töl og myndir: Grinda­vík-Valur 93-89 | Gulir jöfnuðu metin

Grindavík jafnaði metin í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta þökk sé ótrúlegum fjórða leikhluta gegn Val. Framan af leik stefndi allt í að Valur væri að komast 2-0 yfir í einvíginu en gulklæddir Grindvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Staðan í einvíginu því jöfn 1-1 fyrir næsta leik liðanna sem fram fer á Hlíðarenda á föstudag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram.

Handbolti
Fréttamynd

Kristinn: Varnar­leikur, varnar­leikur og varnar­leikur

Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim.

Körfubolti
Fréttamynd

Vals­menn endur­heimta Kára á besta tíma

Deildarmeisturum Vals hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst nú í kvöld. Kári Jónsson, sem hefur verið meiddur undanfarna mánuði, er snúinn aftur í leikmannahóp liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Grín sem snerist mjög fljótt upp í al­vöru

Vals­menn standa nú í sporum sem Mulnings­vélin svo­kallaða stóð í fyrir 44 árum. Fram­undan úr­slita­ein­vígi í Evrópu­bikarnum í hand­bolta. Þor­björn Jens­son var einn af prímu­s­mótorunum í Evrópu­ævin­týri Vals árið 1980. Þátt­töku liðsins í Evrópu­keppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli al­vöru.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég táraðist smá“

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum.

Sport
Fréttamynd

„Okkur dauð­langar í meira“

Það er ó­hætt að segja að komandi dagar séu ansi mikil­vægir fyrir karla­lið Vals í hand­bolta sem að leikur þrjá úr­slita­leiki á næstunni. Úr­slita­leiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskars­syni, þjálfara liðsins og leik­mönnum hans. Fyrsti úr­slita­leikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftur­eldingu á heima­velli í undan­úr­slitum Olís deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Kristófer Acox: „Fokkin passion“

Kristófer Acox var skiljanlega mjög sáttur það að vera kominn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Hann átti svakalegt sóknarfráköst í lok leiksins sem hafði mikil áhrif í því að Valur vann á endanum þriggja stiga sigur, 85-82, eftir að gestirnir virtust með unninn leik í höndunum í 4. leikhluta.

Körfubolti