Valur

Fréttamynd

Allan Norðberg á leið í Val

Færeyski landsliðsmaðurinn Allan Norðberg er að öllum líkindum á leið til deildarmeistara Vals frá KA fyrir næsta tímabil í Olís-deild karla í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona“

Kristján Guðmundsson var að vonum ánægður með sigur Stjörnunnar á Val nú í kvöld. Tvö mörk Garðbæinga í fyrri hálfleik var það sem skildi liðin að en það var eitthvað allt annað sem var efst í huga Kristjáns eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

BLE í beinni úr gleðinni á Króknum

Strákarnir í útvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki eru mættir á Sauðárkrók vegna stórleiks kvöldsins, nánar tiltekið í partýtjaldið fyrir utan Síkið, þar sem Íslandsmeistarabikarinn í körfubolta gæti farið á loft í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauð­ár­króki

Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda“

„Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum að koma á og að spila eins og við gerðum er frábært,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 4-0 sigur á KA mönnum á Greifavellinum í dag. 

Sport
Fréttamynd

Pavel um Kára: „Við ætluðum að éta hann“

Kári Jónsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur í fyrri hálfleik í leik Vals og Tindastóls í kvöld áður en hann var svo nánast tekinn úr leik í þeim síðari. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls sagðist hafa lagt mikla áherslu á að loka á Kára í ræðu sinni í hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tinda­stóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks

Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Valur - Sel­­­­foss 1-1 | Botn­liðið náði í stig gegn meisturunum

Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn