Valur

Fréttamynd

„Þegar vörnin smellur saman hjá okkur verður þetta miklu einfaldara“

„Ég er mjög glöð að hafa náð að klára þetta sérstaklega í framlengingunni. Mér fannst við koma sterkari inn í framlenginguna og ætluðum við að klára þetta. Ég er mjög sátt að vera allavega komin með einn sigur.“ Sagði sátt og glöð Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir frábæran sigur Stjörnunnar á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Embla: Vissum að þetta kæmi á endanum ef við héldum áfram allan leikinn

Embla Kristínardóttir var hetja Valskvenna þegar hún skoraði þrjú af fimm síðustu stig liðsins sem gerði það að verkum að Valur vann Keflavík 72-68 og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 3-1. Embla setti niður þriggja stiga skot til að koma Valskonum yfir áður en Hildur Björg Kjartansdóttir setti niður tvö víti til að klára leikinn að fullu.

Körfubolti
Fréttamynd

Kiana: Það trúði engin að við myndum vinna mótið

Kiana Johnson var valin besti leikmaður úrslitakeppni Subway deildar kvenna þegar uppi var staðið. Hún leiddi Valskonur til sigurs í kvöld og einvíginu við Keflavík og hampaði titlinum. Hún skilaði 13 stigum, átta fráköstum og fimm stoðsendingum í kvöld þegar Valskonur unnu fjórða leikinn 72-68. Hún taldi að vantrú annarra hafi drifið Valsliðið áfram.

Körfubolti
Fréttamynd

Stuðningsmaður Þórs handtekinn á Hlíðarenda

Svo virðist sem kappið hafi borið fegurðina ofurliði þegar Þór frá Þorlákshöfn heimsótti Íslandsmeistara Vals í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Einn maður var leiddur út úr höllinni í handjárnum í upphafi síðari hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

„Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“

Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann.

Körfubolti
Fréttamynd

Sótbölvandi senseiinn sem elskaði að kenna

Boris Bjarni Akbachev féll frá á dögunum, 89 ára að aldri. Þar með er genginn einn mikilvægasti og áhrifamesti þjálfari íslensks handbolta. Boris þjálfaði lengst af yngri flokka hjá Val og marga af bestu handboltamönnum félagsins og landsins. Að sögn fyrrverandi leikmanna sem Vísir ræddi við var Boris mikill kennari sem bar hag þeirra fyrir brjósti, meðfram því sem hann blótaði þeim í sand og ösku.

Handbolti