KA

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 26-28 | Örlög KA-manna ráðast í lokaumferðinni

KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og viðtöl: KA - Valur 1-1 | Valur Lengju­bikar­meistari eftir víta­spyrnu­keppni

Valur er Lengjubikarmeistari 2023 eftir sigur gegn KA í vítaspyrnukeppni. Liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í dag og var staðan 1-1 eftir venjulega leiktíma en Birkir Már Sævarsson skoraði jöfnunarmark leiksins á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Halllgrímur Mar skoraði mark KA úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Í vítaspyrnukeppninni klikkaði KA á tveimur spyrnum en Valur á einni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vonandi verður þetta gott skref fyrir mig“

„Þetta er búið að vera í samtali við þennan klúbb í einhverjar vikur. Endanlega í dag var þetta klárt,“ sagði Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta en í dag var staðfest að hann muni taka við sænska liðinu Skövde í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Unnur ekki meira með á leik­tíðinni

Unnur Ómarsdóttir, hornamaður KA/Þórs og íslenska landsliðsins í handbolta, mun ekki leika meira með félagsliði sínu á yfirstandandi leiktíð í Olís-deild kvenna. Ástæðan er einföld, Unnur gengur með barn undir belti.

Handbolti