UMF Grindavík

Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga
Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld.

Sóknarleikurinn allsráðandi er Fjölnir vann í Grindavík
Það var mikið skorað er Fjölnir sótti Grindavík heim í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 96-111. Sanja Orozovic á allt hrós skilið fyrir ótrúlegan leik en án hennar hefði Fjölnir ekki átt möguleika í kvöld.

Spádómur Jónasar um Guðjón rættist
Spá Jónasar Þórhallssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, um að Guðjón Þórðarson ætti eftir að eiga erfitt með að finna sér vinnu í fótboltanum hér á landi eftir að hann kærði Grindavík reyndist réttur.

Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni
Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið.

Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“
Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 85-76 | Stjarnan á leið í undanúrslit
Stjörnumenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta með góðum níu stiga sigri gegn Grindvíkingum, 85-76.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 79-72 | Frábær stemningssigur ÍR í Hellinum
Í TM Hellinum fór fram leikur ÍR og Grindavík í 9. umferð Subway-deildar karla. Heimamenn í ÍR unnu sjö stiga sigur eftir baráttuleik sem gestirnir leiddu stærstan hluta leiksins. Þriðji sigur ÍR staðreynd og á sama tíma þriðja tap Grindavíkur.

Grindavík lagði Keflavík | Skallagrímur enn án stiga
Öllum leikjum dagsins í Subway-deild kvenna er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjunum fór það svo að Grindavík lagði nágranna sína í Keflavík og Breiðablik sá til þess að Skallagrímur er enn án stiga.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó
Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann.

Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur
„Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu
Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 90-75 | Öruggur sigur heimakvenna
Grindavík vann öruggan 15 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Valskonur unnu öruggan sigur á nýliðunum
Nýliðar Grindavíkur áttu ekki mikinn möguleika í Íslandsmeistara Vals þegar liðin mættust í Subway deildinni í körfubolta að Hlíðarenda í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Grindavík 86-71 | Nýliðarnir lögðu toppliðið
Nýliðar Vestra unnu virkilega sterkan 15 stiga sigur gegn toppliði Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 86-71, en fyrir leikinn höfðu Grindvíkingar unnið fjóra leiki í röð.

Tiago snýr aftur í Fram
Portúgalski miðjumaðurinn Tiago Manuel Silva Fernandes er snúinn aftur í raðir Fram og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla á næstu leiktíð.

Bragi skiptir í Hauka eins og faðir sinn, móðir og bróðir forðum
Grindvíkingurinn Bragi Guðmundsson verður ekki meira með Grindvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta því hann hefur skipt í 1. deildarlið Hauka.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsæti Subway-deildarinnar
Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann.

Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn
„Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld.

Grindavík ekki í vandræðum með Skallagrím
Barátta gulu liðanna í Subway-deild kvenna í körfubolta fór fram í Grindavík í kvöld þar sem Skallagrímur var í heimsókn. Fór að það svo að heimakonur unnu einkar sannfærandi sigur, lokatölur 88-61.

Tveir risa Subway-slagir í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins
Dregið var í átta liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í körfubolta í dag og það eru spennandi leikir fram undan.

Körfuboltakvöld um Kristófer Breka: „Hann á bara að vera læstur inni í sal að skjóta þristum“
Kristófer Breki Gylfason átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga er liðið lagði Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta og frammistaða hans fór ekki framhjá sérfræðingum Körfuboltakvölds.

Grindvíkingar fá liðsstyrk
Bandaríski bakvörðurinn EC Matthews er genginn til liðs við Grindavík og mun leika með liðinu út tímabilið í Subway-deild karla í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 77-86 | Grindvíkingar höfðu betur í toppslagnum
Tindastóll fékk Grindavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Grindvíkingar sköpuðu sér forustu sem þeir létu ekki af hendi og sigruðu að lokum. Lokatölur 77-86.

Daníel Guðni: Mér finnst við vera að bæta okkur gera þá hluti sem talað er um að gera
Grindvíkingar mættu á Sauðárkrók og sóttu öflugan útisigur á Tindastól. Lokatölur 77 – 86 og þjálfari liðsins, Daníel Guðni, var eðlilega sáttur með sigurinn.

Fjölniskonur snéru leiknum við í þriðja leikhluta | Keflvíkingar unnu stórt
Keflavík og Fjölnir unnu sigra í seinni tveim leikjum kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fjölniskonur snéru blaðinu við í þriðja leikhluta gegn Grindavík og unnu góðan fimm stiga sigur, 89-84, og Keflvíkingar unnu Breiðablik með 21 stigi, 80-59.

Ólafur Ólafsson með flugeldasýningu í gærkvöldi
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, fór svo sannarlega fyrir sínu liði í sigri á toppliði Njarðvíkur í gær.

Villurnar sem Njarðvíkingar töldu að ekki væri Fotios fyrir
Það varð kannski minna úr einvígi miðherjanna öflugu Ivan Aurrecoechea og Fotios Lampropoulos í gær en menn vonuðust til þegar Grindavík og Njarðvík mættust í Subway-deild karla. Ástæðan voru villuvandræði Grikkjans í fyrri hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 87-82 | Grindvíkingar fyrstir að leggja Njarðvíkinga
Grindavík vann góðan 87-82 sigur á Njarðvíkingum í 4. umferð Subway deildarinnar í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna allan leikinn. Tapið er það fyrsta hjá Njarðvík á tímabilinu.

Benedikt: Fengum flugeldasýningu frá Óla Óla
„Klárlega ekki okkar besta frammistaða en ýmislegt jákvætt. Ég er ekki að detta í þunglyndi þó við höfum tapað þessum leik, þetta var 50/50 leikur á erfiðum útivelli gegn góðu liði,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið gegn Grindavík í Subway-deildinni í kvöld.

Nýliðar Njarðvíkur áfram á flugi - Öruggur sigur Hauka í Grindavík
Tveimur leikjum er nýlokið í Subway deild kvenna í körfubolta.