Höttur

Fréttamynd

„Ég er að horfa í einn kaldann á Hótel Selfoss hjá Bjögga snögga í kvöld“

„Leikplanið hjá okkur varnarlega gekk upp, náðum að ýta þeim úr því sem þeir eru góðir í. Þetta var mjög vel framkvæmt hjá okkur. Trúin og hvernig við réðumst á þá í framlengingunni sýnir styrk hjá liði sem er búið að tapa fleiri lengjum en það hefur unnið. Það var öflugt að klára þetta,“ sagði glaður Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega.

Körfubolti
Fréttamynd

Frá­bær fim­leika­að­staða á Egils­stöðum

Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

Innlent
Fréttamynd

Maður í „sjokki“ á bekknum hjá Hetti

Varamenn körfuboltaliða skipta miklu máli þegar kemur að því að halda uppi stemmningunni í sínu liði. Þeirra viðbrögð og orka hafa áhrif og einn leikmaður á bekknum hjá Hetti sló í gegn hjá mönnunum í Subway Körfuboltakvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun: Höttur - Breiða­blik 91-69 | Blikar frystir á Egils­stöðum

Höttur hafði tapað fjórum leikum í röð áður en sjóðandi heitt lið Breiðabliks kom í heimsókn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá hvort liðið var í 2. sæti þegar leikurinn hófst en Höttur vann sannfærandi sigur. Það voru -13 gráður úti og hinir sjóðheitu Blikar höndluðu það ekki

Körfubolti
Fréttamynd

Höttur í undanúrslit eftir sigur á KR

Höttur varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta þegar liðið vann lánlaust lið KR í Vesturbænum. Munurinn gat ekki verið minni en gestirnir frá Egilsstöðum unnu leikinn 94-93. 

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Höttur 71-62 | Keflavík lengdi taphrinu Hattar

Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62.

Körfubolti