Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Guðmundur betri kostur en Viggó

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði hefur ákveðnar skoðanir á landsliðsþjálfaramálum íslenska landsliðsins. Hann mælir með Óskari Bjarna Óskarssyni í starfið en segir fleiri kosti koma til greina.

Handbolti
Fréttamynd

Boltinn er hjá HSÍ

Aron Kristjánsson er afar ósáttur við ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan Vallar á Sýn í gærkvöld þar sem hann gagnrýndi Aron og Dag Sigurðsson harðlega fyrir m.a. "slæma viðskiptahætti og kjarkleysi" í viðræðum sínum við HSÍ þar sem ráða átti landsliðsþjálfara.

Handbolti
Fréttamynd

Þorbergur talaði ekki fyrir hönd stjórnar HSÍ

Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, segir að ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan Vallar á Sýn í gærkvöldi hafi verið óheppileg, en tekur fram að hann hafi ekki verið að tala fyrir munn stjörnar HSÍ þegar hann skaut föstum skotum að Aron Kristjánssyni og Degi Sigurðssyni.

Handbolti
Fréttamynd

Patrekur vill vinna með Bogdan

Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Þremenningarnir þögulir

Þeir Dagur Sigurðsson, Geir Sveinsson og Aron Kristjánsson vilja ekkert segja um það sem kom fram hjá Þorbergi Aðalsteinssyni, stjórnarmanni HSÍ, í Utan vallar á Sýn í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Formaður HSÍ vill ekkert segja

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, vill ekkert segja að svo stöddu um ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í Utan vallar á Sýn í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi

Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina.

Handbolti
Fréttamynd

Þorbergur í Utan vallar

Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður í HSÍ, gagnrýndi þá sem höfnuðu starfi landsliðsþjálfara harkalega í þættinum Utan vallar á Sýn í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð í björgunarleiðangur fyrir HSÍ

Aron Kristjánsson hefur hafnað boði HSÍ um að gerast landsliðsþjálfari í handknattleik. Hann er fjórði þjálfarinn sem segir nei við HSÍ en áður höfðu Magnus Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson gefið sama svar og Aron.

Handbolti
Fréttamynd

Þeir þorðu ekki í verkefnið

Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður í HSÍ, skaut föstum skotum að mönnunum sem sambandið hefur rætt við um að taka við landsliðsþjálfarastöðunni undanfarna daga og vikur í þættinum Utan Vallar á Sýn í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

HSÍ að leita til útlanda

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, segir að sambandið sé nú fyrst og fremst að horfa til útlanda hvað varðar ráðningu nýs landsliðsþjálfara.

Handbolti
Fréttamynd

Meiri líkur en minni á að Geir taki við landsliðinu

Samkvæmt heimildum Vísis eru nú meiri líkur á því en minni að Geir Sveinsson taki við íslenska landsliðinu í handbolta. Þessar sömu heimildir herma að Geir muni funda með HSÍ í kvöld eða á morgun þar sem endanleg ákvörðun muni verða tekin í málinu. Aðeins mun vera eftir að útkljá launamálin.

Handbolti
Fréttamynd

Valsstúlkur komust áfram

Kvennalið Vals er komið í átta liða úrslit í Áskorendakeppni Evrópu. Liðið vann Lasta Radnicki frá Slóveníu 31-30 í Vodafone-höllinni í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Fram úr leik þrátt fyrir sigur

Fram er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Liðið vann eins marks sigur á CSU Poli í Rúmeníu í morgun en heimamenn unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum í gær og komast því áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Fram tapaði fyrri leiknum í Rúmeníu

Framarar töpuðu í morgun fyrir rúmenska liðinu CSU Poli 24-26 en þetta var fyrri leikur þessara liða í Áskorendakeppni Evrópu. Báðir leikirnir fara fram í Rúmeníu en leikurinn í morgun var skráður heimaleikur Fram.

Handbolti
Fréttamynd

HSÍ hefur viðræður við Geir

Heimildir Vísis herma að stjórn Handknattleikssambands Íslands muni í dag hefja samningaviðræður við Geir Sveinsson um að taka að sér starf A-landsliðsþjálfara karla.

Handbolti
Fréttamynd

Hvern á HSÍ að ráða?

Eftir að Dagur Sigurðsson afþakkaði starf landsliðsþjálfara er ljóst að leitin að eftirmanni Alfreðs Gíslasonar er komin á byrjunarreit.

Handbolti
Fréttamynd

Geir og Aron ekki afhuga starfinu

Geir Sveinsson og Aron Kristjánsson segja báðir í samtali við Vísi að þeir myndu íhuga málið vandlega ef HSÍ myndi leita til þeirra vegna landsliðsþjálfarastarfsins.

Handbolti
Fréttamynd

HSÍ með nýjan mann í sigtinu

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, staðfesti í samtali við Vísi að forsvarsmenn sambandsins væru með ákveðinn mann í huga sem rætt verður við næst í tengslum við landsliðsþjáfarastöðuna.

Handbolti
Fréttamynd

Valur og Fram í úrslitin

Valur og Fram munu mætast í úrslitaleik Eimskips-bikars karla í handbolta en undanúrslitaleikirnir fóru fram í kvöld. Fyrirfram var búist við því að þessi tvö lið bæru sigur úr býtum í kvöld en þó kom ýmislegt á óvart.

Handbolti