
Ástin á götunni

Framtíð landsliðsins björt
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segir að miðað við aldur og reynslu leikmanna íslenska landsliðsins lofi framtíðin verulega góðu. "Ég vona að ég fái að lifa í nokkur ár í viðbót svo ég geti áfram fylgst með íslenska landsliðinu,“ sagði hann.

Sepp Blatter heimsækir Ísland í næstu viku
Sepp Blatter, forseti FIFA, mun heimsækja Ísland í næstu viku en hann mun koma til landsins næstkomandi mánudag, 8. október. Þetta er í annað skiptið sem Sepp Blatter heimsækir landið síðan hann tók við sem forseti FIFA en hann kom hingað sama ár og hann tók við embættinu, árið 1998. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Stelpurnar mæta Úkraínu á Krímskaganum
Íslenska kvennalandsliðið tekur í næsta mánuði þátt í umspili um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð sem fram fer næsta sumar. Nú er orðið ljóst hvenær umspilsleikir liðsins á móti Úkraínu fara fram en KSÍ segir frá því í frétt á heimasíðu sinni.

Ragnar: Pappakassar og pabbapólitík hjá HK
Ragnar Gíslason var í gær rekinn sem þjálfari 2. deildarliðs HK en hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag.

Hjörtur náði hundraðasta marki sínu í 1. deild í síðustu umferðinni
Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði fyrir Víking Reykjavík í 3-3 jafntefli á móti Vikingi Ólafsvík í lokaumferð 1. deildar karla í gær. Hjörtur var að skora þarna sannkallað tímamótamark því þetta var hundraðasta mark hans í næstefstu deild.

Bessi Víðisson: Skoraði fimm mörk í lokaleiknum og tryggði sér markakóngstitilinn
Bessi Víðisson, 22 ára framherji í sameiginlegu liði Dalvíkur og Reynis, er markakóngur í 2. deild karla í fótbolta en það þurfti fimm marka leik hjá kappanum til að hann næði markakóngstitlinum af Þórði Birgissyni hjá KF.

Leiknismenn björguðu sér með þriðja sigrinum í röð | Völsungur og KF koma upp
Lokaumferðin í 1. deild karla í fótbolta fór fram í dag og þar réðst hvaða lið féll út 1. deildinni með ÍR. Leiknismenn björguðu sæti sínu á kostnað Hattarmanna. Þá var einnig spiluð síðasta umferðin í 2. deild karla og eftir mikla dramatík er það ljóst að það verða Völsungur og KF sem taka sæti ÍR og Hattar.

Lífsbaráttulaugardagur: Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deildinni
Lokaumferðir 1. deildar og 2. deildar karla í fótbolta fara fram í dag og þar kemur í ljós hvaða lið fylgir ÍR niður úr 1. deildinni og hvaða tvö lið munu koma upp úr 2. deildinni í staðinn. Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deild en fjögur lið eiga enn von um að tryggja sér sæti í 1. deildinni.

Úkraínsku stelpurnar voru líka með á síðasta Evrópumóti - öflugar á þessu ári
Úkraínska kvennalandsliðið verður mótherji Íslands í umspilinu um laust sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð en það var dregið í dag. Líkt og með íslenska liðið þá var Úkraína með á Evrópumótinu í Finnlandi fyrir fórum árum síðan.

Íslensku stelpurnar mæta Úkraínu í umspilinu
Það er búið að draga fyrir umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru í pottinum þegar dregið var í í höfuðstöðvum UEFA í dag og mæta Úkraínu.

Helena tekur við Val af Gunnari
Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

Það fór að heillirigna á stelpurnar á síðustu æfingunni fyrir leik
Íslenska kvennalandsliðið fékk óblíðar viðtökur hjá veðurguðunum á á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag þegar stelpurnar voru á síðustu æfingu sinni fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni sem verður á móti Noregi á morgun. Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð næsta sumar.

Dansa stelpurnar okkar svona eftir leikinn í Osló á miðvikudaginn?
Það eru skemmtilegir karakterar í franska kvennalandsliðinu í fótbolta alveg eins og því íslenska. Íslensku stelpurnar eru komnar til Noregs þar sem þær mæta heimastúlkum á miðvikudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í Svíþjóð næsta sumar.

Leiknir vann fallbaráttuslaginn gegn Hetti | Djúpmenn tryggðu sæti sitt
Leiknir úr Breiðholti vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur þegar liðið sótti Hött heim í botnslag 1. deildar karla í knattspyrnu í dag. Þá tryggði BÍ/Bolungarvík sæti sitt í deildinni að ári með stórsigri á ÍR.

Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór
Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári.

Nýju markaprinsessur landsliðsins
Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið markadrottning kvennalandsliðsins í mörg ár en Elín Metta og Sandra María, tvær 17 ára stelpur, slógu í gegn í Pepsi-deild kvenna í ár og eru í íslenska landsliðshópnum fyrir gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni EM.

Allar með á æfingu nema Rakel Hönnudóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir voru báðar með á æfingu kvennalandsliðsins í dag og það er mikil bjartsýni í íslenska hópnum um að þær geti báðar verið með á móti Norður-Írlandi á morgun í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM. Sigur tryggir íslenska liðinu í það minnsta þátttökurétt í umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM.

Lærið í lagi en ökklinn teygður hjá Katrínu fyrirliða
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalands-liðsins, er bjartsýn á að geta tekið þátt í afar mikilvægum landsleikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi í undankeppni EM. Katrín æfði ekki með liðinu í gær en það var þó vegna annarra meiðsla en ógnuðu þátttöku hennar í lokaleikjum undankeppninnar.

Margrét Lára fer í aðgerð við fyrsta tækifæri
Margrét Lára Viðarsdóttir er komin til móts við íslenska kvennalandsliðið og verður væntanlega með í mikilvægum leikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi. Markahæsti leikmaður liðsins var ekki í hópnum til að byrja með vegna meiðsla en tók þátt í síðasta leik Kristianstad og landsliðsþjálfarinn kallaði á hana í framhaldinu.

Allt bendir til þess að Katrín og Margrét Lára verði báðar leikfærar á laugardaginn
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardaginn þar sem sigur tryggir íslensku stelpunum í það minnsta þátttöku í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð.

Íslenska landsliðið er enn efst á lista Arons
Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur.

Utan vallar: Upp með hausinn og áfram gakk!
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til.

Sjöunda tapið í röð hjá 21 árs landsliðinu - töpuðu 0-5 í Belgíu
Íslenska 21 árs landsliðið lék sinn síðasta leik í undankeppni EM í kvöld þegar strákarnir hans Eyjólfs Sverrissonar töpuðu 5-0 á móti Belgíu í Freethiel. Íslenska liðið vann Belga í fyrsta leiknum sínum í riðlinum en tapaði síðan sjö síðustu leikjunum sínum með markatölunni 2-20.

Miðverðir í bakvarðarstöðunum á móti Belgum í kvöld
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari hjá 21 árs liði karla í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Belgíu í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM.

Völsungur hársbreidd frá sæti í 1. deildinni
Völsungur þarf aðeins eitt stig til viðbótar til að tryggja sæti sitt í 1. deild karla að ári. Liðið vann 1-0 sigur á Fjarðabyggð í dag.

Víkingur Ó færist nær Pepsi-deildinni | ÍR fallið
Víkingur frá Ólafsvík er kominn með annan fótinn í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á ÍR í dag. ÍR-ingar eru fyrir vikið fallnir úr 1. deildinni.

Lagerbäck: Enginn njósnari á æfingu Norðmanna
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, gaf lítið fyrir spurningar norskra blaðamanna í morgun sem vildu vita hvort að hann ætlaði reyna að afla sér upplýsinga um æfingar norska liðsins.

Kolbeinn verður ekki með á móti Noregi og missir líka af Kýpurleiknum
Kolbeinn Sigþórsson, framherji Ajax og íslenska landsliðsins, verður ekki með landsliðinu í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2014. Þetta staðfesti landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag.

Sparkaði ekki í bolta í rúma tvo mánuði en það dugði ekki til
Margrét Lára Viðarsdóttir, aðalmarkaskorari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með í lokaleikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Þetta eru leikir á móti Norður-Írlandi og Noregi og þar geta íslensku stelpurnar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Það er mikið áfall fyrir landsliðið að vera án markadrottningarinnar í þessum mikilvægu leikjum.

Kolbeinn enn í Hollandi | Fer í læknisskoðun á morgun
Kolbeinn Sigþórsson er enn í Hollandi og mun á morgun hitta sérfræðing til að meta meiðsli hans. Ísland leikur gegn Noregi á föstudagskvöldið.