Ástin á götunni
Markalaust í hálfleik
Staðan er 0-0 í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM kvenna. Íslensku stelpurnar hafa staðið sig vel gegn gríðarlega sterku liði Frakklands og hafa náð góðu spili. Frakkar áttu þó besta færi fyrri hálfleiks þegar leikmaður þeirra skaut yfir ein á móti Þóru B. Helgadóttir. Þetta er 50. leikur Eddu Garðarsdóttur.

Allir á völlinn
Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur klukkan 14 í dag mjög mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni EM í knattspyrnu. KSÍ setur markið hátt, stefnan er að bæta aðstóknarmetið á Laugardalsvelli á kvennalandsleik. Aðsóknarmetið er 2.974 manns sem sáu leik Íslands og Englands árið 2005.

Þjóðarstoltið rifið upp
Þjálfari kvennalandsliðsins beitir skemmtilegri aðferð til að peppa stelpurnar upp. „Við gerum þetta fyrir alla leiki,“ sagði Sigurður um myndband sem hann sýnir daginn fyrir leik og rétt fyrir upphafsspyrnuna.

Það vilja allir vinna okkur
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson starfar sem sölumaður hjá Góu-Lindu í sumar en stundar þar að auki tannlæknanám. „Það er kannski smá kaldhæðni í því að vera að selja nammi og vera svo í tannlækningum,“ sagði Ásgeir í léttum tón en hann skoraði fyrra mark FH í 2-0 sigrinum á KR.

Meira en helmingur markanna gegn KR
Guðmundur Sævarsson, bakvörðurinn knái í FH, skoraði í fyrrakvöld annað mark sinna manna gegn KR í Vesturbænum. Það var hans ellefta mark í efstu deild á ferlinum en þar af hefur hann skorað sex þeirra á móti KR. Guðmundur skoraði þrennu í 7-0 sigrinum fræga á Kaplakrikavelli í lokaleik umferðarinnar 2002 og þar að auki hefur hann skorað þrívegis í Vesturbænum.

Í byrjunarliðinu í haust?
Stephen Frail, aðstoðarþjálfari Hearts, fer fögrum orðum um unglingalandsliðsmanninn Eggert Gunnþór Jónsson sem er á mála hjá félaginu. Frail vonast til að Eggert fái fleiri tækifæri til að sýna sig á næsta tímabili en hann kom við sögu í fimm leikjum liðsins í vetur.

Sigurður velur hópinn sem mætir Frökkum og Serbum
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Serbíu í undankeppni EM 2009 í Finnlandi. Íslenska liðið mætir sterku liði Frakka 16. júní og Serbum þann 21. júní en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum.

Niðurlæging á Råsunda leikvanginum
Leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM var að ljúka og er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi verið niðurlægt af frændum okkur frá Svíþjóð. Svíar unnu 5-0 stórsigur og ljóst að eitthvað róttækt þarf að gerast til að snúa við gengi íslenska liðsins.

U19: Ísland 5-2 Azerbaijan
Íslenska U19 ára landslið Íslands lauk í dag keppni í milliriðli í Noregi fyrir EM með sigri á Azerbajian 5-2. Ísland hafði áður tapað fyrir Noregi og Spáni með litlum mun. Íslendingar enda því í öðru sæti riðilsins með 3 stig.

Ísland - Liechtenstein: 1-0 í hálfleik
Það er komið hlé í leik íslands og Liechtenstein. Staðan er 1-0 og var það Brynjar Björn Gunnarsson sem skoraði markið með skalla á 27. mínútu eftir aukaspyrnu frá Emil Hallfreðssyni. Íslenska liðið var þó ekki sannfærandi eftir markið og skapaði lítið af færum.
Brynjar Björn búinn að koma íslendingum yfir
Brynjar Björn er búinn að skora fyrsta markið í leiknum á milli Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Brynjar skoraði markið með skalla eftir aukaspyrnu frá Emil Hallfreðssyni. Markið kom á 27. mínútu og staðan því orðin 1-0.

Undankeppni EM: Leikir dagsins
Ísland mætir Liechtenstein í dag klukkan 16:00 í F-riðli undankeppni EM. Fleiri leikir munu fara fram í dag út um alla evrópu. Leikir dagsins eru:

U19: Ísland tapaði fyrir Noregi
Íslenska U19 liðið tapaði í dag fyrir heimamönnum í Noregi. Leikurinn fór 4-3 en staðan í hálfleik var 3-2. Þetta var annar leikur drengjanna í milliriðli fyrir EM en þeir töpuðu fyrir spánverjum á miðvikudag 3-2.

Leik ÍBV og Stjörnunar frestað
Leik ÍBV og Stjörnunnar í fyrstu deildinni hefur verið frestað aftur vegna þess að ófært er með flugi til Eyja. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var þá frestað þar til í kvöld. Leikurinn hefur verið færður til klukkan 16:00 á sunnudaginn.

U19: Byrjunarliðið gegn Noregi
U19 landslið karla mætir Noregi í dag í milliriðli fyrir EM. Norðmenn eru á heimavelli í þessum leik en riðillinn er allur spilaður í Noregi. Íslenska landsliðið hefur spilað einn leik í riðlinu, 3-2 tap fyrir spánverjum sem eru núverandi handhafar titilsins.

Ísland sigraði Grikkland
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði 0-3 í undankeppni EM, en þetta var fyrsti leikur Íslands í keppninni og fór hann fram í Aþenu. Staðan var 0-2 í hálfleik.

Tap fyrir Spánverjum
Íslenska 19 ára landsliðið tapaði í kvöld fyrir Spánverjum 3-1 í milliriðli fyrir EM í knattspyrnu. Riðillinn er spilaður í Noregi þar sem íslenska liðið mætir næst heimamönnum á föstudaginn. Skúli Jón Friðgeirsson kom íslenska liðinu yfir í leiknum í dag en það spænska, sem á titil að verja í keppninni, skoraði þrívegis í síðari hálfleiknum.
U19: Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í dag
U19 landslið Íslands í knattspyrnu hefur leik í milliriðli fyrir EM klukkan 17:00 í dag gegn Spánverjum, en þess má geta að Spánverjar eru núverandi meistarar í þessum aldursflokki. Milliriðillinn er leikinn í Noregi.

Íslenska landsliðið upp um eitt sæti á lista FiFA
Íslenska landsliðsið í knattspyrnu er í 96. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Liðið fer upp um eitt sæti frá því í síðasta mánuði.

Átta Valsstúlkur í landsliðshópnum
Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsliðsþjálfari valdi í dag hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Englendingum á Roots Hall þann 17. maí næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals eiga áberandi flesta fulltrúa í hópnum.
Ein breyting á U-17 ára landsliðinu
Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum sem leikur til úrslita í Evrópukeppni landsliða leikmanna 17 ára og yngri. KR-ingurinn Dofri Snorrason tekur sæti í liðinu fyrir Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki sem er meiddur. Íslendingar mæta Englendingum í fyrsta leik 2. maí.
Fyrsti leikur gegn Englendingum
Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U-17 ára landsliða. Íslenska liðið er í riðli með Englendingum, Belgum og Hollendingum. Leikið verður í Belgíu dagana 2.-13. maí. Átta lið taka þátt í keppninni og fimm efstu liðin tryggja sér þáttökurétt á HM í Suður-Kóreu. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Englendingum og verður sjónvarpsstöðin Eurosport með eitthvað af leikjum mótsins í beinni útsendingu.
Kolbeinn skoraði fernu í sigri Íslands
Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjögur mörk fýrir íslenska U-17 ára landsliðið sem lagði það rússneska af velli, 6-5, í undanriðli fyrir Evrópukeppnina í þessum aldurslokki. Íslendingar tryggðu sér þar með efsta sætið í undanriðlinum, hlutu alls fimm stig í þremur leikjum og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppni EM.
Rúnar Kristinsson í KR?
Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi atvinnumaður hjá Lokeren í Belgíu, er við það að ganga í raðir KR og mun leika með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Íslands í dag, heldur þessu fram á bloggsíðu sinni og segir ekki langt að bíða þar til tilkynnt verður opinberlega um komu Rúnars í Vesturbæinn.

Sjö breytingar á íslenska liðinu
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert sjö breytingar á byrjunarliði kvennalandsliðsins sem leikur við Íra í Algarve Cup æfingamótinu í Portúgal á morgun. Þar ber hæst að Anna Björg Björnsdóttir verður í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Íslenska liðið spilar leikaðferðina 4-4-2 og hefst leikurinn klukkan 18 að íslenskum tíma á morgun.
Tap fyrir Ítalíu
Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 2-1 fyrir því ítalska í fyrsta leik sínum í Algarve bikarnum sem fram fer í Portúgal. Ítalska liðið skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, en áður hafði Margrét Lára Viðarsdóttir jafnað leikinn úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar.
Sigurður valdi 20 stúlkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 20 stúlkur til að taka þátt í Algarve-mótinu í knattspyrnu sem hefst í Portgúal þann 5. mars nk. Átta leikmenn Vals eru í hópi Sigurðar.
KR tapaði naumlega fyrir Rosenborg
KR tapaði naumlega fyrir norsku meisturunum í Rosenborg, 1-0, á æfingamóti á La Manga í dag. Eftir því sem fram kemur á vef Nettavisen í Noregi áttu KR-ingar fínan leik og hefðu vel getað skorað mörk í leiknum. Það var Alexander Banor Tettey sem skoraði mark Rosenborg.

Nýr framkvæmdastjóri KSÍ
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að veita Geir Þorsteinssyni, nýjum formanni sambandsins, heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu framkvæmdastjóra.
Dregið í riðla á EM
Í dag var dregið í riðla fyrir Evrópumót undir 21 árs landsliða karla í knattspyrnu en úrslitakeppnin verður í Svíþjóð eftir tvö ár. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og lenti í sjöunda riðli með Belgíu, Slóvakíu, Austurríki og Kýpur. Riðlarnir eru tíu og sigurvegarar hvers riðils komast áfram ásamt fjóru bestu þjóðunum í öðru sæti riðlanna.