Brottvísun egypskrar fjölskyldu

Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir
Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti.

Segjast aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja fjölskylduna úr landi
Stoðdeild ríkilögreglustjóra segist aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja Khedr-fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum.

Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar
Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun.

Flugvélin til Amsterdam farin í loftið
Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam.

Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið
Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi.

Velferðarsamfélag – í alvöru!
Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá.

Hundruð mótmæla á Austurvelli
Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi.

Segjast ekki beita sér í einstaka málum
Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi.

Öxlum ábyrgð á alþjóðavettvangi
Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða.

Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi
Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi.

Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“
Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins.

Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun.


Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn
Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför.

Telur brottvísun barnanna stangast á við stjórnarskrána
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að skoða eigi hvort egypska fjölskyldan sem vísa á úr landi á miðvikudag geti fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag
Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra.

Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag.

Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“
Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag.

Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“
Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar.

„Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag.

Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna
Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað.

Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku.

Tíminn og börnin
Hver sem manneskjan er, hvaða reynslu sem hún ber, hvernig sem hún skilgreinir sig, hvort sem hún hefur verið atvinnulaus í mörg ár eða vinnur hjá Útlendingastofnun, hvort sem hún er hælisleitandi frá Egyptalandi eða stúdent frá Skagafirði; okkur ber að sjá og virða hið heilaga í manneskjunni.

Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“
Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi
Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu.

Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi.

„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“
Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel