Spænski boltinn

Fréttamynd

Pique nýtir sér vinsældir Messis

Gerard Pique er vitaskuld vel meðvitaður um vinsældir síns gamla lagsbróður til margra ára, Lionels Messi. Pique hefur nú keypt sjónvarpsútsendingaréttinn á Spáni frá leikjum Argentínumannsins í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sáttur á Spáni en NBA draumurinn lifir góðu lífi

Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við spænska úrvalsdeildarliðið Zaragoza. Tryggvi Snær er á leiðinni inn í sitt fimmta tímabil á Spáni og er nokkuð sáttur með lífið. 

Körfubolti
Fréttamynd

Spánar­meistarar Atlético byrja á sigri

Angel Correa sá til þess að Spánarmeistarar Atlético Madrid hófu tímabilið á sigri er liðið mætti Elche í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur 1-0, einkar óvænt eða hitt þó heldur.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti sver fyrir áhuga á Ronaldo

Svo virðist vera að blaðamaður spænsku sjónvarpsstöðvarinnar El Chiringuito hafi skáldað upp frétt sína í morgun um að Carlo Ancelotti hefði áhuga á því að kaupa Cristiano Ronaldo til Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Barca skuldar Messi 52 milljónir evra

Lionel Messi virðist ætla að halda áfram að hafa áhrif á fjárhaginn hjá FC Barcelona þrátt fyrir að hafa yfirgefið félagið. Hann á inni milljarða í ógreidd laun hjá spænsku risunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Memphis loksins skráður í Barcelona

Barcelona hefur tekist að skrá nýja leikmenn félagsins í hóp liðsins fyrir fyrstu umferð spænsku deildarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Kepa kom inn fyrir vítakeppnina og tryggði Chelsea Ofurbikarinn

Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin.

Fótbolti
Fréttamynd

Fleiri lið en Barcelona í vandræðum vegna nýju reglanna

Nýtt tímabil í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst eftir tvo daga með leik Valencia og Getafe á föstudagskvöld. Valencia er ásamt stórliðinu Barcelona á meðal nokkurra liða í deildinni sem ekki geta skráð nýja leikmenn sína til leiks vegna nýrra fjárhagsreglna í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG fékk Messi frítt en greiðir himinhá laun

Lionel Messi hefur samþykkt tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint Germain sem fær argentínska snillinginn á frjálsri sölu. PSG þarf hins vegar að borga honum stórar upphæðir fyrir þjónustu hans inn á vellinum.

Fótbolti