Þýski boltinn

Fréttamynd

Fer fram á sölu frá Bayern

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves er sagður eiga fund með forráðamönnum Bayern Munchen í dag, þar sem hann muni fara fram á að verða seldur frá félaginu til Manchester United. Enska liðið ku hafa mikinn áhuga á að fá Hargreaves í sínar raðir, en hann er nýbúinn að framlengja samning sinn við þýska liðið og ólíkt þykir að hann fari fyrir minna en 13 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Hargreaves er ekki til sölu

Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen voru fljótir að bregðast við þeim tíðindum sem bárust fyrr í dag þess efnis að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves væri á leið til Manchester United. Framkvæmdastjóri Bayern segir málið einfalt - Hargreaves sé alls ekki til sölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hargreaves íhugar tilboð Man Utd

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen segist nú vera að íhuga tilboð frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Hargreaves hefur nýverið skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska liðið, en segist ekki geta annað en hugsað sig vel um þegar lið eins og Manchester United sýni honum áhuga.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballack viss um gott samband við Lampard

Michael Ballack, nýi miðjumaðurinn í stjörnum prýddu liði Chelsea á komandi leiktíð er viss um að hann og Frank Lampard eigi eftir að ná vel saman á miðjunni hjá Chelsea í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern að undirbúa tilboð?

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa enn ekki sagt sitt síðasta orð í máli Ruud Van Nistelrooy og nú berast þær fregnir frá Englandi að Bayern hafi í hyggju að bjóða enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves auk peningaupphæðar til að landa hollenska framherjanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Magath framlengir samning sinn

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa framlengt samning þjálfarans Felix Magath um eitt ár og mun hann því stýra liðinu út árið 2008. Magath hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við því árið 2004 og hefur stýrt því til sigurs í bæði deild og bikar bæði tímabilin sem hann hefur verið við stjórn.

Fótbolti
Fréttamynd

Real og Bayern á höttunum eftir Nistelrooy

Nú virðist sem Real Madrid ætli að veita Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen samkeppni um hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United, en framtíð hans hjá enska félaginu virðist vera mjög óljós.

Fótbolti
Fréttamynd

Við höfum efni á Nistelrooy

Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen eru enn að gera hosur sínar grænar fyrir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United og í dag fullyrti yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern að félagið hefði vel efni á að kaupa Nistelrooy.

Fótbolti
Fréttamynd

Magath sáttur við tvo titla

Felix Magath, stjóri Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segist afar sáttur við að hafa landað tveimur titlum í hús á leiktíðinni og þykir gagnrýnendur liðsins of grimmir þegar þeir velta sér upp úr því að liðið hafi fallið úr leik strax í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Podolski á leið til Bayern Munchen

Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Bayern Munchen þýskur meistari

Jafntefli gegn Kaiserslautern dugði Bayern Munchen til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í knattspyrnu í dag. Helstu keppinautarnir, Hamburg SV töpuðu 4-2 á útivelli á sama tíma gegn Hertha Berlin og eru 6 stigum á eftir Bayern þegar ein umferð er eftir. Þetta er 20. meistaratitill Bayern Munchen.

Sport
Fréttamynd

Keisarinn lætur Ballack heyra það

"Keisarinn" Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, lét Michael Ballack heyra það eftir úrslitaleikinn í bikarnum í Þýskalandi í gær, þar sem Bayern bar sigurorð af Frankfurt 1-0. Beckenbauer segir að Ballack sé í huganum þegar orðinn leikmaður Chelsea og var hundfúll með slaka frammistöðu þýska landsliðsmannsins í gær, rétt eins og í síðustu leikjum í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Kahn ætlar að spila tvö ár í viðbót

Þýski markvörðurinn Oliver Kahn hjá Bayern Munchen gaf það út í dag að hann ætli sér að spila í tvö ár til viðbótar með liðinu áður en hann leggur hanskana á hilluna. Kahn missti sæti sitt í þýska landsliðinu til hendur Jens Lehmann hjá Arsenal á dögunum, en ætlar ekki að láta það hafa áhrif á sig og segist muni verða til taks á HM ef Þýskaland þarf á honum að halda.

Sport
Fréttamynd

Bayern bikarmeistari

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen tryggðu sér í dag bikarmeistaratitilinn þegar liðið lagði Frankfurt í úrslitaleik og er því í kjörstöðu til að vinna tvöfalt annað árið í röð, sem er nokkuð sem engu liði hefur áður tekist frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Það var Perúmaðurinn Claudio Pizarro sem skoraði sigurmark Bayern á 59. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Kemst Bayern í sögubækurnar?

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa sett stefnuna á að verða fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar til að vinna bæði deild og bikar tvö ár í röð og á morgun gæti liðið tekið stórt skref í átt að þeim frábæra árangri með því að leggja Frankfurt í úrslitaleik bikarkeppninnar. Bayern er auk þess í lykilstöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 20. skipti og gæti í besta falli tryggt sér hann í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Bayern í úrslitin

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði smálið St.Pauli 3-0 í undanúrslitunum. Owen Hargreaves kom Bayern yfir á 15. mínútu leiksins og það var svo Claudio Pizarro sem innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútum undir lok leiksins. Bayern mætir Frankfurt í úrslitaleik keppninnar um mánaðarmótin.

Sport
Fréttamynd

Ballack fer til Chelsea vegna peninganna

Uli Hoeness hjá Bayern Munchen segir að ef Michael Ballack kjósi að ganga til liðs við Chelsea í sumar eins og allt útlit er fyrir, sé það aðeins vegna þess að hann sé að eltast við peninga.

Sport
Fréttamynd

Bremen burstaði Bayern

Baráttan um Þýskalandsmeistaratitilinn í knattspyrnu opnaðist nokkuð í dag þegar Werder Bremen vann 3-0 sigur á meisturum Bayern Munchen á heimavelli sínum. Bastian Schweinsteiger skallaði boltann í eigið net eftir hálftíma leik og Daninn Daniel Jensen og Tim Borowski bættu við tveimur mörkum undir lokin til að fullkomna slæma viku fyrir Oliver Kahn, markverði Bayern.

Sport
Fréttamynd

Við viljum enga Beckham-týpu í stað Ballack

Felix Magath er alveg með það á tæru hvernig leikmann Bayern Munchen þurfi til að fylla skarð Michael Ballack í liðinu ef hann fer til Chelsea í sumar eins og altalað er. Magath segist ekki þurfa neinn David Beckham í lið Bayern, heldur baráttuhund sem búi yfir sæmilegum hæfileikum.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Heiðar til Hannover

Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover og gengur til liðs við félagið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska liðsins Halmstad í dag, en vitað var að Gunnar væri í viðræðum við félag í þýsku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Bayern vantar leiðtoga

Fyrrum landsliðsmaðurinn Lothar Matthaus er ekki í vafa um hvað lið Bayern Munchen þarf að gera til að fylla skarð Michael Ballack sem að öllum líkindum gengur í raðir Chelsea í sumar. Matthaus telur að Bayern eigi að leita sér að leiðtoga - ekki hæfileikamanni.

Sport
Fréttamynd

Getum ekki keppt við Chelsea

Uli Hoeness hefur viðurkennt að þýsku meistararnir Bayern Munchen eigi ekki möguleika á að keppa við Chelsea um Michael Ballack, en talið er víst að Ballack gangi í raðir Chelsea á næstu misserum.

Sport
Fréttamynd

Ég dáist að Jurgen Klinsmann

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist vera mikill aðdáandi hins umdeilda landsliðsþjálfara Þjóðverja, Jurgen Klinsmann og í viðtali við þýska blaðið Bild, sagði Portúgalinn að Klinsmann væri hugaður maður sem væri óhræddur við að tefla fram ungum leikmönnum.

Sport
Fréttamynd

Farinn að leita að eftirmanni Michael Ballack

Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segist vera búinn að sætta sig við að Michael Ballack fari frá félaginu í sumar og segir að enginn maður í herbúðum liðsins nú geti fyllt það skarð sem hann skilur eftir sig sem leiðtogi á vellinum.

Sport
Fréttamynd

Mönchengladbach upp um 3 sæti í það sjötta

Borussia Mönchengladbach lyfti sér upp um þrjú sæti og í það sjötta með 2-0 sigri á Arminia Bielefeld í þýsku Bundesligunni í fótbolta í dag en tveir leikir fóru þá fram. Þá skildu Eintracht Frankfurt og Wolfsburg jöfn, 1-1. Bayern Munchen er efst í deildinni þrátt fyrir ósigur á heimavelli í gær fyrir Hamburg, eru með 58 stig en Werder Bremen, sem gerði 1-1 jafntefli við Bayer Leverkusen er í 2. sæti með 50 stig. Mönchengladbach er með 33 stig í 6. sætinu.

Sport
Fréttamynd

Klinsmann kallaður á teppið í þinginu

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu gæti þurft að mæta inn á teppið í þýska þinginu á næstu dögum og ekki af góðu. Þingmenn þar í landi eru órólegir í kjölfar þess að þýska landsliðið var tekið í bakaríið af Ítölum í vináttulansleik í vikunni þar sem úrslitin urðu 4-1 fyrir smjörgreiddu súkkulaðistrákana.

Sport
Fréttamynd

Loks tapaði Bayern Munchen á heimavelli

Bayern Munchen tapaði sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu í þýska Bundesligunni í fótbolta í dag þegar Hamburger SV kom í heimsókn til Munchen og vann 1-2 útisigur. Hollendingurinn Nigel de Jong skoraði sigurmarkið á 89. mínútu eftir að Memeth Scholl hafði jafnað metin fyrir heimamenn, 6 mínútum áður.

Sport
Fréttamynd

Ballack til Chelsea?

Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um að Chelsea sé að undibúa stórt samningstilboð handa Michael Ballack hjá Bayern Munchen, en hann verður samningslaus í sumar. Leikmaðurinn sjálfur, sem og umboðsmaður hans vilja þó ekkert kannast við þessar fréttir.

Sport
Fréttamynd

Bayern á siglingu

Meistarar Bayern Munchen létu vonbrigðin gegn AC Milan í meistaradeildinni í vikunni ekki hafa áhrif á sig í dag þegar liðið malaði Frankfurt 5-2 og vann þar með 11. heimaleikinn í röð í deildinni. Michael Ballack og Paolo Guerrero skoruðu tvö mörk hvor og Claudio Pizzaro eitt og Bayern hefur þægilega forystu á toppi deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Trapattoni rekinn frá Stuttgart

Ítalski knattspyrnustjórinn Giovanni Trapattoni hefur verið rekinn úr starfi hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart eftir aðeins 8 mánuði í starfi. Það verður fyrrum þjálfari Hansa Rostock, Armin Veh, sem tekur við liðinu í hans stað.

Sport