
Íslensk fræði

Steinólfsbörn hvumsa við ásökun Finnboga um ritstuld
Þau Sesselja, Halla Sigríður og Stefán Skafti Steinólfsbörn hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Finnboga Hermannssonar á hendur Bergsveini Birgissyni um ritstuld og krefjast þess að hann dragi ummæli sín til baka.

Stærðfræðilegar aðferðir varpa nýju ljósi á Snorra Sturluson
Sturla Þórðarson var að öllum líkindum afkastameiri höfundur en almennt hefur verið talið hingað til og Snorri Sturluson var ólíklega eini höfundur Heimskringlu. Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á stíleinkennum fornsagnanna.

Rostungakenningin hreint ekki ný af nálinni
Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma.

Svar við bréfi Bergsveins
Mér er innanbrjósts eins og Jóni þjófi. Eftir að stolið var frá Jóni aumingjanum, var hann aldrei kallaður annað en Jón þjófur.

Stutt leiðrétting og áminning til Finnboga Hermanssonar
Ekki linnir því ómálefnalega hvað varðar mínar ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni, sem voru rökstuddar með greinargerð af minni hendi hér á Vísi.

Útilokar ekki málsókn vegna meints ritstuldar
Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðamaður, segist munu bíða niðurstöðu siðanefndar Háskóla Íslands áður en hann tekur ákvörðun um mögulega málshöfðun á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, sem hann hefur sakað um ritstuld.

Fyrirlestri seðlabankastjóra um landnámsöldina frestað
Til stóð að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi halda fyrirlestur um efnahagsmál á landnámsöld. Honum hefur nú verið slegið á frest.

Seðlabankastjóri vísar ásökunum um ritstuld á bug
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendi nýverið frá sér bók þar sem hann fjallar um landnám Íslands. Eyjan hans Ingólfs heitir bókin sú en Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður segir Ásgeir fara ránshendi um bók sína Leitin að svarta víkingnum án þess að geta heimilda.

Sakar seðlabankastjóra um ritstuld
Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur.

Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson
Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands.

Ekki Alþingis að eigna Snorra Egils sögu
Alþingi fer ekki með úrskurðarvald þegar kemur að því að eigna nafnþekktum miðaldamönnum okkar glæstustu bókmenntaverk fyrri alda, að mati Sverris Jakobssonar miðaldasagnfræðings. Hann telur Snorra Sturluson lélegan liðsmann frjálshyggjumanna sem aðhyllast þá stefnu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra.

Íslenskar fornbókmenntir eru dásamleg og vanmetin listaverk
Sænski fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth er tvímælalaust einhver reyndasti og jafnframt virtasti fræðimaður á sviði íslenskra miðaldabókmennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga.

Frekari sannanir fyrir því að Íslendingar voru í Ameríku löngu á undan Kólumbusi
Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um að fornsögurnar um fund Vínlands í kringum árið þúsund eru sannar. Vísindamönnum hefur núna tekist að tímasetja mjög nákvæmlega hvenær norrænir menn dvöldu í Ameríku nærri fimmhundruð árum á undan Kristófer Kólumbusi.

Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli
Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem.

Hefur loks náð endanlegum sættum við íslenska fræðasamfélagið
Fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth var gerður að heiðursdoktor við Háskóla Ísland í dag. Hann segist þakklátur fyrir að íslenska fræðasamfélagið hafi tekið sig í sátt og sér eftir að hafa stutt rangan málstað í einu mesta deilumáli síðustu aldar.

Miðaldakúreki slær í gegn á YouTube
Jackson Crawford, bandarískur doktor í norrænum fræðum, hefur gefið kennslu í háskólum upp á bátinn og snúið sér að því að framleiða aðgengilegt kennsluefni fyrir almenning á YouTube. Þar heldur hann meðal annars úti tímum í fornnorrænni tungu.

Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur
Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum.

Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins.

Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig.

Skipa starfshóp Íslendinga og Dana um skiptingu handritanna
Í menntamálaráðuneytinu er verið að ganga frá formsatriðum vegna skipunar starfshóps Íslendinga og Dana um skiptingu handrita en á miðvikudag verður hálf öld frá því að handrit Flateyjarbókar og Konungsbókar Eddukvæða voru afhent.

Njála dómsgagn í nágrannadeilu
Landeigendur á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum unnu mál fyrir Landsrétti á dögunum, þar sem nágrannar þeirra á bænum Káragerði höfðu stefnt þeim vegna þess að þeir töldu sig eiga tilkall til hlunninda á sameiginlegu landi jarðanna tveggja. Þeir eiga það ekki, var niðurstaðan á tveimur dómstigum.

Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa
Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson.

Átta milljónir til Árnastofnunar vegna heimkomuafmælis handrita
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um átta milljónir króna vegna heimkomuafmælis handritanna. 50 ár eru brátt liðin frá því fyrstu handritunum var skilað til Íslands frá Danmörku.

Segir kenningu um nafnið Thymele vera skáldfræði
Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir nýja kenningu þess efnis að fyrsta nafn Íslands hafi verið Thymele en ekki Thule aðeins skemmtilega hugdettu í ætt við skáldfræði. Hann segir þó almennt orðið viðurkennt meðal fræðimanna að Thule sé Ísland.

Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið
Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari.

Fullkomið verkefni um Brennu-Njáls sögu á Laugarvatni
Sögupersónur Brennu Njáls sögu hafa öðlast nýtt líf í meðförum nemenda Menntaskólans að Laugarvatni, sem unnu nokkur myndbönd um söguna í stað þess að sitja í kennslustund og læra söguna þar, því það er bannað vegna heimsfaraldursins. Kennarinn segir verkefnið hafa heppnast fullkomlega.

Hola íslenskra fræða úr sögunni
Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn.

Telur tímabært að endurheimta handritin
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fengið heimild ríkisstjórnar til að undirbúa viðræður við Dani um endurheimt íslenskra handrita úr Árnastofnun í Kaupmannahöfn.

Hægt að rannsaka handritin á nýjan hátt
Síðastliðinn fimmtudag var undirrituð samstarfsyfirlýsing stjórnvalda, Stofnunar Árna Magnússonar og Snorrastofu um rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, var upphafsmaður að verkefninu.

Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands
Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870.